Slettið enskunni, slobbarnir ykkar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 11. september 2018 07:00 Ef menn halda að málhreinsun sé einkenni á lítilli þjóð sem geymir tungumál sitt í fáum munum og munnum þá er það mikill misskilningur. Hér á Suður-Spáni finnast ófáir sem engjast í fegurðarskyninu í hvert sinn sem viðmælandi þeirra slettir ensku. Þeir eru nefnilega til hér sem geta ekki talað um lífsleiknispekinga án þess að grípa til orðsins „coach“ og enginn gerist svo sveitalegur að tala um aðdáendur meðan hægt er að sletta enska orðinu „fans“ og svo finnst kaupmönnum og auglýsendum alveg tilvalið að nota orðið „shopping“ þetta og „shopping“ hitt þegar ýta á undir kaupkæti fólks. Barátta spænskra málhreinsunarmanna fær mig oft til að huga að samherjum þeirra á Íslandi og nú er svo komið að ég fagna bæði enskubrúkinu en ekki síður baráttunni gegn því. Eins og allir vita er það sóðaskapur að sletta jafnvel þó sumum finnst þeir vera að slá um sig með slettugangi. Þeir minna mig á sveitatöffarana sem skutu sígarettustubbum með selbita og vonuðu að kvenþjóðin fylgdist með aðförunum. Með sama móti skjóta sumir nýjum útlenskum hugtökum sem þeir telja að íslensk tunga nái ekki til. Einsog brain drain, dreddlokkar og normalísering sem enginn með óbrenglað fegurðarskyn ætti nokkurn tíma að láta sér um munn fara. En þá koma til skjalanna hreinsunarmenn sem mega ekki bregðast við með niðurrifi heldur verða að setja fram nýjung sem slær vágestinum við. Og guði sé lof fyrir slíkt fólk sem kemur með orð einsog spekileki og göndul-lokkar og sagnir eins og að venjuvæða eða hefðbinda. Eins og sjá má geta þessar hreingerningar orðið hin mesta skemmtan sem þar að auki skerpir íslenska málkennd svo endilega slettið enskunni, slobbarnir ykkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef menn halda að málhreinsun sé einkenni á lítilli þjóð sem geymir tungumál sitt í fáum munum og munnum þá er það mikill misskilningur. Hér á Suður-Spáni finnast ófáir sem engjast í fegurðarskyninu í hvert sinn sem viðmælandi þeirra slettir ensku. Þeir eru nefnilega til hér sem geta ekki talað um lífsleiknispekinga án þess að grípa til orðsins „coach“ og enginn gerist svo sveitalegur að tala um aðdáendur meðan hægt er að sletta enska orðinu „fans“ og svo finnst kaupmönnum og auglýsendum alveg tilvalið að nota orðið „shopping“ þetta og „shopping“ hitt þegar ýta á undir kaupkæti fólks. Barátta spænskra málhreinsunarmanna fær mig oft til að huga að samherjum þeirra á Íslandi og nú er svo komið að ég fagna bæði enskubrúkinu en ekki síður baráttunni gegn því. Eins og allir vita er það sóðaskapur að sletta jafnvel þó sumum finnst þeir vera að slá um sig með slettugangi. Þeir minna mig á sveitatöffarana sem skutu sígarettustubbum með selbita og vonuðu að kvenþjóðin fylgdist með aðförunum. Með sama móti skjóta sumir nýjum útlenskum hugtökum sem þeir telja að íslensk tunga nái ekki til. Einsog brain drain, dreddlokkar og normalísering sem enginn með óbrenglað fegurðarskyn ætti nokkurn tíma að láta sér um munn fara. En þá koma til skjalanna hreinsunarmenn sem mega ekki bregðast við með niðurrifi heldur verða að setja fram nýjung sem slær vágestinum við. Og guði sé lof fyrir slíkt fólk sem kemur með orð einsog spekileki og göndul-lokkar og sagnir eins og að venjuvæða eða hefðbinda. Eins og sjá má geta þessar hreingerningar orðið hin mesta skemmtan sem þar að auki skerpir íslenska málkennd svo endilega slettið enskunni, slobbarnir ykkar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar