Sport

Tíu ára krakki hljóp inn á völlinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það skiptust á skin og skúrir á Hard Rock-vellinum í Miami.
Það skiptust á skin og skúrir á Hard Rock-vellinum í Miami. vísir/getty
Leikur Miami Dolphins og Tennessee Titans í NFL-deildinni um síðustu helgi var aðeins fyrir þolinmóða því það tók um átta klukkutíma að klára leikinn.

Leiknum var í tvígang frestað til lengri tíma vegna veðurs en það voru þrumur og eldingar í Miami.





Áhorfendum fækkaði því eðlilega eftir því sem leið á kvöldið og voru fáir eftir síðustu klukkutímana.

Einn af þeim sem eftir voru var tíu ára drengur. Honum leiddist svo mikið að hann hljóp út á völlinn. Öryggisverðir voru fljótir að loka guttann inni sem þá renndi sér eins og leikstjórnandi. Stórkostleg hreyfing.

Ekki er vitað hvað varð síðan um drenginn en hann fékk vonandi einhver verðlaun fyrir að skemmta áhorfendum sem hundleiddist í stúkunni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×