Albert: Ætla að sýna að Erik hefði getað valið mig frekar Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2018 14:30 Albert Guðmundsson ætlar að standa sig með AZ og U21 og komast aftur í A-landsliðið. vísir/vilhelm Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson. Íslenski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira
Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, færði sig um set á dögunum þegar að hann yfirgaf PSV Eindhoven og gekk í raðir AZ Alkmaar þar sem að hann vonast til að fá meiri spiltíma. Tækifærin voru fá hjá stórliði PSV en hann er strax farinn að fá fleiri mínútur sem varamaður hjá AZ en ætlar sér stærri hluti. „Ég tók þetta skref til AZ til að fá spiltíma og til að vera mikilvægari fyrir liðið. Ég er ekki enn þá kominn á þann stall og vinna mér inn þá stöðu sem mér finnst ég eiga skilið,“ segir Albert. „Ég bjóst ekkert við því að fara beint inn í byrjunarliðið. Þeir voru búnir að spila tvo leiki áður en ég kom og unnu þá báða. Það er er ákveðin klisja að breyta ekki sigurliði.“Albert var á HM en er nú kominn aftur í U21.vísir/vilhelm„Ég þarf bara að sýna á æfingum og á þeim mínútum sem ég fæ að sprikla í leikjum að ég eigi heima þarna í þessu byrjunarliði,“ segir Albert. Albert var nokkuð óvænt valinn í A-landsliðshópinn sem fór á HM 2018 í Rússlandi en þar sem að Erik Hamrén sá ekki fyrir að nota hann mikið í næstu leikjum A-liðsins fékk Eyjólfur Sverrisson frekar að nota hann með U21 árs liðinu sem mætir Eistlandi á morgun. „Ef að ég mætti ráða væri ég frekar í A-landsliðinu en þetta er bara ekki mitt val. Það eina sem að ég get gert til að hafa áhrif á næsta val Erics er að standa mig vel hérna og standa mig vel með AZ. Ég ætla að standa mig vel að sýna honum að hann hefði getað valið mig frekar,“ segir Albert. Framherjinn efnilegi gekk í raðir PSV frá KR árið 2015 en spilaði mest með varaliðinu. Hann telur sig ekki hafa dvalið of lengi í Eindhoven. „Mér fannst ég ekki vera of lengi. Alls ekki. Ég lærði fáránlega mikið á tímanum með PSV. Ég var með fáránlega góða leikmenn í kringum mig og frábært starfsfólk sem hafði allt spilað í bestu deildum Evrópu,“ segir Albert. „Ég bætti mig mikið sem fótboltamaður og persóna og sé ekki eftir einni sekúndu hjá PSV. Að vera hluti af liði sem varð hollenskur meistari var fáránlega góð reynsla og ég get tekið þetta með mér til AZ og nýtt þetta á næstu árum,“ segir Albert Guðmundsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Sjá meira