Telur lágvöruverðsverslanir með þögult samráð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2018 18:44 Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún. Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ setur spurningamerki við hversu lítill verðmunur er á milli lágvöruverðsverslana. Ítrekað er aðeins einnar krónu munur á vörum og segir hún þögult samráð eiga sér stað. Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru á milli verslanna á nokkura vikna fresti ár hvert. Eftir síðustu könnun benti Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, á að síðasta ár hafi einkennst af aðeins einnar til tveggja krónu mun á vörum milli Bónus og Krónunnar. Hún segir Bónus leiðandi í lágu verði en Krónuna fylgja fast á eftir. Augljóst sé að verslanirnar fylgist náið með hvor annarri og kallar hún það þögult samráð. „Við fengum í raun staðfestingu á þessu þögla samráði þegar Costco kom inn á markaðinn í fyrra. Þetta er ákveðið þögult samráð. Það þýðir ekki að ákveðnir aðilar hittast í reykfylltu bakherbergi og ákveði með sér að vera með verð á ákveðnum stað. Heldur fylgjast þessir aðilar bara náið með hvorum öðrum,” segir Auður Alfa.Hvorug græðir á verðstríði Hún segir verslanirnar sjá það í hendi sér að hvorug græði á því að vera í verðstríði. Hún vill sjá meiri samkeppni á markaði og að ytri aðstæður eins og hagstætt gengi skili sér í betra vöruverði hér á landi. „Þessi verðstöðugleiki, eða verðbil, sem verslanir hafa verið að setja er ekki af því að þær geti ekki lækkað verð. Heldur bara vegna þess að þær sjá sér ekki hag í því,” segir hún. Aðspurð hvort þetta sé meðvitað samráð segir hún að svo sé en þetta sé ekki skipulagt samráð. „Þeir eru ekki að hittast og leggja á ráðin hvernig þeir ætla að verðleggja vörurnar. Þetta er bara ákveðin hegðun sem á sér stað,” segir hún.
Neytendur Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira