„Þetta var dómsmorð“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 17:54 Jón Steinar Gunnlaugsson, Jón Magnússon og Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, ræða saman í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. Þá sagði hann að rannsakendur í málunum hefðu verið sannfærðir um sekt sakborninganna áður en þau voru dæmd og að um væri að ræða „dómsmorð“. Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, fyrir að hafa, ásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Cieselski, orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Ragnar sagði að játninga í málunum hafi verið aflað, og þær knúðar fram, með ólögmætum hætti auk þess sem öryggisreglur hafi verið brotnar. Rannsóknin hafi einnig byggt á að leiða fram frásagnir sem lögregla bjó til, þess vegna hafi tekið tvö ár að reka málið. „Vegna þess að það voru engar sannanir og eina sem hægt var að gera var að þvinga fram játningar á ólöglegan hátt,“ sagði Ragnar í Hæstarétti í dag.Rannsakendur sannfærðir um sektina frá upphafi Ragnar taldi jafnframt að mikilvægast í málinu væri málsmeðferð lögreglu og ákæruvaldsins. Þar með talin meðferð í gæsluvarðhaldi, málsmeðferð í Sakadómi Reykjavíkur og málsmeðferð í Hæstarétti 1980. Hann sagði að brotið hefði verið á rétti sakborninga um réttláta málsmeðferð. Sakadómur hafi bæði rannsakað og dæmt í málinu og því ekki gætt hlutleysis. Þá hafi rannsóknin ekki beinst að því sem gæti hafa leitt til sýknu heldur einungis að því sem hafi getað leitt til sektar. Þannig hafi allir sem að rannsókn málsins komið verið sannfærðir um að hin dæmdu hafi verið sek. Rannsakendur hafi til að mynda skrifað það í skýrslur að sakborningarnir hafi verið sekir, áður en þau voru dæmd í Sakadómi eða Hæstarétti.Hæstiréttur var fjölmennur við endurupptökuna í dag.Vísir/VilhelmHöfðu ekki líkamlega burði til að koma líkinu fyrir Ragnar sagði jafnframt að ýmislegt við lýsingar á þeim atburðum, sem áttu að hafa átt sér stað, einfaldlega ekki koma heim og saman. Til að mynda að sakborningarnir áttu að hafa komið líki fyrir í nýföllnum snjó í Hafnarfirði en myndir af sakborningunum, sem teknar voru á þessum tíma, sýni að þeir hafi ekki haft líkamlega burði til að gera slíkt. Þá sagði Ragnar að sakfelling Guðjóns sé byggð á sögum, sögusögnum og framburði annarra sakborninga. Framburðum sem knúnir voru fram með ólögmætum hætti eftir langa vist sakborninga í einangrun. Að auki hafi sakborningarnir ekki haft vitneskju um rétt sinn við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Þeim hafi til dæmis ekki verið gerð grein fyrir því að þeir hafi mátt neita að svara spurningum sem lagðar voru fyrir þá. Mikilvægt að skilja við fortíðina Að endingu fór Ragnar fram á að skjólstæðingur sinn, séra Guðjón Skarphéðinsson, verði ekki einungis sýknaður heldur lýstur saklaus. „Það er afar mikilvægt að þessum dómi verði skilið við fortíð þessa máls með þeim hætti að tekið verði á þessum mistökum,“ sagði hann. Þá sagði Ragnar að viðurkenna verði að dómurinn í málinu hafi verið stórfelld mistök. „Þetta var dómsmorð,“ sagði Ragnar og bætti við að slík morð séu jafnframt morð á réttlætinu. „Ef virðulegi hæstréttur tekur á þessu máli eins og ég er að vonast til þá mun það hafa áhrif á réttlæti fyrir dómstólum í landinu. Og ekki bara það heldur auka virðingu dómstóla og gera þá hæfari til að sinna hlutverki sínu.“Hér að neðan má lesa beina lýsingu Huldu Hólmkelsdóttur, fréttamanns Vísis, sem fylgdist með málinu í Hæstarétti Íslands í dag.
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, fór fram á að skjólstæðingur sinn verði ekki aðeins sýknaður heldur lýstur saklaus við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti Íslands í dag. Þá sagði hann að rannsakendur í málunum hefðu verið sannfærðir um sekt sakborninganna áður en þau voru dæmd og að um væri að ræða „dómsmorð“. Guðjón var árið 1980 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, fyrir að hafa, ásamt Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Cieselski, orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Ragnar sagði að játninga í málunum hafi verið aflað, og þær knúðar fram, með ólögmætum hætti auk þess sem öryggisreglur hafi verið brotnar. Rannsóknin hafi einnig byggt á að leiða fram frásagnir sem lögregla bjó til, þess vegna hafi tekið tvö ár að reka málið. „Vegna þess að það voru engar sannanir og eina sem hægt var að gera var að þvinga fram játningar á ólöglegan hátt,“ sagði Ragnar í Hæstarétti í dag.Rannsakendur sannfærðir um sektina frá upphafi Ragnar taldi jafnframt að mikilvægast í málinu væri málsmeðferð lögreglu og ákæruvaldsins. Þar með talin meðferð í gæsluvarðhaldi, málsmeðferð í Sakadómi Reykjavíkur og málsmeðferð í Hæstarétti 1980. Hann sagði að brotið hefði verið á rétti sakborninga um réttláta málsmeðferð. Sakadómur hafi bæði rannsakað og dæmt í málinu og því ekki gætt hlutleysis. Þá hafi rannsóknin ekki beinst að því sem gæti hafa leitt til sýknu heldur einungis að því sem hafi getað leitt til sektar. Þannig hafi allir sem að rannsókn málsins komið verið sannfærðir um að hin dæmdu hafi verið sek. Rannsakendur hafi til að mynda skrifað það í skýrslur að sakborningarnir hafi verið sekir, áður en þau voru dæmd í Sakadómi eða Hæstarétti.Hæstiréttur var fjölmennur við endurupptökuna í dag.Vísir/VilhelmHöfðu ekki líkamlega burði til að koma líkinu fyrir Ragnar sagði jafnframt að ýmislegt við lýsingar á þeim atburðum, sem áttu að hafa átt sér stað, einfaldlega ekki koma heim og saman. Til að mynda að sakborningarnir áttu að hafa komið líki fyrir í nýföllnum snjó í Hafnarfirði en myndir af sakborningunum, sem teknar voru á þessum tíma, sýni að þeir hafi ekki haft líkamlega burði til að gera slíkt. Þá sagði Ragnar að sakfelling Guðjóns sé byggð á sögum, sögusögnum og framburði annarra sakborninga. Framburðum sem knúnir voru fram með ólögmætum hætti eftir langa vist sakborninga í einangrun. Að auki hafi sakborningarnir ekki haft vitneskju um rétt sinn við yfirheyrslur hjá lögreglu og fyrir dómstólum. Þeim hafi til dæmis ekki verið gerð grein fyrir því að þeir hafi mátt neita að svara spurningum sem lagðar voru fyrir þá. Mikilvægt að skilja við fortíðina Að endingu fór Ragnar fram á að skjólstæðingur sinn, séra Guðjón Skarphéðinsson, verði ekki einungis sýknaður heldur lýstur saklaus. „Það er afar mikilvægt að þessum dómi verði skilið við fortíð þessa máls með þeim hætti að tekið verði á þessum mistökum,“ sagði hann. Þá sagði Ragnar að viðurkenna verði að dómurinn í málinu hafi verið stórfelld mistök. „Þetta var dómsmorð,“ sagði Ragnar og bætti við að slík morð séu jafnframt morð á réttlætinu. „Ef virðulegi hæstréttur tekur á þessu máli eins og ég er að vonast til þá mun það hafa áhrif á réttlæti fyrir dómstólum í landinu. Og ekki bara það heldur auka virðingu dómstóla og gera þá hæfari til að sinna hlutverki sínu.“Hér að neðan má lesa beina lýsingu Huldu Hólmkelsdóttur, fréttamanns Vísis, sem fylgdist með málinu í Hæstarétti Íslands í dag.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Hæstiréttur Tengdar fréttir Í beinni: Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur fyrir Hæstarétt eftir 38 ár Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í dag. 13. september 2018 08:00 „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. 13. september 2018 07:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í beinni: Guðmundar- og Geirfinnsmál aftur fyrir Hæstarétt eftir 38 ár Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í dag. 13. september 2018 08:00
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Sýkna dugar ekki til að mati verjenda málsins Munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hefst í Hæstarétti í dag. Verjendur vilja að sakleysi verði lýst yfir í nýjum dómi. Saksóknari segir ágreining um rökstuðning fyrir sýknu. 13. september 2018 07:00