Innlent

Njólagata, Fífilsgata og fleiri ný götunöfn við Landspítala ekki samþykkt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Götunöfnin sem nafnanefnd gerði tillögu um má sjá á kortinu og eru þau rauðmerkt.
Götunöfnin sem nafnanefnd gerði tillögu um má sjá á kortinu og eru þau rauðmerkt. Mynd/Reykjavíkurborgar
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborg virðist ekki hafa verið hrifið af tillögum nafnanefndar um ný götuheiti á lóð Landspítalans. Ráðið hafnaði tillögunum og hefur óskað eftir nýjum tillögum að götunöfnum frá nefndinni. RÚV greindi fyrst frá.

Skrifstofa eigna- og atvinnuþróunar fór þess á leit að nafnanefndin gerði tillögur um heiti á götum sem verða til þegar nýr Landspítali rís á lóð spítalans.

Nefndin, sem skipuð er Ármanni Jakobssyni, Guðrúnu Kvaran, Ásrúnu Kristjánsdóttur, Borghildi Sturludóttur og Nikulási Úlfari Mássyni, lagði til að göturnar sem sjá má kortinu hér fyrir ofan og eru rauðmerktar hlytu eftirfarandi nöfn:

Hildigunnargata, Þjóðhildargata, Freydísargata, Hrafnsgata, Fífilsgata, Njólagata, Burknagata, Hvannargata og Blóðbergsgata.

Tillaga nefndarinnar var tekin fyrir á fundi Skipulags- og samgönguráðs borgarinnar síðastliðin miðvikudag og þar var tillögum nafnanefnarinnar að götuheitum við Landspítalann hafnað. Mun nefndin því skila inn nýjum tillögum sem teknar verða fyrir af Skipulags- og samgönguráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×