Hef fulla trú á að þeim takist ætlunarverk sitt Hjörvar Ólafsson skrifar 1. september 2018 07:45 Leikmenn íslenska liðsins eiga einkar mikilvægan leik fyrir höndum þegar liðið etur kappi við Þýskaland á Laugardalsvellinum í dag. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, leikjahæsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er borubrött fyrir leik Íslands gegn Þýskalandi í dag. Katrín sem er búsett í Svíþjóð verður límd við skjáinn þegar leikurinn fer fram, en hún hefur fulla trú á íslenskum sigri. Hún segir þróunina hvað varðar gæði og umgjörð hafa tekið stakkaskiptum frá því að hún hóf sinn landsliðsferil. „Ég er búin að vera mjög spennt alla vikuna og það kemst fátt annað að en þessi leikur í mínum huga þessa stundina. Það verður mjög gaman að fylgjast með þessu og við fjölskyldan og vinir munum fylgjast með leiknum hér úti. Ég horfði á fyrri leikinn ein og var að farast úr stressi undir lok leiksins. Ég hoppaði og skoppaði um íbúðina og gólaði á tölvuskjáinn af spennu," sagði Katrín í samtali við Fréttablaðið. „Það hefur verið gaman að fylgjast með umfjöllun um leikinn og það er frábært að heyra af því að það verði uppselt. Ég öfunda stelpurnar ekkert smá að fá að spila fyrir framan fullan völl og ég væri alveg til í að spila þennan leik, þó ekki í því formi sem ég er í núna, heldur eins og þegar ég var á hátindi ferils míns. KSÍ og fjölmiðlar eiga hrós skilið fyrir að hafa lyft umgjörðinni og umfjölluninni upp á það plan sem stelpurnar eiga skilið," sagði hún enn fremur. „Ég hugsa að leikurinn muni þróast á svipaðan hátt og hann gerði úti í Þýskalandi. Íslenska liðið muni leika agaðan og þéttan varnarleik og vera þolinmóðar. Þær eru svo baneitraðar í skyndisóknum sínum sem eru alla jafna vel útfærðar. Þær skoruðu til að mynda úr tveimur slíkum í leiknum ytra og það verður öflugt vopn í þessum leik,” sagði fyrrverandi fyrirliði íslenska liðsins. „Stelpurnar í liðinu hafa bætt sig umtalsvert frá því þegar ég var í liðinu og það hefðu bara verið draumórar að velta því fyrir sér að leggja Þýskaland að velli á sínum tíma. Við náðum einu sinni að standa í þeim í úrslitakeppni EM, en framan af mínum ferli fengum við stóra skelli á móti þeim. Nú eigum við bara raunhæfa möguleika á að fara með sigur af hólmi. Við unnum þær á útivelli og hvers vegna ættum við ekki að geta endurtekið leikinn. Ég hef allavega fulla trú á íslenska liðinu," sagði þessi fyrrverandi varnarjaxl um leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30 Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30 Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04 Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Sara Björk er hundrað prósent tilbúin: „Skiptir engu máli hvað var, það snýst allt um laugardaginn“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun leiða íslenska liðið út á stútfullan Laugardalsvöll á laugardaginn þegar liðið spilar sinn mikilvægasta leik til þessa. Sara Björk segist vera 100 prósent tilbúin í leikinn. 30. ágúst 2018 13:30
Vonast að sjálfsögðu eftir því að spila Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins og Röa í Noregi, er skiljanlega spennt fyrir verkefnum landsliðsins á næstu dögum. 31. ágúst 2018 12:30
Draumurinn rættist: Uppselt á leik Íslands og Þýskalands Uppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem uppselt er á kvennalandsleik. 29. ágúst 2018 14:04
Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. 29. ágúst 2018 12:00