Gámastíll og græðgisvæðing Magnús Jónsson skrifar 19. september 2018 07:00 Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Að mínu áliti er með núverandi skipulags- og byggingarstefnu á höfuðborgarsvæðinu, einkum innan Reykjavíkur, verið að fremja stórfelld umhverfisspjöll. Í meira en aldarfjórðung hef ég gagnrýnt hvernig heilu hverfin hafa verið skipulögð og byggð án þess að séð verði að tillit sé tekið til íslensks veðurfars eða landfræðilegrar legu landsins. Ofan á þetta bætist svo að einstakar byggingar eru þannig gerðar að þær geta skapað stórhættu við tilteknar veðuraðstæður. Nýlega hefur síðan komið fram að þessi skipulags- og byggingarstefna hefur verulega neikvæð áhrif á vellíðan fólks og jafnvel geðheilsu þess (sbr. rannsóknir dr. Páls Jakobs Líndal).Græðgi og skammsýni Það sem hefur ráðið för við uppbyggingu og skipulag í höfuðborginni er að mínu mati fyrst og fremst græðgi, tillitsleysi og skammsýni yfirvalda, hönnuða og byggingarverktaka. Þá hefur sú kenning að þétting byggðar sé ávallt til góðs leikið hér stórt hlutverk. Samt hefur verið sýnt fram á að háreist þétting byggðar getur oft skapað meiri vandamál en hún á að leysa. Græðgisvæðing miðbæjar Reykjavíkur (Skuggahverfi, Lækjargata og hafnarsvæðið) svo og Grandavegar, Höfðatorgs og Kringlusvæðisins verður örugglega til að rýra lífsgæði margra sem búa fyrir í þessum hverfum. T.d. með vindstrengjum, vindgný og skuggamyndun sem og frekari aukningu á umferðaröngþveiti og rykmengun vegna aukinnar umferðar. Borgarlína í einhverri mynd eða götuþrengingar munu ekki laga það nema að litlu leyti. Þessa skipulags- og háþéttingarstefnu mætti skilja ef hér á landi væri landrýmisskortur eða hér byggju margar milljónir manna. Hvorugu er þó til að dreifa. Í einu þéttbýlasta landi Evrópu, Hollandi, hef ég óvíða séð viðlíka skipulagslegan hrylling og hér og hef ég þó komið í allmargar borgir þar, jafnvel mörgum sinnum stærri en Reykjavík.Ferköntuð hugsun Með örfáum undantekningum eru nýju hverfin byggð í því sem ég kalla gámastíl. Einfaldir kassar, 5 til 20 hæða með flötum þökum sem ekki eru að neinu leyti í stíl við þá byggð sem fyrir er í borginni eða öðrum bæjum höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel þótt verið sé að byggja við hliðina á eldri húsum er ekki reynt að hafa samfelldni í byggðinni eða ná fram heildarsvip. Gott dæmi um þetta eru fimm hæða gámastæðurnar sem reistar hafa verið sunnan við Útvarpshúsið, nánast skagandi út í Bústaðaveginn. Einhver hefði kannski reynt að taka tillit til þeirra formfallegu húsa sem byggð voru fyrir fáum áratugum litlu vestar við götuna. Sama má auðvitað segja um Skuggahverfið sem er svo skuggalegt að maður verður nánast þunglyndur af því að koma inn í það í bleytu og myrkri. Í fyrrahaust heimsótti ég minn gamla heimabæ, Uppsala í Svíþjóð sem er með álíka íbúafjölda og Reykjavík og Kópavogur saman. Á þeim 40 árum sem liðin eru síðan ég bjó þarna hefur mikið verið byggt, byggðin þétt og útvíkkuð. Þrennt vakti sérstaka athygli mína: Í fyrsta lagi hafa nánast engin háhýsi verið byggð í borginni og hvergi inni í grónum íbúðarhverfum. Í öðru lagi eru flest ný fjölbýlishús 3-5 hæðir í stíl við þau sem þar voru þegar ég átti þarna heima. Í þriðja lagi er húsagerðin meira og minna svipuð og hún var í borginni gömlu þar sem menn virðast taka tillit til þess að vindurinn streymir auðveldar yfir rislaga þök en flöt og að heppilegra sé að láta regnið og snjóinn renna af þökum húsanna en að gera flest þök að safnþró fyrir úrkomu, óhreinindi og gróður eins og gert er hér á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess er Uppsala þrátt fyrir þéttinguna með urmul opinna grænna svæða sem fengið hafa frið fyrir græðgissinna skipulagsyfirvöldum og byggingarverktökum.Geðheilsa og vellíðan Nýlega hefur komið fram að gámastíllinn og háhýsin valda bæði vanlíðan og depurð hjá mörgum manninum. Er það í fullu samræmi við það sem ég las fyrir margt löngu, að fólki almennt, einkum börnum, liði mun betur í lágum húsum en háum. Þetta á örugglega enn frekar við hér en í öðrum löndum enda hér bæði vindasamara og skuggsælla (sólin lágt á lofti) en víðast hvar annars staðar. Auk þess ku lögun, litir og birta frá húsum skipta máli. Það er því að vonum að hér skulu heilu hverfin byggð svörtum eða dökkgráum háhýsum. Er ég ekki í nokkrum vafa um að slíkt umhverfi hefur mun meiri neikvæð áhrif á líðan fólks heldur en birtutími og stilling klukkunnar á sumar- eða vetrartíma.Lokaorð Fyrir rúmum fjórum áratugum tókst að bjarga Bernhöftstorfunni frá skammsýnum skipulagsyfirvöldum. Var það virkilega gert til þess að hálfri öld síðar verði búið að „rústa“ heildarsvip á Lækjargötunni með byggingu yfirgnæfandi gámakumbalda fyrir auðjöfra? Götu í hjarta borgarinnar þar sem fyrir standa mörg af sögufrægustu og fallegustu húsum hennar sem verða nú ofurliði borin af ljótleikanum. Manni blöskrar að sjá og reyna þau ósköp sem þarna eru að eiga sér stað.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun