Erlent

Þrír skotnir til bana í banka í Cincinnati

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglan segir árásarmanninn hafa skotið á fólk af handahófi fyrir utan Fifth Trad Bankann í miðbæ borgarinnar og svo næst hafi hann farið inn í anddyri bankans þar sem hann skiptist á skotum við lögregluþjóna.
Lögreglan segir árásarmanninn hafa skotið á fólk af handahófi fyrir utan Fifth Trad Bankann í miðbæ borgarinnar og svo næst hafi hann farið inn í anddyri bankans þar sem hann skiptist á skotum við lögregluþjóna. Vísir/AP
Fjórir eru dánir eftir skotárás í banka í Cincinnati í Bandaríkjunum. Fimm eru sagðir hafa særst í árásinni en árásarmaðurinn sjálfur er með hinum látnu. Lögreglan segir árásarmanninn hafa skotið á fólk af handahófi fyrir utan Fifth Trad Bankann í miðbæ borgarinnar og svo næst hafi hann farið inn í anddyri bankans þar sem hann skiptist á skotum við lögregluþjóna.

Ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn beindi byssu sinni að sjálfum sér eða var felldur af lögregluþjónum, samkvæmt AP fréttaveitunni.

https://apnews.com/9e14b6229af04b55af5d03459b4fd945

John Cranley, borgarstjóri Cincinnati, segir árásarmanninn hafa skotið á saklaust fólk og að aðstæður á vettvangi hafi verið hræðilegar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir og rannsakar lögreglan málið.

„Það er eitthvað verulega sjúkt í gangi og við sem þjóð þurfum að vinna á því,“ sagði Cranley. þetta er mannskæðasta skotárás Cincinnati frá 2013.

Í samtali við Cincinnati Enquirer segir eitt vitni að hann hafi verið á leið inn í bankann þegar fólk hrópaði á hann og varaði hann við skothríðinni. Hann sagði konu sem var einnig á leið inn í bankann ekki hafa heyrt í honum og öðrum þar sem hún var með heyrnartól.



„Hún gekk inn um dyrnar og hann skaut hana,“ sagði Leonard Cain. Hann sagðist hafa heyrt allt að fimmtán skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×