Nei – verktakar ráða ekki ferðinni Hjálmar Sveinsson skrifar 13. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálmar Sveinsson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins í síðustu viku sagði Kolbrún Bergþórsdóttir að meirihluti borgarstjórnar hefði svifið um í „hálfgerðu svefnástandi“ og gefið verktökum lausan tauminn. Það er fjarri sanni. Tilefni leiðarans virðist vera frétt um að borgaryfirvöld segi nú stopp við meiri uppbyggingu hótela í miðborginni. Kolbrún fagnar því en telur að stoppið sé of seint á ferðinni. Um það má deila en borgaryfirvöld hafa verið glaðvakandi undanfarin misseri. Sannleikurinn er sá að hótelstoppið í Kvosinni er nokkurra ára gamalt. Sama er að segja um miklar skorður sem hafa verið reistar við byggingu hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Hvort tveggja hefur gert borgaryfirvöldum kleift að neita mörgum umsækjendum um hótelleyfi síðustu árin. Ein nýjung í Aðalskipulagi Reykjavíkur, samþykkt 2014, er ákvæði sem takmarkar verulega rekstur hótela og stærri gististaða í íbúðarhverfum. Ári síðar var tillagan um kvóta á hóteluppbyggingu í Kvosinni samþykkt. Hótelstarfsemi má ekki vera á meira en 23 prósentum byggðra fermetra. Slík kvótasetning mun vera sjaldgæf í borgum en hún hefur haft tilætluð áhrif í Reykjavík. Hún kemur til að mynda í veg fyrir að hinu mikla húsnæði Landsbankans við Austurstræti og Hafnarstræti verði breytt í hótel þegar Landsbankinn flytur í nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfnina. Hótelkvótanum hefur verið mótmælt harðlega og lögmæti hans dregið í efa. En borgin hefur ekki gefið sig og bætt um betur. Nú er kominn sambærilegur kvóti við Laugaveg og Hverfisgötu. Stefna borgarinnar er að hóteluppbygging eigi sér stað austar í borginni. Í byrjun þessa árs var svo samþykkt í borgarstjórn aðalskipulagsbreyting þannig að nú er lagt blátt bann við því að breyta íbúðar- eða skrifstofuhúsnæði í miðborginni í hótel. En auðvitað eru margir ferðamenn í miðborginni. Sem betur fer. Hún hefur að mínu mati sjaldan verið líflegri og skemmtilegri en nú.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar