Memphis: Stóð ekki undir væntingum hjá United Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. september 2018 08:30 Memphis líður vel í Lyon. vísir/getty Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hollendingurinn Memphis Depay er mættur aftur til Manchester en að þessu sinni í búningi Lyon. Hann spilar gegn Man. City í Meistaradeildinni í kvöld. Memphis er orðinn 24 ára gamall og viðurkennir að hafa ekki staðið undir væntingum hjá Man. Utd. Hann skoraði þá 7 mörk í 53 leikjum fyrir félagið eftir að hafa verið keyptur á 30 milljónir punda frá PSV. Hann var svo seldur til Lyon í janúar árið 2017 og þar hefur hann spilað ljómandi vel. „Það vita allir að saga mín hjá Man. Utd var ekki farsæl. Það sáu það allir. Ég vildi ekki að svo færi en svona er þetta stundum. Ég kom ekki með þau gæði í liðið sem ég átti að gera,“ sagði Memphis sem er búinn að skora 28 mörk í 74 leikjum fyrir Lyon. Um síðustu helgi rifjaði Wayne Rooney upp hvernig hann hefði reynt að hjálpa Memphis án árangurs. Hollendingurinn gerði þá slæm mistök í leik gegn Stoke og var refsað með því að spila með varaliðinu daginn eftir. „Ég sagði við hann að þetta væri erfið staða í augnablikinu og hann yrði að reyna að láta fara lítið fyrir sér. Hann mætti í varaliðsleikinn á Rolls Royce í leðurjakka og með kúrekahatt. Ég spurði bara af hverju? Memphis er ljúfur strákur og það gleður mig að sjá að honum gengur vel í Frakklandi,“ sagði Rooney. Memphis hló þegar hann var spurður út í þessa sögu frá Rooney. Sagðist hafa lært af sínum mistökum og að hann væri þroskaðri í dag. „Sumir geta aldrei tekið gríni. Ég og Wayne erum góðir vinir og ég skildi vel hvað hann var að meina. Hér áður var ég mun skrautlegri en ég er í dag. Ég er þroskaðri en get enn þroskast meira. Mér leið eins og annarri persónu er ég kom aftur til Manchester núna. Borgin er enn rauð og vonandi get ég hjálpað liðinu að ná góðum úrslitum gegn City.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira