Örlítið samhengi Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 13. september 2018 19:54 Katrín Jakobsdóttir hitti börn sem vildu lækkun á ís og gamalt fólk sem gladdist með henni yfir fullveldinu. Ég vil ekki gera lítið úr henni, börnunum eða gleðinni yfir fullveldinu, alls ekki, en mig langar samt að segja þetta: Ég hitti konur sem leigja bílskúr fyrir 150.000 krónur á mánuði, sem vinna burtu sumarfríin sín (sem ég hef líka gert) af því þær vantar alltaf meiri pening af því að þrátt fyrir að þær vinni eins og skepnur þá hafa þær í ráðstöfunartekjur 260.000 kall á mánuði, ég hitti konur sem eru enn að reyna að krafsa sig undan Hruninu, sem eru í viðbjóðslegum skuldafjötrum 10 árum eftir að sturlaðir kapítalistar rústuðu lífi alþýðufólks á Íslandi, ég hitti konur sem hafa unnið „konustörf“ alla sína ævi og aldrei fengið neitt fyrir nema rétt nóg fyrir ferðunum í Bónus, konur sem hafa þurft að þola það að í þær sé kastað þúsundkalli hér og þúsundkalli þar og það kallað „kaupmáttaraukning“, ég hitti konur sem geta ekki leigt í Reykjavík, sem er ýtt útaf sturluðum leigumarkaði þar og þurfa því að fara langar vegalengdir til að sækja vinnu, með öllum þeim tryllta kostnaði sem því fylgir, ég hitti konur sem misstu húsnæðið sitt og fengu þau „ráð“ hjá kerfinu að leita skjóls hjá Kvennaathvarfinu (það þarf kannski að fara að opna athvarf fyrir þau sem verða fyrir efnhagslegu ofbeldi samræmdar láglaunastefnu?), ég hitti konur héðan og þaðan sem vinna á útsölumarkaði íslensks atvinnulífs, alla sína ævi, frá því að þær eru unglingsstelpur og fram á gamals aldur og geta samt aldrei, aldrei strokið um frjálst höfuð efnhagslega.Börn eru frábær, ís er góður, það er gaman að spjalla um liðna tíð og sumum er fullveldið hugleikið. En getum við ekki verið sammála um það að á meðan stórum hópi fólks er haldið, með öllum tiltækum ráðum, pikkföstum á botni hins efnhagslega stigveldis, að á meðan 70 fermetra blokkaíbúð í Breiðholtinu er leigð af harðsvíruðum kapítalistum á 240.000 krónur á mánuði og 43 fermetra íbúð á 171.000 krónur á mánuði, á meðan manneskja á lágmarkslaunum fær útborgað til framfærslu 235.508 krónur á mánuði, að á meðan staðan er svona í blessuði fullveldinu, þá er kannski hægt að geyma samtöl um ís og einbeita sér að því sem skiptir máli sem hlýtur meðal annars að vera þetta: Hvað teljum við vera í lagi að bjóða fullorðnu vinnandi fólki uppá í íslensku samfélagi? Þegar við erum búin að komast að ásættanlegri og mannsæmandi niðurstöðu þar getum kannski farið að ræða ís og fullveldi. Ég vil gjarnan, líkt og Katrín, skila ungu kynslóðinni góðu búi en ég sætti mig ekki við að góða búið sé byggt upp á vinnu fólks sem fær ekki réttmætan skerf af búsældinni. Það er einfaldlega svo einfalt.Grein Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, birtist fyrst á Facebook-vegg hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hitti börn sem vildu lækkun á ís og gamalt fólk sem gladdist með henni yfir fullveldinu. Ég vil ekki gera lítið úr henni, börnunum eða gleðinni yfir fullveldinu, alls ekki, en mig langar samt að segja þetta: Ég hitti konur sem leigja bílskúr fyrir 150.000 krónur á mánuði, sem vinna burtu sumarfríin sín (sem ég hef líka gert) af því þær vantar alltaf meiri pening af því að þrátt fyrir að þær vinni eins og skepnur þá hafa þær í ráðstöfunartekjur 260.000 kall á mánuði, ég hitti konur sem eru enn að reyna að krafsa sig undan Hruninu, sem eru í viðbjóðslegum skuldafjötrum 10 árum eftir að sturlaðir kapítalistar rústuðu lífi alþýðufólks á Íslandi, ég hitti konur sem hafa unnið „konustörf“ alla sína ævi og aldrei fengið neitt fyrir nema rétt nóg fyrir ferðunum í Bónus, konur sem hafa þurft að þola það að í þær sé kastað þúsundkalli hér og þúsundkalli þar og það kallað „kaupmáttaraukning“, ég hitti konur sem geta ekki leigt í Reykjavík, sem er ýtt útaf sturluðum leigumarkaði þar og þurfa því að fara langar vegalengdir til að sækja vinnu, með öllum þeim tryllta kostnaði sem því fylgir, ég hitti konur sem misstu húsnæðið sitt og fengu þau „ráð“ hjá kerfinu að leita skjóls hjá Kvennaathvarfinu (það þarf kannski að fara að opna athvarf fyrir þau sem verða fyrir efnhagslegu ofbeldi samræmdar láglaunastefnu?), ég hitti konur héðan og þaðan sem vinna á útsölumarkaði íslensks atvinnulífs, alla sína ævi, frá því að þær eru unglingsstelpur og fram á gamals aldur og geta samt aldrei, aldrei strokið um frjálst höfuð efnhagslega.Börn eru frábær, ís er góður, það er gaman að spjalla um liðna tíð og sumum er fullveldið hugleikið. En getum við ekki verið sammála um það að á meðan stórum hópi fólks er haldið, með öllum tiltækum ráðum, pikkföstum á botni hins efnhagslega stigveldis, að á meðan 70 fermetra blokkaíbúð í Breiðholtinu er leigð af harðsvíruðum kapítalistum á 240.000 krónur á mánuði og 43 fermetra íbúð á 171.000 krónur á mánuði, á meðan manneskja á lágmarkslaunum fær útborgað til framfærslu 235.508 krónur á mánuði, að á meðan staðan er svona í blessuði fullveldinu, þá er kannski hægt að geyma samtöl um ís og einbeita sér að því sem skiptir máli sem hlýtur meðal annars að vera þetta: Hvað teljum við vera í lagi að bjóða fullorðnu vinnandi fólki uppá í íslensku samfélagi? Þegar við erum búin að komast að ásættanlegri og mannsæmandi niðurstöðu þar getum kannski farið að ræða ís og fullveldi. Ég vil gjarnan, líkt og Katrín, skila ungu kynslóðinni góðu búi en ég sætti mig ekki við að góða búið sé byggt upp á vinnu fólks sem fær ekki réttmætan skerf af búsældinni. Það er einfaldlega svo einfalt.Grein Sólveigar Önnu, formanns Eflingar, birtist fyrst á Facebook-vegg hennar.
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar