Lífið

23 þúsund manns í biðröð þegar miðasalan hófst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ed Sheeran fer á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. ágúst á næsta ári.
Ed Sheeran fer á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. ágúst á næsta ári.
Miðasala á eina stærstu tónleika Íslandssögunnar hófst klukkan 9 í morgun en breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran stígur á sviðið á Laugardalsvelli þann 10. ágúst. 

Þegar miðasalan hófst voru 23 þúsund manns í stafrænni biðröð á Tix.is og slær það öll met. 

„Þetta slær öll met og miklu meira en hefur sést áður á Íslandi,“ segir Ísleifur Þórhallsson, hjá Senu Live, en hann bætir við að þegar miðasalan á Justin Bieber hófst hafi 6500 manns farið í stafræna röð.

Í boði eru tæplega 30 þúsund miðar – um 10 þúsund í sæti og 20 í stæði. 

Í boði eru fjögur verðsvæði:

– Standandi: 15.990 kr

– Sitjandi C: 19.990 kr

– Sitjandi B: 24.990 kr

– Sitjandi A: 29.990 kr.

Ísleifur segir að verðsvæði C sé að klárast nú þegar. 

Uppfært klukkan 10:27 - Uppselt er í A og C svæði og aðeins laust í B og í stæði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.