Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Þór Símon Hafþórsson í Origo-höllinni að Hlíðarenda skrifar 15. september 2018 19:30 Valsmenn byrjaðir að safna stigum Vísir/Vilhelm Valur fékk Gróttu í heimsókn í Olís deild karla í Handbolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og var ansi jafn framan af leik sem var kannski viðeigandi en bæði lið gerðu jafntefli í fyrsta leikjum vetrarins síðasta sunnudag. Leikurinn var sem fyrr segir hnífjafn þar sem liðin skiptust á að verjast sóknum hvors annars af mikilli hörku. Bæði lið sýndu frábæran varnarleik en sömu sögu var ekki að segja af sóknarleiknum sem átti erfitt updráttar á báðum endum vallarins. Staðan í hálfleik var jöfn, 9-9, og spenanndi seinni hálfleikur væntanlegur. Hann kom því miður ekki fyrir hin hlutlausa áhorfanda en Valur tók völdin í seinni hálfleik og leyfðu Gróttu aldrei að sjá til sólar. Grótta féll snemma fimm mörkum undir og brekkan orðin ansi brött. Róbert Aron Hostert fann taktinn í seinni hálfleik en eftir að hafa skorað einungis tvö mörk í fyrri hálfleik endaði hann leikinn með átta mörk og var lang markahæsti leikmaður leiksins en næstu menn fyrir neðan voru með þrjú mörk. Að lokum endaði leikurinn, 21-15, og sigur Vals staðreynd. Afhverju vann Valur?Grótta barðist alveg jafn vel og mikið og heimamenn í dag þannig það var fyrst og fremst einstaklingsgæði sem skiluðu stigunum til Valsmanna. Eins og kom fram hér að ofan þá tók Róbert yfir leikinn. Grótta á engan mann í líkingu við hann í sínum röðum og því átti liðið ansi erfitt updráttar.Hverjir stóðu upp úr?Róbert Aron Hostert er maður leiksins með sín 8 mörk en einnig vil ég nefna Einar Baldvin í markinu en hann endaði leikinn með 61% markvörslu. Það er hinsvegar ekki hægt að nefna Einar án þess að nefna varnarleik Vals sem þvinguðu Gróttu í erfið skot sem Einar átti þ.a.l. auðveldara með að verja. En 61% er ekkert til að hnussa yfir. Hann, varnarleikurinn og Róbert í sókninni skiluðu þessu heim. Einnig vil ég nefna Hreiðar Levý, markvörð Gróttu, sem var heilsteyptur af vanda á milli stangana. Hann endaði með 38% markvörslu en mörg þessara skota voru ansi erfið. Finnst hann allavega eiga heima í þessum flokki líka.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Gróttu. Jóhann Reynir, sem var loksins kominn með hina gullnu leikheimild, sýndi ekki sínar bestu hliðar með einungis 2 mörk úr 9 skotum. Einnig skoraði Magnús Öder eitt mark úr sjö skotum. Hvorki Einar eða Daníel Freyr þurftu að verja megnið af þessum boltum sem fóru oft ýmisst í varnarmann eða hátt yfir.Hvað gerist næst?Næst leikur Vals verður gegn Stjörnunni í Garðabæ en Grótta heimsækir FH. Guðlaugur Arnarsson: Það hallaði ekkert á GróttuGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, var sáttur með tvö stigin eftir að hans menn lönduðu, 21-15, sigri á Gróttu í kvöld. „Er virkilega ánægður með þessi tvö stig gegn baráttuglöðu Gróttu liði. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu,“ sagði Guðlaugur en Valur tók öll völd í seinni hálfleik en staðan er flautað var til hlés var 9-9. „Um leið og við fengum auðveldari mörk úr hraðupphlaupum og seinni bylgju þá náðum við að slíta þeim frá okkur. Við áttum erfitt sóknarlega allan leikinn og við þurfum að fara yfir það.“ Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, var á því að það hefði hallað verulega á þá í dómgæslunni í leiknum en Guðlaugur var ekki á því máli. „Ég er bara ekki sammála. Mér fannst bæði lið fá að spila fastan leik í dag. Það er gott að það sé ekki verið að henda mönnum út fyrir allar snertingar. Það hallaði ekkert á þá frekar en okkur.“ Róbert Aron: Þetta var baráttusigur„Sáttur með þessi tvö stig. Auðvitað þarf að slípa svolítið sóknarleikinn saman. Þetta var baráttusigur. Vörnin góð, Einar fínn í markinu en við eigum eftir að fara aðeins betur yfir sóknarleikinn,“ sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður Vals, eftir sigurinn á Gróttu í kvöld en hann skoraði 8 mörk og var markahæstur í leiknum. Megnið af þessum átta mörkum komu eftir hlé en þá tók Róbert hreinlega yfir leikinn og skilaði boltanum hvað eftir annað í net Gróttu. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik. Hættum að gera allt sjálfir og fórum svolítið að dreyfa boltanum betur,“ sagði Róbert. En hvað fannst honum Róberti um ummæli Einars, þjálfara Gróttu, um að það hefði hallað á hans menn í dómgæslunni? „Það er alltaf þannig með hann. Hann var einu sinni þjálfarinn minn og þá var þetta líka svona,“ sagði ansi brosmildur Róbert enda stóð Einar ekki langt frá og heyrði ummælin. „Hann stendur hérna rétt hjá þannig ég þurfti aðeins að skjóta á hann. Segjum bara „no comment,““ sagði hlægjandi Róbert. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, hundfúll með dómgæsluna í leik Vals og Gróttu í dag. 15. september 2018 19:15
Valur fékk Gróttu í heimsókn í Olís deild karla í Handbolta í kvöld. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og var ansi jafn framan af leik sem var kannski viðeigandi en bæði lið gerðu jafntefli í fyrsta leikjum vetrarins síðasta sunnudag. Leikurinn var sem fyrr segir hnífjafn þar sem liðin skiptust á að verjast sóknum hvors annars af mikilli hörku. Bæði lið sýndu frábæran varnarleik en sömu sögu var ekki að segja af sóknarleiknum sem átti erfitt updráttar á báðum endum vallarins. Staðan í hálfleik var jöfn, 9-9, og spenanndi seinni hálfleikur væntanlegur. Hann kom því miður ekki fyrir hin hlutlausa áhorfanda en Valur tók völdin í seinni hálfleik og leyfðu Gróttu aldrei að sjá til sólar. Grótta féll snemma fimm mörkum undir og brekkan orðin ansi brött. Róbert Aron Hostert fann taktinn í seinni hálfleik en eftir að hafa skorað einungis tvö mörk í fyrri hálfleik endaði hann leikinn með átta mörk og var lang markahæsti leikmaður leiksins en næstu menn fyrir neðan voru með þrjú mörk. Að lokum endaði leikurinn, 21-15, og sigur Vals staðreynd. Afhverju vann Valur?Grótta barðist alveg jafn vel og mikið og heimamenn í dag þannig það var fyrst og fremst einstaklingsgæði sem skiluðu stigunum til Valsmanna. Eins og kom fram hér að ofan þá tók Róbert yfir leikinn. Grótta á engan mann í líkingu við hann í sínum röðum og því átti liðið ansi erfitt updráttar.Hverjir stóðu upp úr?Róbert Aron Hostert er maður leiksins með sín 8 mörk en einnig vil ég nefna Einar Baldvin í markinu en hann endaði leikinn með 61% markvörslu. Það er hinsvegar ekki hægt að nefna Einar án þess að nefna varnarleik Vals sem þvinguðu Gróttu í erfið skot sem Einar átti þ.a.l. auðveldara með að verja. En 61% er ekkert til að hnussa yfir. Hann, varnarleikurinn og Róbert í sókninni skiluðu þessu heim. Einnig vil ég nefna Hreiðar Levý, markvörð Gróttu, sem var heilsteyptur af vanda á milli stangana. Hann endaði með 38% markvörslu en mörg þessara skota voru ansi erfið. Finnst hann allavega eiga heima í þessum flokki líka.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Gróttu. Jóhann Reynir, sem var loksins kominn með hina gullnu leikheimild, sýndi ekki sínar bestu hliðar með einungis 2 mörk úr 9 skotum. Einnig skoraði Magnús Öder eitt mark úr sjö skotum. Hvorki Einar eða Daníel Freyr þurftu að verja megnið af þessum boltum sem fóru oft ýmisst í varnarmann eða hátt yfir.Hvað gerist næst?Næst leikur Vals verður gegn Stjörnunni í Garðabæ en Grótta heimsækir FH. Guðlaugur Arnarsson: Það hallaði ekkert á GróttuGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, var sáttur með tvö stigin eftir að hans menn lönduðu, 21-15, sigri á Gróttu í kvöld. „Er virkilega ánægður með þessi tvö stig gegn baráttuglöðu Gróttu liði. Þurftum að hafa virkilega fyrir þessu,“ sagði Guðlaugur en Valur tók öll völd í seinni hálfleik en staðan er flautað var til hlés var 9-9. „Um leið og við fengum auðveldari mörk úr hraðupphlaupum og seinni bylgju þá náðum við að slíta þeim frá okkur. Við áttum erfitt sóknarlega allan leikinn og við þurfum að fara yfir það.“ Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, var á því að það hefði hallað verulega á þá í dómgæslunni í leiknum en Guðlaugur var ekki á því máli. „Ég er bara ekki sammála. Mér fannst bæði lið fá að spila fastan leik í dag. Það er gott að það sé ekki verið að henda mönnum út fyrir allar snertingar. Það hallaði ekkert á þá frekar en okkur.“ Róbert Aron: Þetta var baráttusigur„Sáttur með þessi tvö stig. Auðvitað þarf að slípa svolítið sóknarleikinn saman. Þetta var baráttusigur. Vörnin góð, Einar fínn í markinu en við eigum eftir að fara aðeins betur yfir sóknarleikinn,“ sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður Vals, eftir sigurinn á Gróttu í kvöld en hann skoraði 8 mörk og var markahæstur í leiknum. Megnið af þessum átta mörkum komu eftir hlé en þá tók Róbert hreinlega yfir leikinn og skilaði boltanum hvað eftir annað í net Gróttu. „Við fórum yfir hlutina í hálfleik. Hættum að gera allt sjálfir og fórum svolítið að dreyfa boltanum betur,“ sagði Róbert. En hvað fannst honum Róberti um ummæli Einars, þjálfara Gróttu, um að það hefði hallað á hans menn í dómgæslunni? „Það er alltaf þannig með hann. Hann var einu sinni þjálfarinn minn og þá var þetta líka svona,“ sagði ansi brosmildur Róbert enda stóð Einar ekki langt frá og heyrði ummælin. „Hann stendur hérna rétt hjá þannig ég þurfti aðeins að skjóta á hann. Segjum bara „no comment,““ sagði hlægjandi Róbert.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, hundfúll með dómgæsluna í leik Vals og Gróttu í dag. 15. september 2018 19:15
Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, hundfúll með dómgæsluna í leik Vals og Gróttu í dag. 15. september 2018 19:15
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti