„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. september 2018 20:00 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Hún segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012, en Ásta var sýknuð af ákærunni. Hún fór fram á miskabætur en í gær hafnaði Landsréttur kröfu Ástu. Þannig að hún fær engar bætur? „Hún fær engar miskabætur. En auðvitað er verið að skoða framhald málsins. Það kemur til greina að óska eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Ef því verður hafnað verður það skoðað að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópi,“ segir Elva Ósk S. Wiium, lögmaður. Niðurstaðan er Ástu mikið áfall en hún segir að rannsókn málsins hafi haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar. „Við erum búin að bíða í tæpt ár eftir Landsrétti. Þau voru fljótir að fara yfir þetta og dæma, sem betur fer, en mér fannst þetta mjög óréttlátt í gær. Mér fannst dómurinn óréttlátur,“ segir Ásta Kristín Andrésdóttir.“ Elva Ósk S. Wiium, lögfræðingur Ástu Kristínar.Mynd/Stöð 2 Nú ertu búin að bíða í ár. Hvernig hefur þér liðið? „Þetta tekur á. Þetta tekur á mig og mína.“ Þá segir lögmaður að krafa um miskabætur sé meðal annars byggð á því að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins á sínum tíma en hún hafi verði kölluð á fundi spítalans áður en lögregla kom að rannsókn málsins. „Þetta gerist að kvöldi til og strax næsta morgun fara starfsmenn Landspítalans að skoða atburðarásina sem átti sér stað. Strax um morguninn er Ásta grunuð um refsiverða háttsemi, en þrátt fyrir það var hún boðuð á fund spítalans til að fara yfir atvik málsins. Við byggjum á því að þessi fundur átti aldrei að eiga sér stað nema með aðkomu lögreglunnar. Við krefjumst miskabóta á grundvelli þess að ekki hafi verið staðið rétt að rannsókn málsins. Við erum að tala um heilbrigðisstarfsmann sem er á þeim tíma grunaður um refsiverða háttsemi þannig þetta er einstakt mál í íslenskri réttarsögu,“ segir Elva. „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ segir Ásta.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37