Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 0-1 | Sigur dugði FH-ingum ekki Árni Jóhannsson á Samsung-vellinum í Garðabæ skrifar 29. september 2018 16:45 vísir/bára Líklega var mest undir í Garðabænum fyrir seinustu umferðina í Pepsi-deild karla þegar Stjarnan og FH mættust þar fyrr í dag. Stjörnumenn eygðu veika von um að verða Íslandsmeistari og FH-ingar voru í séns á að komast í Evrópukeppnina. FH-ingar stóðu sína plikt og unnu leikinn en það dugði þeim ekki til þar sem KR vann sinn leik á móti Víking og tryggði sér fjórða sætið og þar með sætið í Evrópudeildinni. FH vann leikinn með einu marki gegn engu en það var Brandur Hendriksson Olsen sem gerði eina mark leiksins á fimmtu mínútu og þar við sat.Afhverju vann FH?Þeir nýttu eitt af fáum færum sem sáust í leiknum. Bæði liðin voru þétt til baka og gáfu fá færi á sér í þessum leik. Brandur Olsen fékk líklega besta færi leiksins þegar mistök í vörn heimamanna færðu honum boltann í stöðu þar sem hann var einn á móti markverði og nýtti hann sér það eins vel og hann gat og skoraði mark. Lítið var svo um færi í restinni af leiknum og heimamenn komust ekki nær en að skjóta boltanum í stöngina og FH-ingar keyrðu heim með stigin þrjú.Hvað gekk illa?Báðum liðum gekk illa að skapa sér opin færi og gekk svo illa að nýta þau færi sem þó litu dagsins ljós. Þetta útskýrist, eins og áður segir, af því að bæði lið léku varnarleik sinn afbragðsvel út um allan völl og gáfu fá færi á sér. Boltinn endaði þó tvisvar í netinu, einu sinni hjá hvoru liði, en mörkin voru bæði dæmd ógild þar sem annarsvegar var um rangstöðu að ræða og hinsvegar brot í aðdraganda marksins hinsvegar. Báðir dómar þó líklegast réttir. Stjörnumenn gerðu sig svo seka um mistök í nokkur skipti í fyrri háfleik sem hefðu geta kostað þá meira en þegar á leið hertu þeir sig og kláruðu leikinn mjög vel.Hverjir stóðu sig vel?Varnarlínur beggja liða stóðu sig mjög vel og var Guðmundur Kristjánsson fremstur meðal jafningja þar hjá FH. Hjá Stjörnunni var Brynjar Gauti í góðum gír. Brandur Olsen fær svo tignina maður leiksins en hann var örlagavaldurinn sem réði úrslitum.Hvað næst?Nú er Íslandsmótinu lokið og ekkert annað að gera en að gíra sig upp í lengsta undirbúningstímabil í heimi. Stjörnumenn enduðu í þriðja sæti deildarinnar og leika í Evrópukeppni á næsta tímabili en þeir urðu bikarmeistarar líka. FH-ingar þurfa að ná vopnum sínum aftur en þeir enduðu í fimmta sæti og rétt misstu af því að komast í Evrópukeppni. Ólafur Kristjánsson: Veit að ég fæ gusuna yfir mig fyrir að vera tapsár Hann var ánægður með leik sinna manna hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH en að sama skapi ekki ánægður með að hafa missta af sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili þegar náð var af honum tali eftir leik Stjörnunnar og FH í dag. „Fínn sigur í dag en það var einhver von hjá okkur um að ná fjórða sæti en það tókst ekki. 37 stig eru einhver bæting frá því í fyrra og við skoruðum fleiri mörk en það er alveg ljóst að við hefðum gjarnan viljað eins og eina Evrópu ferð á næsta ári.“ Möguleikarnir voru kannski ekki miklir fyrir leik og var Ólafur spurður að því hvar stigin lægju sem sárast var að sjá á eftir í sumar. „Það er rétt að þetta er ekkert hér sem þetta fer, það eru stig sem að við töpum á heimavelli eins og á móti Keflavík, Fylki og ÍBV. Ég vil ekki hljóma hrokafullur en þetta eru leikir sem við hefðum með réttu átt að klára en þar vorum við klaufar og gerðum ekki nógu vel. Það er einn hluti af skýringunni.“ „Svona til að fá yfir mig gusuna af því að ég sé tapsár og kenni einhverjum öðrum um þá fannst mér vera dæmi um að dóma sem við höfum verið að fá á okkur eins og í dag. Leikurinn er rammaður inn í dag þar sem Stjörnumaður sparkar boltanum upp í hendina á sér og ekkert er dæmt en svo fær FH-ingur boltann í hendina á sér og það er dæmd aukaspyrna. Það er að mér finnst of mikið af þessu á móti okkur. Svo er það sem ég einbeiti mér að en það eru leikir sem við höfum dóminerað og ekki náð að vinna.“ Eins og áður sagði verða FH-ingar ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili en eru menn þar á bæ byrjaðir að undirbúa næsta tímabil. „Það eru ýmsir spekingar á ýmsum miðlum og podköstum spáð því að þetta breyti miklu fyrir FH, hvort það er Evrópa eða ekki en við erum löngu byrjaðir að skoða næsta ár. Hvort sem að við hefðum náð þessu fjórða sæti eða ekki þá eru það sömu plön algjörlega óbreytt. Það kemur svo bara í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður en við víkjum ekkert frá því.“Baldur Sigurðsson: „Fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð“ „Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn. Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt. Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér. Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil. Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“ Pepsi Max-deild karla
Líklega var mest undir í Garðabænum fyrir seinustu umferðina í Pepsi-deild karla þegar Stjarnan og FH mættust þar fyrr í dag. Stjörnumenn eygðu veika von um að verða Íslandsmeistari og FH-ingar voru í séns á að komast í Evrópukeppnina. FH-ingar stóðu sína plikt og unnu leikinn en það dugði þeim ekki til þar sem KR vann sinn leik á móti Víking og tryggði sér fjórða sætið og þar með sætið í Evrópudeildinni. FH vann leikinn með einu marki gegn engu en það var Brandur Hendriksson Olsen sem gerði eina mark leiksins á fimmtu mínútu og þar við sat.Afhverju vann FH?Þeir nýttu eitt af fáum færum sem sáust í leiknum. Bæði liðin voru þétt til baka og gáfu fá færi á sér í þessum leik. Brandur Olsen fékk líklega besta færi leiksins þegar mistök í vörn heimamanna færðu honum boltann í stöðu þar sem hann var einn á móti markverði og nýtti hann sér það eins vel og hann gat og skoraði mark. Lítið var svo um færi í restinni af leiknum og heimamenn komust ekki nær en að skjóta boltanum í stöngina og FH-ingar keyrðu heim með stigin þrjú.Hvað gekk illa?Báðum liðum gekk illa að skapa sér opin færi og gekk svo illa að nýta þau færi sem þó litu dagsins ljós. Þetta útskýrist, eins og áður segir, af því að bæði lið léku varnarleik sinn afbragðsvel út um allan völl og gáfu fá færi á sér. Boltinn endaði þó tvisvar í netinu, einu sinni hjá hvoru liði, en mörkin voru bæði dæmd ógild þar sem annarsvegar var um rangstöðu að ræða og hinsvegar brot í aðdraganda marksins hinsvegar. Báðir dómar þó líklegast réttir. Stjörnumenn gerðu sig svo seka um mistök í nokkur skipti í fyrri háfleik sem hefðu geta kostað þá meira en þegar á leið hertu þeir sig og kláruðu leikinn mjög vel.Hverjir stóðu sig vel?Varnarlínur beggja liða stóðu sig mjög vel og var Guðmundur Kristjánsson fremstur meðal jafningja þar hjá FH. Hjá Stjörnunni var Brynjar Gauti í góðum gír. Brandur Olsen fær svo tignina maður leiksins en hann var örlagavaldurinn sem réði úrslitum.Hvað næst?Nú er Íslandsmótinu lokið og ekkert annað að gera en að gíra sig upp í lengsta undirbúningstímabil í heimi. Stjörnumenn enduðu í þriðja sæti deildarinnar og leika í Evrópukeppni á næsta tímabili en þeir urðu bikarmeistarar líka. FH-ingar þurfa að ná vopnum sínum aftur en þeir enduðu í fimmta sæti og rétt misstu af því að komast í Evrópukeppni. Ólafur Kristjánsson: Veit að ég fæ gusuna yfir mig fyrir að vera tapsár Hann var ánægður með leik sinna manna hann Ólafur Kristjánsson þjálfari FH en að sama skapi ekki ánægður með að hafa missta af sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili þegar náð var af honum tali eftir leik Stjörnunnar og FH í dag. „Fínn sigur í dag en það var einhver von hjá okkur um að ná fjórða sæti en það tókst ekki. 37 stig eru einhver bæting frá því í fyrra og við skoruðum fleiri mörk en það er alveg ljóst að við hefðum gjarnan viljað eins og eina Evrópu ferð á næsta ári.“ Möguleikarnir voru kannski ekki miklir fyrir leik og var Ólafur spurður að því hvar stigin lægju sem sárast var að sjá á eftir í sumar. „Það er rétt að þetta er ekkert hér sem þetta fer, það eru stig sem að við töpum á heimavelli eins og á móti Keflavík, Fylki og ÍBV. Ég vil ekki hljóma hrokafullur en þetta eru leikir sem við hefðum með réttu átt að klára en þar vorum við klaufar og gerðum ekki nógu vel. Það er einn hluti af skýringunni.“ „Svona til að fá yfir mig gusuna af því að ég sé tapsár og kenni einhverjum öðrum um þá fannst mér vera dæmi um að dóma sem við höfum verið að fá á okkur eins og í dag. Leikurinn er rammaður inn í dag þar sem Stjörnumaður sparkar boltanum upp í hendina á sér og ekkert er dæmt en svo fær FH-ingur boltann í hendina á sér og það er dæmd aukaspyrna. Það er að mér finnst of mikið af þessu á móti okkur. Svo er það sem ég einbeiti mér að en það eru leikir sem við höfum dóminerað og ekki náð að vinna.“ Eins og áður sagði verða FH-ingar ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili en eru menn þar á bæ byrjaðir að undirbúa næsta tímabil. „Það eru ýmsir spekingar á ýmsum miðlum og podköstum spáð því að þetta breyti miklu fyrir FH, hvort það er Evrópa eða ekki en við erum löngu byrjaðir að skoða næsta ár. Hvort sem að við hefðum náð þessu fjórða sæti eða ekki þá eru það sömu plön algjörlega óbreytt. Það kemur svo bara í ljós á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður en við víkjum ekkert frá því.“Baldur Sigurðsson: „Fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð“ „Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn. Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt. Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér. Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil. Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti