Jón Rúnar: Hjálpar ekki til að sérsamböndin seilist í sama lækinn Anton Ingi Leifsson skrifar 26. september 2018 19:24 Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það verði erfiðara með hverju árinu að safna peningum til að reka knattspyrnudeildir landsins á meðan leikmannahóparnir verða dýrari og dýrari.Í gær fjölluðu Stöð 2 og Vísir um Fjölnismenn þar sem þeir ræddu um að erfitt væri að safna peningum til að halda út sterku liði í Pepsi-deild karla því margir eru að keppast um sömu styrktaraðilana. „Ef við horfum á tvö síðustu ár þá held ég að vandinn hafi aukist; bæði að í tveimur efstu deildunum hafa liðin orðið dýrari og um leið hefur styrkjum fækkað og styrkir hafa minnkað,” sagði Jón Rúnar en við hverja er að sakast? „Hvort er um að kenna að aðrir séu að taka styrkina, sérsamböndin eða eitthvað annað, skal ég ekki segja - en það hjálpar ekki til að sérsamböndin seilist í sama lækinn og við erum að gera. Það hjálpar ekki til.” Undanfarin ár hefur KSÍ greitt félögunum nokkrar milljónir vegna góðs gengis á EM og HM en Jón Rúnar bendir á að það dugi skammt. „Þetta eru okkar peningar og það er verið að borga okkur út arð. Þetta eru 650 milljónir en skiptist mjög víða. Hver sneið mettir ekki marga. Þeir sem fengu mest í fyrra voru 18 milljónir og núna einhverjar sjö til átta.” „Vissulega hjálpar þetta en þetta eru bara tvö síðustu ár. Það eru mörg ár þar á undan sem hafa liðið. Það er ekkert endilega svo bjart að það verði mikið á næstu árum en vonandi verður það." „Þetta hjálpar til en vandinn er meiri en þetta." Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það verði erfiðara með hverju árinu að safna peningum til að reka knattspyrnudeildir landsins á meðan leikmannahóparnir verða dýrari og dýrari.Í gær fjölluðu Stöð 2 og Vísir um Fjölnismenn þar sem þeir ræddu um að erfitt væri að safna peningum til að halda út sterku liði í Pepsi-deild karla því margir eru að keppast um sömu styrktaraðilana. „Ef við horfum á tvö síðustu ár þá held ég að vandinn hafi aukist; bæði að í tveimur efstu deildunum hafa liðin orðið dýrari og um leið hefur styrkjum fækkað og styrkir hafa minnkað,” sagði Jón Rúnar en við hverja er að sakast? „Hvort er um að kenna að aðrir séu að taka styrkina, sérsamböndin eða eitthvað annað, skal ég ekki segja - en það hjálpar ekki til að sérsamböndin seilist í sama lækinn og við erum að gera. Það hjálpar ekki til.” Undanfarin ár hefur KSÍ greitt félögunum nokkrar milljónir vegna góðs gengis á EM og HM en Jón Rúnar bendir á að það dugi skammt. „Þetta eru okkar peningar og það er verið að borga okkur út arð. Þetta eru 650 milljónir en skiptist mjög víða. Hver sneið mettir ekki marga. Þeir sem fengu mest í fyrra voru 18 milljónir og núna einhverjar sjö til átta.” „Vissulega hjálpar þetta en þetta eru bara tvö síðustu ár. Það eru mörg ár þar á undan sem hafa liðið. Það er ekkert endilega svo bjart að það verði mikið á næstu árum en vonandi verður það." „Þetta hjálpar til en vandinn er meiri en þetta." Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. 25. september 2018 20:00