Lífið

Erfiðir dagar í Hvíta húsinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jimmy Kimmel sagðist viss um að hann vissi hver hefði skrifað greinina í New York Times.
Jimmy Kimmel sagðist viss um að hann vissi hver hefði skrifað greinina í New York Times. Vísir/AP/Youtube
Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna eru að koma úr sumarfríi þessa dagana og virðist sem að þeir munu hafa nóg að tala um. Þá sérstaklega bók blaðamannsins Bob Woodward og grein starfsmann ríkisstjórnar Donald Trump, sem birt var í New York Times í gær.

Jimmy Kimmel sagðist viss um að hann vissi hver hefði skrifað greinina í New York Times. Stephen Colbert fjallaði einnig um málið á sinn einstaka hátt en hann sagði ljóst að hver sem er innan Hvíta hússins hefði skrifað greinina, nema einn appelsínugulur aðili. Jimmy Fallon tók ástand Hvíta hússins einnig til skoðunar og sagði magnað hvað Trump hefði tekist. Honum hefði tekist að fá Bandaríkjamenn til að lesa aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×