Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2018 12:37 Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að sambærileg verslun við Bónus verði rekin á Hallveigarstíg. Hagar þurfa að loka verslun Bónus á næstunni samkvæmt ákvæðum er tengjast samruna Haga og Olís. Dagur segist ekki hafa upplýsingar um hvaða verslun hefji þar rekstur en þegar hafi verið gengið frá kaupsamningum. Í sátt Samkeppniseftirlitsins er gerð sú krafa að kaupendur að eignum Haga séu líklegir til að veita Högum beina samkeppni. Dagur, sem býr í hverfinu, segist líkt og fleiri hafa rekið upp stór augu og klórað sér í kollinum yfir tíðindunum að verslun Bónus yrði lokað. Vísir greindi frá því að Hagar hefðu getað valið á milli þess að loka versluninni á Hallveigarstíg eða Laugavegi. Úr varð að þeirri fyrrnefndu verður lokað, að líkindum í nóvember að sögn Dags. Vonar að fólki sé rórra í tilkynningu vegna samruna Olís og Haga segir að vonir standi til að hæfismati Samkeppniseftirlitsins ljúki í síðasta lagi um miðjan nóvember. Borgarstjórinn segir ýmsa áhyggjufulla íbúa miðborgarinnar hafa haft samband og fólk sem styðji þá „góðu stefnu að hafa dagvöru í göngufæri í öllum hverfum“ lýst vonbrigðum sínum á ýmsum vettvangi. „Vona ég að fleirum en mér sé heldur rórra, þó vissulega sé enn ákveðin óvissa um hvernig þetta verður endanlega.“ Tíðindin af lokun Bónus verslunarinnar komu um svipað leyti og Kjöt og fiskur, verslun með fyrrnefnda matvöru, tilkynnti að rekstri í Bergstaðarstræti yrði hætt. Samkeppnishæfur aðili verður að hefja rekstur Í sátt Samkeppniseftirlitsins er fjallað um kröfur til kaupenda seldra eigna, svo sem húsnæðinu við Hallveigarstíg. Þar segir að að tilgangurinn með sölu á dagvöruverslunum sé að eyða þeirri samkeppnisrökun sem leiði af samrunanum. Eignirnar eigi að sleja aðila sem sé líklegur til að veita Högum samkeppni. Kaupandinn þurfi að vera óháður Högum, líklegur til að geta veitt Högum samkeppni og búa yfir nægjanlegri þekking, fjárstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti veit samkeppnislegt aðhald til bæði skemmri og lengri tíma.Nokkur umræða hefur skapast við þráð Dags og segist Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, meðal annars vona að arftaki Bónus við Hallveigarstíg verði ekki 10-11 verslun. Þá spyr Ingþór Eyþórsson að því hvort ekki sé hægt að huga að fleiri hverfum en miðbænum. „Það er einmitt málið,“ segir Dagur. „Þetta er stefnan í öllum hverfum skv. aðalskipulagi Reykjavíkur.“ Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 „Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig“ Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. 13. september 2018 14:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að sambærileg verslun við Bónus verði rekin á Hallveigarstíg. Hagar þurfa að loka verslun Bónus á næstunni samkvæmt ákvæðum er tengjast samruna Haga og Olís. Dagur segist ekki hafa upplýsingar um hvaða verslun hefji þar rekstur en þegar hafi verið gengið frá kaupsamningum. Í sátt Samkeppniseftirlitsins er gerð sú krafa að kaupendur að eignum Haga séu líklegir til að veita Högum beina samkeppni. Dagur, sem býr í hverfinu, segist líkt og fleiri hafa rekið upp stór augu og klórað sér í kollinum yfir tíðindunum að verslun Bónus yrði lokað. Vísir greindi frá því að Hagar hefðu getað valið á milli þess að loka versluninni á Hallveigarstíg eða Laugavegi. Úr varð að þeirri fyrrnefndu verður lokað, að líkindum í nóvember að sögn Dags. Vonar að fólki sé rórra í tilkynningu vegna samruna Olís og Haga segir að vonir standi til að hæfismati Samkeppniseftirlitsins ljúki í síðasta lagi um miðjan nóvember. Borgarstjórinn segir ýmsa áhyggjufulla íbúa miðborgarinnar hafa haft samband og fólk sem styðji þá „góðu stefnu að hafa dagvöru í göngufæri í öllum hverfum“ lýst vonbrigðum sínum á ýmsum vettvangi. „Vona ég að fleirum en mér sé heldur rórra, þó vissulega sé enn ákveðin óvissa um hvernig þetta verður endanlega.“ Tíðindin af lokun Bónus verslunarinnar komu um svipað leyti og Kjöt og fiskur, verslun með fyrrnefnda matvöru, tilkynnti að rekstri í Bergstaðarstræti yrði hætt. Samkeppnishæfur aðili verður að hefja rekstur Í sátt Samkeppniseftirlitsins er fjallað um kröfur til kaupenda seldra eigna, svo sem húsnæðinu við Hallveigarstíg. Þar segir að að tilgangurinn með sölu á dagvöruverslunum sé að eyða þeirri samkeppnisrökun sem leiði af samrunanum. Eignirnar eigi að sleja aðila sem sé líklegur til að veita Högum samkeppni. Kaupandinn þurfi að vera óháður Högum, líklegur til að geta veitt Högum samkeppni og búa yfir nægjanlegri þekking, fjárstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti veit samkeppnislegt aðhald til bæði skemmri og lengri tíma.Nokkur umræða hefur skapast við þráð Dags og segist Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, meðal annars vona að arftaki Bónus við Hallveigarstíg verði ekki 10-11 verslun. Þá spyr Ingþór Eyþórsson að því hvort ekki sé hægt að huga að fleiri hverfum en miðbænum. „Það er einmitt málið,“ segir Dagur. „Þetta er stefnan í öllum hverfum skv. aðalskipulagi Reykjavíkur.“
Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 „Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig“ Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. 13. september 2018 14:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
„Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig“ Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. 13. september 2018 14:00
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00