Mannskæðar aurskriður á Filippseyjum eftir Mangkhut Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. september 2018 20:00 Nærri sjávarmáli hafa flóð raskað samgöngum og eyðilagt uppskerur. Vísir/AP Fellibylurinn Mangkhut gengur nú yfir suðurhluta Kína og hefur styrkur hans dvínað umtalsvert. Gríðarleg eyðilegging hefur fylgt fellibylnum eftir að hann gekk yfir Filippseyjar, Hong Kong og Kína um helgina. Nokkrir eru látnir í Kína en útlit er fyrir að mannfallið hafi orðið mest á Filippseyjum en talið er að um 100 séu látnir. Björgunarstarf er í fullum gangi á þeim stöðum sem illa urðu úti. Bæir á Filippseyjum sem liggja nærri sjávarmáli hafa orðið illa úti. Daglegt líf og samgöngur hafa þar farið úr skorðum en auk þess er uppskera ónýt og fiskistofn á svæðinu hefur orðið fyrir miklum áhrifum.Í fjallahéruðum hafa mannskæðar aurskriður fallið og björgunarstörf eru við einkar erfið skilyrði.Vísir/APÞegar nær dregur fjöllum eru það aurskriður sem hafa valdið mestu tjóni en minnst 32 létust í námubænum Itogon og talið er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar eru nú í kappi við tímann við að leita að eftirlifendum en talið er að um 55 manns hafi orðið undir skriðunni í Itogon. Ættingjar þeirra bíða í von og óvon eftir fregnum frá björgunaraðilum. „Von mín er að þeir séu á heilu og höldnu og að einhver finni þá,“ segir Anna Badangayon íbúi í Itogon sem bíður fregna af ættingjum sem urðu fyrir skriðunni. „Þó þeir séu látnir vonast ég til að við finnum líkamsleifar þeirra og kvatt þá með frið í hjarta.“ Björgunarastörf eru með erfiðara móti þar sem rigning, aur og drulla tefur mikið fyrir störfum og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir að bera kennsl á lík sem kunna að finnast. Filippseyjar Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00 Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fellibylurinn Mangkhut gengur nú yfir suðurhluta Kína og hefur styrkur hans dvínað umtalsvert. Gríðarleg eyðilegging hefur fylgt fellibylnum eftir að hann gekk yfir Filippseyjar, Hong Kong og Kína um helgina. Nokkrir eru látnir í Kína en útlit er fyrir að mannfallið hafi orðið mest á Filippseyjum en talið er að um 100 séu látnir. Björgunarstarf er í fullum gangi á þeim stöðum sem illa urðu úti. Bæir á Filippseyjum sem liggja nærri sjávarmáli hafa orðið illa úti. Daglegt líf og samgöngur hafa þar farið úr skorðum en auk þess er uppskera ónýt og fiskistofn á svæðinu hefur orðið fyrir miklum áhrifum.Í fjallahéruðum hafa mannskæðar aurskriður fallið og björgunarstörf eru við einkar erfið skilyrði.Vísir/APÞegar nær dregur fjöllum eru það aurskriður sem hafa valdið mestu tjóni en minnst 32 létust í námubænum Itogon og talið er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar eru nú í kappi við tímann við að leita að eftirlifendum en talið er að um 55 manns hafi orðið undir skriðunni í Itogon. Ættingjar þeirra bíða í von og óvon eftir fregnum frá björgunaraðilum. „Von mín er að þeir séu á heilu og höldnu og að einhver finni þá,“ segir Anna Badangayon íbúi í Itogon sem bíður fregna af ættingjum sem urðu fyrir skriðunni. „Þó þeir séu látnir vonast ég til að við finnum líkamsleifar þeirra og kvatt þá með frið í hjarta.“ Björgunarastörf eru með erfiðara móti þar sem rigning, aur og drulla tefur mikið fyrir störfum og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir að bera kennsl á lík sem kunna að finnast.
Filippseyjar Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00 Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20 Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42
Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Minnst 64 eru látnir eftir að hitabeltisstormurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og suðurhluta Kína. Talið er víst að tala látinna muni hækka enn. Illa gengur að koma björgunarfólki á þau svæði sem verst urðu úti. 17. september 2018 08:00
Minnst fjórtán látnir á Filippseyjum Minnst fjórtán eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar og olli þar miklum skemmdum. 15. september 2018 14:39
Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56
Minnst 25 dánir og ótti um uppskerubrest Yfirvöld Filippseyja vinna nú hörðum höndum að því að taka saman dauðsföll og skemmdir í kjölfar fellibylsins Mangkhut sem fór þar yfir fyrr um helgina. 16. september 2018 07:20
Ógnar lífi fjögurra milljóna Fimmta stigs fellibylurinn Mangkhut gekk á land nyrst á Luzon-eyju Filippseyja í gær. 15. september 2018 09:00