Guðlaugur lagði áherslu á verndun hafsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 09:56 Guðlaugur ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. UN Photos Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér. Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér.
Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira