Héldu að ég væri klikkaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. september 2018 11:00 Erik kemur úr litlu bæjarfélagi í Svíþjóð, Ljusdal, þar sem meiri áhersla var lögð á íshokkí. Hann lék knattspyrnu sem ungur drengur en þurfti að hætta vegna meiðsla. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Erik Hamrén mun stýra sínum fyrsta landsleik sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þegar flautað verður til leiks á Kybunpark-vellinum í St. Gallen í dag. Það er ef til vill viðeigandi að frumraun þess sænska komi á heimavelli St. Gallen þar sem fyrir endanum á vellinum er risavaxin IKEA-búð. Sviss er andstæðingurinn í fyrsta leik Íslands í efstu deild í Þjóðadeildinni og verður Michael Oliver á flautunni. Þetta verður sjöundi leikur þjóðanna í karlaflokki og bíður Ísland enn eftir fyrsta sigrinum. Sviss hefur unnið fimm leiki en einum leik lauk með jafntefli. Þrátt fyrir það virtist Hamrén vera nokkuð bjartsýnn þegar undirritaður fékk að ræða við hann á hóteli landsliðsins í æfingabúðum í Austurríki. Þar eru sígarettureykingar enn leyfðar og fengum við okkur sæti í vindlaherbergi en hann virtist afar léttur í lundu og tilbúinn að ræða við íslenska fjölmiðla, eitthvað sem hann átti erfitt með sem þjálfari sænska landsliðsins og bakaði honum óvinsældir þar í landi. „Það er erfitt að finna lýsingarorð til að lýsa sjálfum sér, að mínu mati er ég opinská persóna, glaðbeittur og auðvelt að fá mig til að hlæja,“ segir Erik þegar hann er spurður hvers konar persónuleiki hann sé. Hann segist þó njóta sín vel á golfvellinum þegar frítími gefst og hefur unnið í að lækka forgjöfina eftir að hann hætti sem þjálfari sænska landsliðsins.Meiðsli bundu enda á ferilinn Erik kemur úr litlu bæjarfélagi í Svíþjóð, Ljusdal, þar sem meiri áhersla var lögð á íshokkí. Hann lék knattspyrnu sem ungur drengur en þurfti að hætta vegna meiðsla. „Ég er uppalinn í Ljusdal, næsti stóri bær er Sundsvall og allt frá því að ég var ungur dreymdi mig um að verða atvinnumaður í fótbolta. Það voru margar íþróttir stundaðar í bænum, íshokkí var afar vinsælt og ég æfði íshokkí en ég var efnilegri í fótbolta. Ég fékk eldskírn mína sem sextán ára unglingur í fjórðu deildinni í Svíþjóð en meiddist illa þegar ég var átján ára. Ég fór í aðgerðir og náði einu ári en þá tóku meiðslin sig upp á ný í hnénu og ég hætti að leika knattspyrnu fyrir tvítugt.“ Honum fannst erfitt að meðtaka að draumurinn um atvinnumennsku væri úti fyrir tvítugt. „Þetta var erfiður tími og það eru margir sem upplifa þetta, dreymir um atvinnumennsku en meiðsli koma í veg fyrir það. Þáverandi kærasta mín var í fótbolta og ég fór að aðstoða við þjálfun hjá liðinu hennar. Ég elskaði ennþá að vera í kringum fótbolta og þetta var nýr vinkill. Ég hóf þjálfaraferilinn mjög ungur, ég hafði ekkert hugsað út í það að verða þjálfari en ég elskaði fótbolta. Ég fann það strax hvað mér fannst þetta gaman, ég reyndi eitthvað að komast sjálfur inn á völlinn en fann strax að það var ekki í boði og hellti mér þá út í þjálfun.“Hamrén var varaður við því að taka við Íslenska karlalandsliðinu.vísir/gettyÆtlaði komast í fremstu röð Fyrir vikið þurfti Erik að einbeita sér að þjálfarastörfum og hóf ferilinn sem aðalþjálfari í neðri deildum Svíþjóðar. „Ég byrjaði í fjórðu deild og fann að þetta var eitthvað sem hentaði mér vel. Markmiðin á þeim tíma voru ekki háleit, ég hugsaði ekki út í að þetta yrði seinna meir starf mitt, hvað þá sem þjálfari íslenska landsliðsins,“ segir Hamrén og hlær. „Árið 1985 skráði ég mig í háskóla í Stokkhólmi til að læra að kenna leikfimi, þar kynntist ég starfsemi knattspyrnusambandsins og kynntist þjálfurum úr mismunandi íþróttum og fann um leið að þetta yrði minn starfsvettvangur og að ég ætlaði mér að verða þjálfari í fremstu röð. Ég lærði margt, bæði úr skólanum og af samnemendum mínum,“ segir Erik sem er ekki lengi að svara hver starfsvettvangur hans í dag væri ef hann hefði ekki orðið þjálfari. „Ég held að ég væri kennari, mér hefur alltaf liðið vel í samskiptum við fólk. Ég vann sem kennari þegar ég var í neðri deildunum og mér líkaði það vel. Ég tók stutta törn í sænska hernum og kunni ágætlega við það, það hentar mér að vinna með fólki.“ Var aldrei stórt nafn Þegar Erik sagðist stefna að því að verða þjálfari í efstu deild í Svíþjóð, Allsvenskan, efaðist fólk um drauma hans. „Ég stefndi strax að því, ég ætlaði mér að verða þjálfari í Allsvenskan árið 1985 og fólk hélt að ég væri klikkaður og hló að mér. Ég var ekki stórt nafn sem fyrrverandi leikmaður og það tók tíu ár að vinna mig upp metorðastigann. Ég vissi að ég þyrfti að byrja í neðri deildunum og vinna mig upp með því að vera sigursæll. Það liðu níu ár áður en ég varð þjálfari í fullu starfi.“ Árið 1995 fékk hann starf í efstu deild í Svíþjóð með AIK. Hann átti síðar eftir að stýra liðum Örgryte í Svíþjóð, AaB í Danmörku og Rosenborg í Noregi. „Eftirminnilegast í þessu öllu saman er þegar þú vinnur bikara, ég man enn vel eftir því þegar unglingalið Sundsvall undir minni stjórn varð meistari. Það er enn eina liðið norðan Stokkhólms sem hefur náð því, sem sýnir hvað það var magnað afrek. Að vinna titla er það sem maður gleymir aldrei,“ segir Hamrén og heldur áfram: „Undir minni stjórn vannst sænski bikarinn, við mættum Barcelona í Evrópukeppni og ég vann titla með bæði AaB og Rosenborg. Þetta eru frábærar minningar og ég upplifði mismunandi hluti. Í Noregi var krafa um að Rosenborg ynni titilinn en hjá AaB tók ég við liði sem hafði ekki roð við stærstu liðunum fjárhagslega en okkur tókst að vinna titilinn.“ Nágranninn ennþá brjálaður Þegar Hamrén stýrði liði Rosenborg kom kall frá sænska knattspyrnusambandinu. Lars Lagerbäck var að yfirgefa landsliðið eftir tíu ár og bar sænska sambandið víurnar í Erik sem segir að það hafi komið sér í opna skjöldu. „Það var mikill heiður, þegar ég var búinn að upplifa drauminn um að stýra liði í efstu deild í Svíþjóð fór ég að hugsa hvert næsta markmið væri. Þá varð markmiðið að verða þjálfari í stöðugu liði í Svíþjóð og afla mér virðingar innan Svíþjóðar sem þjálfari en svo fann ég að ég vildi taka nýtt skref eftir tíu ár í Svíþjóð,“ segir Erik og bætir við: „Mig dreymdi aldrei um að verða þjálfari sænska landsliðsins. Ég hélt að ég hefði ekki bakgrunninn í það, ég væri ekki nægilega þekktur eftir ferilinn. Ég sá ekki fyrir mér að taka við landsliðinu og þetta kom mér á óvart þrátt fyrir að ég væri að gera góða hluti með félagslið.“ Nágranni hans í Svíþjóð varð strax viss um að hann yrði landsliðsþjálfari en Erik var ekki á sama máli. „Þegar það kom í ljós að Lars væri að hætta kom upp orðrómur um að ég myndi taka við. Nágranni minn ætlaði að veðja á að ég yrði næsti þjálfari, hann hefði það á tilfinningunni en ég stöðvaði hann og sagði að ég yrði ekki næsti þjálfari. Hann ætlaði að setja þúsund sænskar krónur á þetta og hélt að þetta yrði gott veðmál en ég stöðvaði hann, hann er enn reiður út í mig,“ segir Hamrén hlæjandi en hann varð þó afar stoltur þegar tilboðið kom. „Þegar tilboðið kom fannst mér ég ekki geta yfirgefið Rosenborg strax, ég var búinn að vera með liðið í átján mánuði og stýrði Rosenborg með sænska landsliðinu um tíma.“ Alltaf pressa í Svíþjóð Hann tók við liðinu af Lars Lagerbäck og var strax undir pressu sem þjálfari sænska landsliðsins. „Ég hugsaði um tíma: Er þetta rétti tímapunkturinn til að taka við sænska landsliðinu? Liðið var búið að komast á fimm stórmót í röð en komst ekki inn á HM í Suður-Afríku og það voru ákveðin kynslóðaskipti fram undan. Þess vegna hugsaði ég hvort þetta væri rétti tíminn því að það var krafa um jákvæð úrslit strax. Svo hugsaði ég að þetta gæti orðið eina tækifæri mitt til að taka við landsliðinu svo að ég stökk á það. Svíþjóð komst ekki á HM það árið sem dró aðeins úr væntingunum og það voru margir farnir að kalla eftir breytingum, sérstaklega fjölmiðlarnir, en það er alltaf pressa á þjálfaranum. Á þessu stigi þarf þjálfari að skila úrslitum og þú þarft að takast á við það,“ segir Hamrén sem segir það einnig mikilvægt fyrir leikmennina. „Ef þú nærð góðum úrslitum snemma, þá ertu að selja leikmönnum hugmyndafræðina. Þó að þú sért besti þjálfari heims munu leikmennirnir efast um aðferðir þínar ef úrslitin eru ekki rétt.“ Hann er því vanur að væntingarnar séu miklar hjá stuðningsmönnunum. „Þetta er annað en þegar Lars tók við liðinu, þá voru væntingarnar ekki miklar en eftir frábært gengi undanfarin ár undir stjórn Lars og Heimis fara væntingarnar á annað stig.“ Hann stýrði sænska landsliðinu í sjö ár og er ánægður með starf sitt þar þegar litið er til baka. „Þegar ég lít til baka er ég ánægður með árangur minn í heildina. Við komumst tvisvar í lokakeppni EM og vorum nálægt því að komast á HM 2014, lentum í öðru sæti á eftir Þýskalandi og mættum Portúgal í umspilinu. Við mættum þeim í bráðfjörugum leik en tókst ekki að yfirstíga þá hindrun,“ segir Hamrén sem var þó svekktur yfir árangrinum í lokakeppni EM.Tíminn var af skornum skammti hjá Hamrén og Frey Alexanderssyni við val á leikmannahópi.Fréttablaðið/sigtryggurFann eldmóðinn í Suður-Afríku Eftir að hafa hætt með sænska landsliðið aðstoðaði hann Örgryte í stuttan tíma sem ráðgjafi áður en hann tók stóra U-beygju. Tók hann við starfi tæknilegs ráðgjafa hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. „Ég þurfti á hvíld að halda eftir að hafa stýrt sænska landsliðinu. Ég stýrði því í sjö ár og það tók á, líkamlega og andlega, og ég þurfti á smá hvíld að halda og vann ekki í 18 mánuði. Eftir það fann ég að ég hefði enn eldmóðinn til að vinna í knattspyrnu áfram,“ segir Hamrén sem fékk mörg tilboð eftir að hafa hætt með sænska landsliðið. „Það voru þjálfaratilboð í Skandinavíu og fleiri tilboð en þetta var eitthvað nýtt og ég var að leita eftir því. Ég var búinn að þjálfa í Skandinavíu, auðvitað voru mörg tilboð freistandi fjárhagslega en ég sagði nei við mörgum þar til ég fékk tilboðið frá Suður-Afríku. Þar fór ég í nýtt umhverfi og nýja stöðu og ég ákvað að stökkva á tækifærið.“ Hann sinnti því starfi í rúmt ár. „Það voru langir vinnudagar, sérstaklega fyrstu mánuðina þegar ég var einsamall í Suður-Afríku. Ég var að koma í nýja stöðu og vildi læra allt saman undir eins en þar fann ég líka eldmóðinn á ný. Þar fann ég að ég saknaði þess að þjálfa lið en ekki í Svíþjóð þar sem mér fannst ég hafa náð öllu því sem hægt væri.“ Getur aðstoðað aldraða foreldra Skyndilega kom tilboð frá Íslandi, þar fékk hann tækifæri til að snúa aftur í þjálfun og á sama tíma huga að fjölskyldumálum. „Þegar það kemur upp fæ ég tækifæri til að stýra liði í fremstu röð í Evrópu og búa í Svíþjóð og vera nær fjölskyldunni. Þá get ég aðstoðað foreldra mína sem eru orðnir gamlir og þurfa á aðstoð að halda, systir mín sá lengi vel um það og gerði það vel en nú gat ég aðstoðað. Þegar ég var í Suður-Afríku hitti ég þau einu sinni á ári en þarna fékk ég spennandi tækifæri sem hentaði vel, ég get búið í Svíþjóð og þjálfað í fremstu röð,“ segir Hamrén sem heillaðist í fyrstu heimsókn. „Ég fann það strax þegar ég kom á fund hjá KSÍ að þetta væri starf sem ég væri til í. Ég er afar ánægður með að þeir kusu að ráða mig.“ Ráðlagt að taka ekki við liðinu Hann var varaður við því að taka við íslenska liðinu á þessum tímapunkti. „Ég fékk strax að heyra það frá mörgum aðilum að þetta væri ekki besti tíminn til að taka við íslenska liðinu eftir velgengnina undanfarin ár og það eru miklar væntingar gerðar til liðsins. Það eru ekki margar þjóðir sem komast í lokakeppni þrjú skipti í röð og þetta verður erfitt en mér líkar þessi áskorun. Ég hef trú á því að við getum það ef leikmennirnir haldast heilir og þeir sýna sama vilja og þeir hafa gert undanfarin ár.“ Hamrén vann með tveimur íslenskum leikmönnum sem þjálfari félagsliðs, Brynjari Birni Gunnarssyni og Atla Sveini Þórarinssyni, og hann heillaðist um leið af íslenska viðhorfinu. „Ég heillaðist strax af þeim, Atli kom upp úr unglingastarfinu hjá Örgryte og ég hugsaði oft um hann sem sænskan leikmann en Brynjar kom inn sem leikmaður til að styrkja aðalliðið og heillaði mig undir eins,“ segir Hamrén og heldur áfram með bros á vör: „Ég man ennþá eftir fyrsta leiknum hans Brynjars. Æfingarleikur á La Manga og ég sá strax hvað við værum með frábæran leikmann í okkar herbúðum, hann var við það að drepa andstæðinginn í leiknum og átti eftir að gera hvað sem er til að vinna leiki fyrir félagið,“ segir Hamrén glottandi. Hefði þegið æfingaleiki Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hamréns eru afar erfiðir. Sviss og Belgía í Þjóðadeild UEFA, lið sem eru meðal tíu bestu í heiminum samkvæmt styrkleikalista FIFA. „Þetta verða virkilega erfiðir fyrstu leikir, ef ég á að vera hreinskilinn, ég hefði kosið að fá æfingaleiki til að skoða leikmennina og koma mínum hugmyndum að en þessu verður ekki breytt. Ég er afar spenntur að sjá hvað leikmennirnir gera og hvert við getum farið saman sem lið. Við erum í efsta styrkleikaflokki í Þjóðadeildinni og þá mætirðu liðum af þessum styrkleikaflokki og það er okkar að halda sæti okkar. Ef litið er til styrkleikalistans ættum við að vera í þriðja sæti en Ísland hefur sýnt það áður að það er hægt að vinna stærri þjóðir ef leikáætlunin gengur upp,“ segir sá sænski. Verður þetta í sjöunda skiptið sem Ísland og Sviss mætast í karlaflokki en síðast lauk leiknum með 4-4 jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson, sem nú er fjarverandi vegna meiðsla, skoraði þrjú mörk og bjargaði stigi fyrir Ísland í Bern. „Ég þekki tilfinninguna, við náðum að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Þýskalandi með Svíþjóð og vonandi getum við náð að leika það eftir án þess að leka fjórum mörkum.“ Hamrén hefur skoðað leikmenn sem eiga leiki að baki fyrir U21 árs liðið en ætlar að gefa sér tíma til að skoða aðra leikmenn á næstu vikum. Tíminn var af skornum skammti hjá honum og Frey Alexanderssyni við að velja leikmannahópinn í þetta skiptið. Erfitt að taka við kyndlinum „Ég hef skoðað leiki með U21 árs liðinu en ekki náð að sjá marga leika með félagsliðum sínum. Síðustu vikur hafa einkennst af því að skoða ótalmarga leikmenn en það er skylda mín að fylgjast með yngri landsliðum Íslands sem þjálfari landsliðsins. Það verður erfitt fyrir komandi kynslóðir að taka við kyndlinum af gullkynslóðinni, sérstaklega þegar mengið er lítið eins og á Íslandi en flestir af núverandi leikmönnum liðsins eiga að mínu mati nokkur góð ár eftir,“ segir Hamrén sem segist ekki ætla að fara að þvinga fram endurnýjun strax. „Við getum ekki valið leikmenn í hópinn bara vegna aldurs, þeir verða að hafa eitthvað fram að færa og ég mun fylgjast með því. Vonandi hefur gott gengi liðsins jákvæð áhrif á komandi kynslóðir. Í Svíþjóð ætluðu yngri kynslóðir sér að ná sama árangri og farsælir íþróttakappar. Yngri leikmenn hafa séð hvaða möguleikar eru fyrir hendi, að Ísland geti komist í lokakeppni í stórmóti.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki besti undirbúningurinn fyrir nýjan þjálfara en sterk liðsheild hjálpar til Strákarnir okkar fengu ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn undir stjórn nýs þjálfara. 8. september 2018 11:00 Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00 Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00 Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira
Erik Hamrén mun stýra sínum fyrsta landsleik sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þegar flautað verður til leiks á Kybunpark-vellinum í St. Gallen í dag. Það er ef til vill viðeigandi að frumraun þess sænska komi á heimavelli St. Gallen þar sem fyrir endanum á vellinum er risavaxin IKEA-búð. Sviss er andstæðingurinn í fyrsta leik Íslands í efstu deild í Þjóðadeildinni og verður Michael Oliver á flautunni. Þetta verður sjöundi leikur þjóðanna í karlaflokki og bíður Ísland enn eftir fyrsta sigrinum. Sviss hefur unnið fimm leiki en einum leik lauk með jafntefli. Þrátt fyrir það virtist Hamrén vera nokkuð bjartsýnn þegar undirritaður fékk að ræða við hann á hóteli landsliðsins í æfingabúðum í Austurríki. Þar eru sígarettureykingar enn leyfðar og fengum við okkur sæti í vindlaherbergi en hann virtist afar léttur í lundu og tilbúinn að ræða við íslenska fjölmiðla, eitthvað sem hann átti erfitt með sem þjálfari sænska landsliðsins og bakaði honum óvinsældir þar í landi. „Það er erfitt að finna lýsingarorð til að lýsa sjálfum sér, að mínu mati er ég opinská persóna, glaðbeittur og auðvelt að fá mig til að hlæja,“ segir Erik þegar hann er spurður hvers konar persónuleiki hann sé. Hann segist þó njóta sín vel á golfvellinum þegar frítími gefst og hefur unnið í að lækka forgjöfina eftir að hann hætti sem þjálfari sænska landsliðsins.Meiðsli bundu enda á ferilinn Erik kemur úr litlu bæjarfélagi í Svíþjóð, Ljusdal, þar sem meiri áhersla var lögð á íshokkí. Hann lék knattspyrnu sem ungur drengur en þurfti að hætta vegna meiðsla. „Ég er uppalinn í Ljusdal, næsti stóri bær er Sundsvall og allt frá því að ég var ungur dreymdi mig um að verða atvinnumaður í fótbolta. Það voru margar íþróttir stundaðar í bænum, íshokkí var afar vinsælt og ég æfði íshokkí en ég var efnilegri í fótbolta. Ég fékk eldskírn mína sem sextán ára unglingur í fjórðu deildinni í Svíþjóð en meiddist illa þegar ég var átján ára. Ég fór í aðgerðir og náði einu ári en þá tóku meiðslin sig upp á ný í hnénu og ég hætti að leika knattspyrnu fyrir tvítugt.“ Honum fannst erfitt að meðtaka að draumurinn um atvinnumennsku væri úti fyrir tvítugt. „Þetta var erfiður tími og það eru margir sem upplifa þetta, dreymir um atvinnumennsku en meiðsli koma í veg fyrir það. Þáverandi kærasta mín var í fótbolta og ég fór að aðstoða við þjálfun hjá liðinu hennar. Ég elskaði ennþá að vera í kringum fótbolta og þetta var nýr vinkill. Ég hóf þjálfaraferilinn mjög ungur, ég hafði ekkert hugsað út í það að verða þjálfari en ég elskaði fótbolta. Ég fann það strax hvað mér fannst þetta gaman, ég reyndi eitthvað að komast sjálfur inn á völlinn en fann strax að það var ekki í boði og hellti mér þá út í þjálfun.“Hamrén var varaður við því að taka við Íslenska karlalandsliðinu.vísir/gettyÆtlaði komast í fremstu röð Fyrir vikið þurfti Erik að einbeita sér að þjálfarastörfum og hóf ferilinn sem aðalþjálfari í neðri deildum Svíþjóðar. „Ég byrjaði í fjórðu deild og fann að þetta var eitthvað sem hentaði mér vel. Markmiðin á þeim tíma voru ekki háleit, ég hugsaði ekki út í að þetta yrði seinna meir starf mitt, hvað þá sem þjálfari íslenska landsliðsins,“ segir Hamrén og hlær. „Árið 1985 skráði ég mig í háskóla í Stokkhólmi til að læra að kenna leikfimi, þar kynntist ég starfsemi knattspyrnusambandsins og kynntist þjálfurum úr mismunandi íþróttum og fann um leið að þetta yrði minn starfsvettvangur og að ég ætlaði mér að verða þjálfari í fremstu röð. Ég lærði margt, bæði úr skólanum og af samnemendum mínum,“ segir Erik sem er ekki lengi að svara hver starfsvettvangur hans í dag væri ef hann hefði ekki orðið þjálfari. „Ég held að ég væri kennari, mér hefur alltaf liðið vel í samskiptum við fólk. Ég vann sem kennari þegar ég var í neðri deildunum og mér líkaði það vel. Ég tók stutta törn í sænska hernum og kunni ágætlega við það, það hentar mér að vinna með fólki.“ Var aldrei stórt nafn Þegar Erik sagðist stefna að því að verða þjálfari í efstu deild í Svíþjóð, Allsvenskan, efaðist fólk um drauma hans. „Ég stefndi strax að því, ég ætlaði mér að verða þjálfari í Allsvenskan árið 1985 og fólk hélt að ég væri klikkaður og hló að mér. Ég var ekki stórt nafn sem fyrrverandi leikmaður og það tók tíu ár að vinna mig upp metorðastigann. Ég vissi að ég þyrfti að byrja í neðri deildunum og vinna mig upp með því að vera sigursæll. Það liðu níu ár áður en ég varð þjálfari í fullu starfi.“ Árið 1995 fékk hann starf í efstu deild í Svíþjóð með AIK. Hann átti síðar eftir að stýra liðum Örgryte í Svíþjóð, AaB í Danmörku og Rosenborg í Noregi. „Eftirminnilegast í þessu öllu saman er þegar þú vinnur bikara, ég man enn vel eftir því þegar unglingalið Sundsvall undir minni stjórn varð meistari. Það er enn eina liðið norðan Stokkhólms sem hefur náð því, sem sýnir hvað það var magnað afrek. Að vinna titla er það sem maður gleymir aldrei,“ segir Hamrén og heldur áfram: „Undir minni stjórn vannst sænski bikarinn, við mættum Barcelona í Evrópukeppni og ég vann titla með bæði AaB og Rosenborg. Þetta eru frábærar minningar og ég upplifði mismunandi hluti. Í Noregi var krafa um að Rosenborg ynni titilinn en hjá AaB tók ég við liði sem hafði ekki roð við stærstu liðunum fjárhagslega en okkur tókst að vinna titilinn.“ Nágranninn ennþá brjálaður Þegar Hamrén stýrði liði Rosenborg kom kall frá sænska knattspyrnusambandinu. Lars Lagerbäck var að yfirgefa landsliðið eftir tíu ár og bar sænska sambandið víurnar í Erik sem segir að það hafi komið sér í opna skjöldu. „Það var mikill heiður, þegar ég var búinn að upplifa drauminn um að stýra liði í efstu deild í Svíþjóð fór ég að hugsa hvert næsta markmið væri. Þá varð markmiðið að verða þjálfari í stöðugu liði í Svíþjóð og afla mér virðingar innan Svíþjóðar sem þjálfari en svo fann ég að ég vildi taka nýtt skref eftir tíu ár í Svíþjóð,“ segir Erik og bætir við: „Mig dreymdi aldrei um að verða þjálfari sænska landsliðsins. Ég hélt að ég hefði ekki bakgrunninn í það, ég væri ekki nægilega þekktur eftir ferilinn. Ég sá ekki fyrir mér að taka við landsliðinu og þetta kom mér á óvart þrátt fyrir að ég væri að gera góða hluti með félagslið.“ Nágranni hans í Svíþjóð varð strax viss um að hann yrði landsliðsþjálfari en Erik var ekki á sama máli. „Þegar það kom í ljós að Lars væri að hætta kom upp orðrómur um að ég myndi taka við. Nágranni minn ætlaði að veðja á að ég yrði næsti þjálfari, hann hefði það á tilfinningunni en ég stöðvaði hann og sagði að ég yrði ekki næsti þjálfari. Hann ætlaði að setja þúsund sænskar krónur á þetta og hélt að þetta yrði gott veðmál en ég stöðvaði hann, hann er enn reiður út í mig,“ segir Hamrén hlæjandi en hann varð þó afar stoltur þegar tilboðið kom. „Þegar tilboðið kom fannst mér ég ekki geta yfirgefið Rosenborg strax, ég var búinn að vera með liðið í átján mánuði og stýrði Rosenborg með sænska landsliðinu um tíma.“ Alltaf pressa í Svíþjóð Hann tók við liðinu af Lars Lagerbäck og var strax undir pressu sem þjálfari sænska landsliðsins. „Ég hugsaði um tíma: Er þetta rétti tímapunkturinn til að taka við sænska landsliðinu? Liðið var búið að komast á fimm stórmót í röð en komst ekki inn á HM í Suður-Afríku og það voru ákveðin kynslóðaskipti fram undan. Þess vegna hugsaði ég hvort þetta væri rétti tíminn því að það var krafa um jákvæð úrslit strax. Svo hugsaði ég að þetta gæti orðið eina tækifæri mitt til að taka við landsliðinu svo að ég stökk á það. Svíþjóð komst ekki á HM það árið sem dró aðeins úr væntingunum og það voru margir farnir að kalla eftir breytingum, sérstaklega fjölmiðlarnir, en það er alltaf pressa á þjálfaranum. Á þessu stigi þarf þjálfari að skila úrslitum og þú þarft að takast á við það,“ segir Hamrén sem segir það einnig mikilvægt fyrir leikmennina. „Ef þú nærð góðum úrslitum snemma, þá ertu að selja leikmönnum hugmyndafræðina. Þó að þú sért besti þjálfari heims munu leikmennirnir efast um aðferðir þínar ef úrslitin eru ekki rétt.“ Hann er því vanur að væntingarnar séu miklar hjá stuðningsmönnunum. „Þetta er annað en þegar Lars tók við liðinu, þá voru væntingarnar ekki miklar en eftir frábært gengi undanfarin ár undir stjórn Lars og Heimis fara væntingarnar á annað stig.“ Hann stýrði sænska landsliðinu í sjö ár og er ánægður með starf sitt þar þegar litið er til baka. „Þegar ég lít til baka er ég ánægður með árangur minn í heildina. Við komumst tvisvar í lokakeppni EM og vorum nálægt því að komast á HM 2014, lentum í öðru sæti á eftir Þýskalandi og mættum Portúgal í umspilinu. Við mættum þeim í bráðfjörugum leik en tókst ekki að yfirstíga þá hindrun,“ segir Hamrén sem var þó svekktur yfir árangrinum í lokakeppni EM.Tíminn var af skornum skammti hjá Hamrén og Frey Alexanderssyni við val á leikmannahópi.Fréttablaðið/sigtryggurFann eldmóðinn í Suður-Afríku Eftir að hafa hætt með sænska landsliðið aðstoðaði hann Örgryte í stuttan tíma sem ráðgjafi áður en hann tók stóra U-beygju. Tók hann við starfi tæknilegs ráðgjafa hjá Mamelodi Sundowns í Suður-Afríku. „Ég þurfti á hvíld að halda eftir að hafa stýrt sænska landsliðinu. Ég stýrði því í sjö ár og það tók á, líkamlega og andlega, og ég þurfti á smá hvíld að halda og vann ekki í 18 mánuði. Eftir það fann ég að ég hefði enn eldmóðinn til að vinna í knattspyrnu áfram,“ segir Hamrén sem fékk mörg tilboð eftir að hafa hætt með sænska landsliðið. „Það voru þjálfaratilboð í Skandinavíu og fleiri tilboð en þetta var eitthvað nýtt og ég var að leita eftir því. Ég var búinn að þjálfa í Skandinavíu, auðvitað voru mörg tilboð freistandi fjárhagslega en ég sagði nei við mörgum þar til ég fékk tilboðið frá Suður-Afríku. Þar fór ég í nýtt umhverfi og nýja stöðu og ég ákvað að stökkva á tækifærið.“ Hann sinnti því starfi í rúmt ár. „Það voru langir vinnudagar, sérstaklega fyrstu mánuðina þegar ég var einsamall í Suður-Afríku. Ég var að koma í nýja stöðu og vildi læra allt saman undir eins en þar fann ég líka eldmóðinn á ný. Þar fann ég að ég saknaði þess að þjálfa lið en ekki í Svíþjóð þar sem mér fannst ég hafa náð öllu því sem hægt væri.“ Getur aðstoðað aldraða foreldra Skyndilega kom tilboð frá Íslandi, þar fékk hann tækifæri til að snúa aftur í þjálfun og á sama tíma huga að fjölskyldumálum. „Þegar það kemur upp fæ ég tækifæri til að stýra liði í fremstu röð í Evrópu og búa í Svíþjóð og vera nær fjölskyldunni. Þá get ég aðstoðað foreldra mína sem eru orðnir gamlir og þurfa á aðstoð að halda, systir mín sá lengi vel um það og gerði það vel en nú gat ég aðstoðað. Þegar ég var í Suður-Afríku hitti ég þau einu sinni á ári en þarna fékk ég spennandi tækifæri sem hentaði vel, ég get búið í Svíþjóð og þjálfað í fremstu röð,“ segir Hamrén sem heillaðist í fyrstu heimsókn. „Ég fann það strax þegar ég kom á fund hjá KSÍ að þetta væri starf sem ég væri til í. Ég er afar ánægður með að þeir kusu að ráða mig.“ Ráðlagt að taka ekki við liðinu Hann var varaður við því að taka við íslenska liðinu á þessum tímapunkti. „Ég fékk strax að heyra það frá mörgum aðilum að þetta væri ekki besti tíminn til að taka við íslenska liðinu eftir velgengnina undanfarin ár og það eru miklar væntingar gerðar til liðsins. Það eru ekki margar þjóðir sem komast í lokakeppni þrjú skipti í röð og þetta verður erfitt en mér líkar þessi áskorun. Ég hef trú á því að við getum það ef leikmennirnir haldast heilir og þeir sýna sama vilja og þeir hafa gert undanfarin ár.“ Hamrén vann með tveimur íslenskum leikmönnum sem þjálfari félagsliðs, Brynjari Birni Gunnarssyni og Atla Sveini Þórarinssyni, og hann heillaðist um leið af íslenska viðhorfinu. „Ég heillaðist strax af þeim, Atli kom upp úr unglingastarfinu hjá Örgryte og ég hugsaði oft um hann sem sænskan leikmann en Brynjar kom inn sem leikmaður til að styrkja aðalliðið og heillaði mig undir eins,“ segir Hamrén og heldur áfram með bros á vör: „Ég man ennþá eftir fyrsta leiknum hans Brynjars. Æfingarleikur á La Manga og ég sá strax hvað við værum með frábæran leikmann í okkar herbúðum, hann var við það að drepa andstæðinginn í leiknum og átti eftir að gera hvað sem er til að vinna leiki fyrir félagið,“ segir Hamrén glottandi. Hefði þegið æfingaleiki Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hamréns eru afar erfiðir. Sviss og Belgía í Þjóðadeild UEFA, lið sem eru meðal tíu bestu í heiminum samkvæmt styrkleikalista FIFA. „Þetta verða virkilega erfiðir fyrstu leikir, ef ég á að vera hreinskilinn, ég hefði kosið að fá æfingaleiki til að skoða leikmennina og koma mínum hugmyndum að en þessu verður ekki breytt. Ég er afar spenntur að sjá hvað leikmennirnir gera og hvert við getum farið saman sem lið. Við erum í efsta styrkleikaflokki í Þjóðadeildinni og þá mætirðu liðum af þessum styrkleikaflokki og það er okkar að halda sæti okkar. Ef litið er til styrkleikalistans ættum við að vera í þriðja sæti en Ísland hefur sýnt það áður að það er hægt að vinna stærri þjóðir ef leikáætlunin gengur upp,“ segir sá sænski. Verður þetta í sjöunda skiptið sem Ísland og Sviss mætast í karlaflokki en síðast lauk leiknum með 4-4 jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson, sem nú er fjarverandi vegna meiðsla, skoraði þrjú mörk og bjargaði stigi fyrir Ísland í Bern. „Ég þekki tilfinninguna, við náðum að vinna upp fjögurra marka forskot gegn Þýskalandi með Svíþjóð og vonandi getum við náð að leika það eftir án þess að leka fjórum mörkum.“ Hamrén hefur skoðað leikmenn sem eiga leiki að baki fyrir U21 árs liðið en ætlar að gefa sér tíma til að skoða aðra leikmenn á næstu vikum. Tíminn var af skornum skammti hjá honum og Frey Alexanderssyni við að velja leikmannahópinn í þetta skiptið. Erfitt að taka við kyndlinum „Ég hef skoðað leiki með U21 árs liðinu en ekki náð að sjá marga leika með félagsliðum sínum. Síðustu vikur hafa einkennst af því að skoða ótalmarga leikmenn en það er skylda mín að fylgjast með yngri landsliðum Íslands sem þjálfari landsliðsins. Það verður erfitt fyrir komandi kynslóðir að taka við kyndlinum af gullkynslóðinni, sérstaklega þegar mengið er lítið eins og á Íslandi en flestir af núverandi leikmönnum liðsins eiga að mínu mati nokkur góð ár eftir,“ segir Hamrén sem segist ekki ætla að fara að þvinga fram endurnýjun strax. „Við getum ekki valið leikmenn í hópinn bara vegna aldurs, þeir verða að hafa eitthvað fram að færa og ég mun fylgjast með því. Vonandi hefur gott gengi liðsins jákvæð áhrif á komandi kynslóðir. Í Svíþjóð ætluðu yngri kynslóðir sér að ná sama árangri og farsælir íþróttakappar. Yngri leikmenn hafa séð hvaða möguleikar eru fyrir hendi, að Ísland geti komist í lokakeppni í stórmóti.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki besti undirbúningurinn fyrir nýjan þjálfara en sterk liðsheild hjálpar til Strákarnir okkar fengu ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn undir stjórn nýs þjálfara. 8. september 2018 11:00 Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00 Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00 Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Sjá meira
Ekki besti undirbúningurinn fyrir nýjan þjálfara en sterk liðsheild hjálpar til Strákarnir okkar fengu ekki mikinn tíma til að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn undir stjórn nýs þjálfara. 8. september 2018 11:00
Strákarnir okkar fá tvö tækifæri til að gera eitthvað sem aldrei hefur tekist áður Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni á morgun á móti Sviss og aðeins þremur dögum síðar er komið að leik á móti Belgíu í Laugardalnum. 7. september 2018 17:00
Ari Freyr er klár í slaginn gegn Sviss Ari Freyr Skúlason gæti byrjað leik Íslands og Sviss í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Hann hefur ekkert fengið að spila með sínu félagsliði í síðustu leikjum. 7. september 2018 06:00
Líklegt byrjunarlið Íslands: Úr kuldanum hjá Heimi og beint í liðið hjá Hamrén Guðlaugur Victor Pálsson byrjar líklega leikinn á morgun eftir tveggja ára fjarveru. 7. september 2018 15:00