Leiðin að EM hefst í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 10:00 Blaðamannafundur hjá körfuboltalandsliðinu. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum