Tilboð Öryggismiðstöðvarinnar villandi og stóð of lengi Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 11:20 Öryggismiðstöðin fékk skömm í hattinn frá Neytendastofu. Vísir/eyþór Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands um fría uppsetningu á svokölluðu Snjallöryggi fyrir heimili voru villandi að mati Neytendastofu. Í auglýsingunum væri ekki að finna aðrar upplýsingar en að tilboðið gildi í mánuð í senn þrátt fyrir að tilboðið hafi verið í gildi samfleytt í meira en hálft ár. Reglur kveða á um að þegar „vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð.“ Verð uppsetningar, 19.900 krónur, var tekið fram í auglýsingunum með yfirstrikun og að mati Neytendastofu kynnu slíkar auglýsingar að gefa til kynna að verðhagræði sé til staðar sem sé ekki raunverulegt. Yfirstrikunin þykir villandi að mati Neytendastofu.FacebookÞar að auki sé óheimilt að lýsa einstökum þáttum í pakkatilboði með orðinu „frítt“ ef kostnaður þess þáttar er innifalinn í verði pakkatilboðsins. Neytendastofa óskaði því eftir upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni í fjórum liðum, sem allir lutu að hinni ókeypis uppsetningu. Í svörum Öryggismiðstöðvarinnar til Neytendastofu vegna málsins kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi auglýsingar ekki vera blekkjandi og ekki hafi staðið til að blekkja neytendur. Upphaflega hafi tilboðið aðeins átt að standa skamman tíma en ákveðið hafi verið að framlengja því - án þess að ætlunin hafi verið að fella niður uppsetningargjaldið varanlega. Alla jafna rukki Öryggismiðstöðin fyrir uppsetningu á öryggiskerfi. Tilboðið um „fría uppsetningu“ nái aðeins til þess sem Öryggismiðstöðin nefni „Snjallöryggi fyrir heimili“ en að almennt verð fyrir uppsetningar séu auglýstar 19.900 krónur með virðisaukaskatti. Öryggismiðstöðin hafnaði því jafnframt að uppsetningin væri innifalin í pakkatilboðinu og sýndi Öryggismiðstöðin fram á að hafa rukkað fyrirtæki um umræddar 19.900 krónur fyrir uppsetningu.Niðurstaða Neytendastofu var á þá leið að Öryggismiðstöðin hafi engu að síður viðhaft villandi auglýsingar á tilboðsverði í mánuð í senn, þrátt fyrir að hið lækkaða verð hafi gilt í sjö mánuði. Öryggismiðstöðinni hefur því verið bannað að halda auglýsingaherferð sinni áfram, ellegar hljóta sektir. Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands um fría uppsetningu á svokölluðu Snjallöryggi fyrir heimili voru villandi að mati Neytendastofu. Í auglýsingunum væri ekki að finna aðrar upplýsingar en að tilboðið gildi í mánuð í senn þrátt fyrir að tilboðið hafi verið í gildi samfleytt í meira en hálft ár. Reglur kveða á um að þegar „vara eða þjónusta hefur verið seld á lækkuðu verði í sex vikur skal lækkað verð vera venjulegt verð.“ Verð uppsetningar, 19.900 krónur, var tekið fram í auglýsingunum með yfirstrikun og að mati Neytendastofu kynnu slíkar auglýsingar að gefa til kynna að verðhagræði sé til staðar sem sé ekki raunverulegt. Yfirstrikunin þykir villandi að mati Neytendastofu.FacebookÞar að auki sé óheimilt að lýsa einstökum þáttum í pakkatilboði með orðinu „frítt“ ef kostnaður þess þáttar er innifalinn í verði pakkatilboðsins. Neytendastofa óskaði því eftir upplýsingum frá Öryggismiðstöðinni í fjórum liðum, sem allir lutu að hinni ókeypis uppsetningu. Í svörum Öryggismiðstöðvarinnar til Neytendastofu vegna málsins kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi auglýsingar ekki vera blekkjandi og ekki hafi staðið til að blekkja neytendur. Upphaflega hafi tilboðið aðeins átt að standa skamman tíma en ákveðið hafi verið að framlengja því - án þess að ætlunin hafi verið að fella niður uppsetningargjaldið varanlega. Alla jafna rukki Öryggismiðstöðin fyrir uppsetningu á öryggiskerfi. Tilboðið um „fría uppsetningu“ nái aðeins til þess sem Öryggismiðstöðin nefni „Snjallöryggi fyrir heimili“ en að almennt verð fyrir uppsetningar séu auglýstar 19.900 krónur með virðisaukaskatti. Öryggismiðstöðin hafnaði því jafnframt að uppsetningin væri innifalin í pakkatilboðinu og sýndi Öryggismiðstöðin fram á að hafa rukkað fyrirtæki um umræddar 19.900 krónur fyrir uppsetningu.Niðurstaða Neytendastofu var á þá leið að Öryggismiðstöðin hafi engu að síður viðhaft villandi auglýsingar á tilboðsverði í mánuð í senn, þrátt fyrir að hið lækkaða verð hafi gilt í sjö mánuði. Öryggismiðstöðinni hefur því verið bannað að halda auglýsingaherferð sinni áfram, ellegar hljóta sektir.
Neytendur Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira