Frítt í Hvalfjarðargöngin frá og með eftirmiðdegi á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 12:57 Ekki verður lengur þörf á að stoppa við göngin til þess að greiða. Fréttablaðið/Pjetur Innheimtu í Hvalfjarðargöngin verður hætt skömmu eftir hádegi á morgun og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn. Rúv greindi fyrst frá.Í samtali við Vísi segir Gísla Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að nú liggi fyrir samkomulag um endanlegt uppgjör vegna afhendingu ganganna. Í gær barst staðfesting þess efnis að Ríkisskattstjóri hafi staðfest skilning Spalar á meðferð á skattalegri afskrift ganganna þannig að tryggt er að engir bakreikningar berist Speli á næsta ári. Því séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að afhenda göngin og hætta innheimtu veggjalda.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/Jói„Það verður laust upp úr klukkan eitt. Þetta er ekki alveg einfalt það er smá tæknivinnu að loka kerfinu. Þetta er ekki einn takki,“ segir Gísli aðspurður um hvenær dags á morgun megi búast við því að gjaldheimtu verði hætt. Hlutverki Spalar er þó ekki alveg enn lokið því að eftir á að gera upp við þá viðskiptavini sem eiga inneign hjá félaginu en að sögn Gísla eru um 50 lyklar í umferð og tuttugu þúsund áskriftasamningar. Tíma taki að ljúka þeirri vinnu og bendir hann viðskiptavinum á að fara inn á heimasíðu Spalar þar sem nálgast má upplýsingar um það hvernig skila megi lyklum og sækja um endurgreiðslu. Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 og því tuttugu ár frá því að þau voru opnuð. Gísli segist vera ánægður með að geta skilað göngunum af sér á þessum tímapunkti.„Satt og segja er þetta bara léttir. Þetta er gott. það er búið að vera langur gangur í þessu. Menn sögðu að tuttugu ár væri langur tími en nú eru þau liðin. Ótrúlegt en satt. Okkar er ekki lengur þörf.“ Samgöngur Tengdar fréttir Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30 Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00 Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Innheimtu í Hvalfjarðargöngin verður hætt skömmu eftir hádegi á morgun og göngin verða afhent íslenska ríkinu á sunnudaginn. Rúv greindi fyrst frá.Í samtali við Vísi segir Gísla Gíslason, stjórnarformaður Spalar, að nú liggi fyrir samkomulag um endanlegt uppgjör vegna afhendingu ganganna. Í gær barst staðfesting þess efnis að Ríkisskattstjóri hafi staðfest skilning Spalar á meðferð á skattalegri afskrift ganganna þannig að tryggt er að engir bakreikningar berist Speli á næsta ári. Því séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að afhenda göngin og hætta innheimtu veggjalda.Margir kannast við þessa stöðu.Vísir/Jói„Það verður laust upp úr klukkan eitt. Þetta er ekki alveg einfalt það er smá tæknivinnu að loka kerfinu. Þetta er ekki einn takki,“ segir Gísli aðspurður um hvenær dags á morgun megi búast við því að gjaldheimtu verði hætt. Hlutverki Spalar er þó ekki alveg enn lokið því að eftir á að gera upp við þá viðskiptavini sem eiga inneign hjá félaginu en að sögn Gísla eru um 50 lyklar í umferð og tuttugu þúsund áskriftasamningar. Tíma taki að ljúka þeirri vinnu og bendir hann viðskiptavinum á að fara inn á heimasíðu Spalar þar sem nálgast má upplýsingar um það hvernig skila megi lyklum og sækja um endurgreiðslu. Hvalfjarðargöngin voru opnuð árið 1998 og því tuttugu ár frá því að þau voru opnuð. Gísli segist vera ánægður með að geta skilað göngunum af sér á þessum tímapunkti.„Satt og segja er þetta bara léttir. Þetta er gott. það er búið að vera langur gangur í þessu. Menn sögðu að tuttugu ár væri langur tími en nú eru þau liðin. Ótrúlegt en satt. Okkar er ekki lengur þörf.“
Samgöngur Tengdar fréttir Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30 Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00 Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Beðið eftir grænu ljósi frá ríkisskattstjóra Stjórn Spalar hf. bíður enn eftir áliti Ríkisskattstjóra (RSK) um áhrif afskriftar ganganna og hugsanlegrar skattlagningar félagsins á árinu 2018. 22. september 2018 09:30
Hefur starfað í gjaldskýlinu frá fyrsta degi Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær ríkið tekur við rekstri Hvalfjarðarganga en fundað var um málið í morgun þar sem ræddar voru útfærslur á því hvernig göngin verða afhent. 31. ágúst 2018 19:00
Hætta að rukka í göngin 28. september Spölur stefnir að því að afhenda Vegagerðinni Hvalfjarðargöng til eignar og rekstrar sunnudaginn 30. september 2018. Innheimtu veggjalds yrði þá hætt föstudaginn 28. september. 10. september 2018 11:41