Brimbrettastelpurnar fá nú jafnmikið og strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2018 17:00 Brimbrettakonurnar Stephanie Gilmore og Laura Enever. Vísir/Getty Stephanie Gilmore, margfaldur heimsmeistari kvenna á brimbrettum, fagnar því að Alþjóðasamtök brimbrettafólks, World Surf League, ætli að jafna verðlaunafé karla og kvenna. Breytingin tekur í gildi á næsta ári og þá fá karla og konur jafnmikið fyrir að vinna mót í World Surf League heimsbikarnum. Gilmore er Ástrali en hún vonast til þess að þessi ákvörðun hjá WSL verði til þess að fleiri íþróttir taki sér þetta til fyrirmyndar. „Ég vona að þetta verði fyrirmynd fyrir aðrar íþróttir, alþjóðasamtök og samfélagið í heild sinni,“ sagði Stephanie Gilmore í viðtali við BBC. Í rannsókn á vegum BBC kom í ljós að í 35 af þeim 55 íþróttagreinum sem svöruðu fyrirspurn þeirra var verðlaunafé jafnt á milli kynja."The prize money is fantastic, but the message means even more." The World Surf League will give equal prize money to male and female athletes and Stephanie Gilmore hopes other sports follow suit. More: https://t.co/8ZGLQGxPhmpic.twitter.com/Y9ZqpuCta8 — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Stephanie Gilmore hefur unnið sex heimsmeistaratitla en hún er þrítug. Hún vann heimsbikarinn 2007, 2008, 2009, 2010, 2012 og 2014. Gilmore hefur unnið meira en milljón dollara á sínum sigursæla ferli en sú tala væri miklu hærri ef hún hefði fengið jafnmikið og strákarnir. Gilmore er eins og er í efsta sæti í stigakeppni World Surf League þegar tvær keppnir eru eftir. WSL verður með þessu fyrstu Alþjóðasamtökin með aðsetur í Bandaríkjunum sem jafnar verðlaunfé kynjanna. Brimbrettaíþróttin en ein af þeim íþróttum sem er að stækka mest í heiminum í dag og hún verður inni á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Hin 46 ára gamla Kelly Slater varð ellefu sinnum heimsmeistari á brimbrettum á sínum ferli. „Konurnar á mótaröðinni eiga þessa breytingu skilið. Ég er svo stolt af brimbrettaíþróttin ætli að vera leiðandi í jafnrétti og sanngirni. Brimbrettakonurnar leggja alveg jafnmikið á sig og karlarnir og eiga því að fá jafnmikið borgað,“ sagði Kelly Slater. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Stephanie Gilmore, margfaldur heimsmeistari kvenna á brimbrettum, fagnar því að Alþjóðasamtök brimbrettafólks, World Surf League, ætli að jafna verðlaunafé karla og kvenna. Breytingin tekur í gildi á næsta ári og þá fá karla og konur jafnmikið fyrir að vinna mót í World Surf League heimsbikarnum. Gilmore er Ástrali en hún vonast til þess að þessi ákvörðun hjá WSL verði til þess að fleiri íþróttir taki sér þetta til fyrirmyndar. „Ég vona að þetta verði fyrirmynd fyrir aðrar íþróttir, alþjóðasamtök og samfélagið í heild sinni,“ sagði Stephanie Gilmore í viðtali við BBC. Í rannsókn á vegum BBC kom í ljós að í 35 af þeim 55 íþróttagreinum sem svöruðu fyrirspurn þeirra var verðlaunafé jafnt á milli kynja."The prize money is fantastic, but the message means even more." The World Surf League will give equal prize money to male and female athletes and Stephanie Gilmore hopes other sports follow suit. More: https://t.co/8ZGLQGxPhmpic.twitter.com/Y9ZqpuCta8 — BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2018Stephanie Gilmore hefur unnið sex heimsmeistaratitla en hún er þrítug. Hún vann heimsbikarinn 2007, 2008, 2009, 2010, 2012 og 2014. Gilmore hefur unnið meira en milljón dollara á sínum sigursæla ferli en sú tala væri miklu hærri ef hún hefði fengið jafnmikið og strákarnir. Gilmore er eins og er í efsta sæti í stigakeppni World Surf League þegar tvær keppnir eru eftir. WSL verður með þessu fyrstu Alþjóðasamtökin með aðsetur í Bandaríkjunum sem jafnar verðlaunfé kynjanna. Brimbrettaíþróttin en ein af þeim íþróttum sem er að stækka mest í heiminum í dag og hún verður inni á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Hin 46 ára gamla Kelly Slater varð ellefu sinnum heimsmeistari á brimbrettum á sínum ferli. „Konurnar á mótaröðinni eiga þessa breytingu skilið. Ég er svo stolt af brimbrettaíþróttin ætli að vera leiðandi í jafnrétti og sanngirni. Brimbrettakonurnar leggja alveg jafnmikið á sig og karlarnir og eiga því að fá jafnmikið borgað,“ sagði Kelly Slater.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira