Sport

Heimsmeistararnir stöðvuðu Íslendingana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Egill og Sveinbjörn eru á uppleið.
Egill og Sveinbjörn eru á uppleið. jsí
Júdókapparnir Egill Blöndal og Sveinbjörn Iura tóku þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Baku í Aserbaijan um síðustu helgi.

Sveinbjörn sat hjá í fyrstu umferð en mætti svo sterkum andstæðingi frá Kongó. Eftir harða rimmu náði okkar maður taktískum sigri.

Í þrijðu umferð mætti hann Saeid Mollaei, er þótti sigurstranglegastur á mótinu, og þurfti að lúta í lægra haldi. Sá fór alla leið og endaði sem heimsmeistari í undir 81 kílóa flokki.

Egill Blöndal mætti Pakistana í fyrstu umferð og sigraði á sterku fastataki. Egill skellti þá andstæðingi sínum í gólfið og hélt honum þar til tíminn var útrunninn.

Í seinni umferð mætti hann Spánverjanum Sherazadishvili og um miðbik glímunnar skellti sá Spánverjinn Agli á ippon og skoraði fullnaðarsigur. Sá spænski sigraði svo næstu glímur og hrósaði heimsmeistaratitli í undir 90 kílóa flokki.

Þetta mót markar upphaf ólympíutímabilsins og gefur tóninn fyrir framhaldð. Þeir Egill og Sveinbjörn verða erlendis næstu mánuði við æfingar og halda áfram að keppa um laust sæti á ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×