Nýjasta Jókermyndin virðist afar dularfull og vekur fjölda spurninga hjá netverjum Birgir Olgeirsson skrifar 18. september 2018 20:31 Joaquin Phoenix sem Arthur Fleck. Nýjasta myndin um Jókerinn, erkióvin Leðurblökumannsins, er að vekja talsverða athygli í netheimum. Þá sérstaklega vegna þess hversu óvenjuleg hún virðist eiga eftir að vera. Lítið er vitað um söguþráðinn annað en að hún mun segja frá lífi mannsins sem verður að Jókernum. Þeir sem engar upplýsingar vilja fá um þessa mynd eru beðnir um að láta staðar numið hér. via GIPHY Leikarinn Joaquin Phoenix mun fara með hlutverk Arthur Fleck sem talið er að eigi eftir að verða hinn alræmdi Jóker. Leikstjóri þessarar myndar, Todd Philips, birti mynd af Joaquin Phoenix sem Arthur á Instagram í vikunni. Myndin kom mörgum að óvörum, enda hafa aðstandendur mynda sem innihalda Jókerinn oftast birt fyrstu myndir af karakternum með trúðamálningu framan í sér. Það var ekki raunin í þetta skiptið heldur fengu aðdáendur að sjá fremur venjulega mynd af Arthur Fleck þar sem hann er eilítið tekinn í framan. Tökur myndarinnar hófust í september og rötuðu myndir af tökustað í fjölmiðla skömmu síðar. Þar sást Phoenix leika á móti manni í trúðabúningi sem ætti að gefa til kynna hvert Arthur Fleck stefnir í þessari mynd. It looks like Joaquin Phoenix has started filming as the Joker for the standalone #Joker movie! https://t.co/0uwG4l34o0— JustJared.com (@JustJared) September 16, 2018 Áður höfðu Jack Nicholson, Heath Leadger og Jared Leto leikið Jókerinn á hvíta tjaldinu en á meðal leikara í þessari mynd er Robert DeNiro sem er sagður eiga að leika spjallþáttastjórnanda sem er talinn eiga sinn þátt í því að Arthur Fleck fetar myrka slóð sem Jókerinn. „Þessi mynd virðist vera einstök, sér á báti á einhvern hátt, og kannski vegna þess að hún virðist hræða líftóruna úr mér,“ sagði Phoenix við Collider um myndina. Talið er að myndin muni gerast í borginni Gotham á níunda áratug síðustu aldar. Er orðrómur um að Arthur Fleck eigi að vera reyna að skapa sér nafn sem uppistandari. Það á víst að ganga illa hjá honum og er hann sagður eiga að fá einskonar taugaáfall eftir að hafa orðið fyrir ítrekaðri höfnun. Fjölmiðlar vestanhafs hafa flutt fregnir af því að teiknimyndasagan The Killing Joke eigi að vera undirstaða handrits myndarinnar. Er þessi myndasaga talin ein sú besta þar sem saga Jókersins er sögð. Þar er Jókerinn sagður misheppnaður uppistandari sem missir konuna sína og afmyndast í framan í ráni sem fer úrskeiðis. Er Jókerinn í þessari mynd sagður hafa engar tengingar við aðrar myndir þar sem hann hefur birst. Kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið til kynna að þessi mynd verði með sjálfstæðan söguþráð. Jared Leto lék síðast Jókerinn í Suicide Squad og hefur skuldbundið sig til að leika þann karakter í tveimur myndum til viðbótar. Er búist við að Joker verði frumsýnd í kvikmyndahúsum í október á næsta ári en íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir mun semja tónlist myndarinnar. Hildur Guðnadóttir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjasta myndin um Jókerinn, erkióvin Leðurblökumannsins, er að vekja talsverða athygli í netheimum. Þá sérstaklega vegna þess hversu óvenjuleg hún virðist eiga eftir að vera. Lítið er vitað um söguþráðinn annað en að hún mun segja frá lífi mannsins sem verður að Jókernum. Þeir sem engar upplýsingar vilja fá um þessa mynd eru beðnir um að láta staðar numið hér. via GIPHY Leikarinn Joaquin Phoenix mun fara með hlutverk Arthur Fleck sem talið er að eigi eftir að verða hinn alræmdi Jóker. Leikstjóri þessarar myndar, Todd Philips, birti mynd af Joaquin Phoenix sem Arthur á Instagram í vikunni. Myndin kom mörgum að óvörum, enda hafa aðstandendur mynda sem innihalda Jókerinn oftast birt fyrstu myndir af karakternum með trúðamálningu framan í sér. Það var ekki raunin í þetta skiptið heldur fengu aðdáendur að sjá fremur venjulega mynd af Arthur Fleck þar sem hann er eilítið tekinn í framan. Tökur myndarinnar hófust í september og rötuðu myndir af tökustað í fjölmiðla skömmu síðar. Þar sást Phoenix leika á móti manni í trúðabúningi sem ætti að gefa til kynna hvert Arthur Fleck stefnir í þessari mynd. It looks like Joaquin Phoenix has started filming as the Joker for the standalone #Joker movie! https://t.co/0uwG4l34o0— JustJared.com (@JustJared) September 16, 2018 Áður höfðu Jack Nicholson, Heath Leadger og Jared Leto leikið Jókerinn á hvíta tjaldinu en á meðal leikara í þessari mynd er Robert DeNiro sem er sagður eiga að leika spjallþáttastjórnanda sem er talinn eiga sinn þátt í því að Arthur Fleck fetar myrka slóð sem Jókerinn. „Þessi mynd virðist vera einstök, sér á báti á einhvern hátt, og kannski vegna þess að hún virðist hræða líftóruna úr mér,“ sagði Phoenix við Collider um myndina. Talið er að myndin muni gerast í borginni Gotham á níunda áratug síðustu aldar. Er orðrómur um að Arthur Fleck eigi að vera reyna að skapa sér nafn sem uppistandari. Það á víst að ganga illa hjá honum og er hann sagður eiga að fá einskonar taugaáfall eftir að hafa orðið fyrir ítrekaðri höfnun. Fjölmiðlar vestanhafs hafa flutt fregnir af því að teiknimyndasagan The Killing Joke eigi að vera undirstaða handrits myndarinnar. Er þessi myndasaga talin ein sú besta þar sem saga Jókersins er sögð. Þar er Jókerinn sagður misheppnaður uppistandari sem missir konuna sína og afmyndast í framan í ráni sem fer úrskeiðis. Er Jókerinn í þessari mynd sagður hafa engar tengingar við aðrar myndir þar sem hann hefur birst. Kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið til kynna að þessi mynd verði með sjálfstæðan söguþráð. Jared Leto lék síðast Jókerinn í Suicide Squad og hefur skuldbundið sig til að leika þann karakter í tveimur myndum til viðbótar. Er búist við að Joker verði frumsýnd í kvikmyndahúsum í október á næsta ári en íslenska kvikmyndatónskáldið Hildur Guðnadóttir mun semja tónlist myndarinnar.
Hildur Guðnadóttir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira