Nash, Kidd, Hill og Allen orðnir meðlimir frægðarhallarinnar Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 8. september 2018 11:30 Ray Allen var meðal þeirra sem teknir voru inn í frægðarhöll NBA deildarinnar í gærkvöldi Vísir/Getty Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Körfuboltaleikmennirnir Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash og Ray Allen voru meðal þeirra sem formlega voru teknir inn í bandarísku frægðarhöllina í körfubolta. Árleg inntökuathöfn Frægðarhallarinnar fór fram í gærkvöldi með pompi og prakt og voru flestar af goðsögnum NBA körfuboltans mættir á athöfnina. 2018-árgangur Heiðurshallarinnar var í heildina skipaður þeim Ray Allen, Grant Hill, Jason Kidd, Steve Nash, Maurice Cheeks, Charles "Lefty" Driesell, Dino Radja, Charlie Scott, Katie Smith, Tina Thompson, Rod Thorn, Ora Mae Washington og Rick Welts. Detroit Pistons valdi Grant Hill með þriðja valrétt árið 1994 eftir frábær ár með Duke háskólanum þar sem hann varð tvisvar sinnum háskólameistari.Hann lét strax til sín taka í deild þeirra bestu og var hann valinn nýliði ársins ásamt Jason Kidd. Hill er af mörgum talinn einn af betri alhliða leikmönnum í sögu NBA deildarinnar. Hill var sjö sinnum valinn í stjörnulið NBA deildarinnar. Jason Kidd var valinn annar í sama nýliðavali og Hill eftir að hafa leikið með Kaliforníu Gullbjörnunum í háskólaboltanum. Hann var valinn Dallas Mavericks. Kidd var valinn tíu sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar en eftir að ferlinum lauk hefur hann verið að þjálfa í deildinni, nú síðast hjá Milwaukee Bucks. Kidd varð einu sinni NBA meistari, árið 2011 en þá lék hann með Dallas. Kanadamaðurinn Steve Nash lék með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu og var valinn í 15. valrétt af Phoenix Suns árið 1996. Nash lék lengst af með Suns og átti hann þar sín bestu ár. Var hann t.a.m. valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar tvö ár í röð, árin 2005 og 2006. Nash og Kidd eru af mörgum taldir vera með betri leikstjórnendum í sögu körfuboltans. Nash var valinn átta sinnum í stjörnulið NBA deildarinnar. Ray Allen lék með Connecticut háskólanum áður en hann var valinn með fimmta valrétti af Milwaukee Bucks í sama nýliðavali og Nash. Stjarna Allen reis hvað hæst þegar hann fór til Boston Celtic árið 2007 en saman mynduðu hann, Kevin Garnett og Paul Pierce gríðarlega sterkt lið sem varð svo meistari árið 2008. Árið 2012 gekk hann svo til liðs við Miami Heat og varð hann meistari þar ári síðar eftir frábært einvígi gegn San Antonio Spurs. Allen er talinn vera einhver besti skotmaður í sögu NBA deildarinnar en hann á metið yfir flestu þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar. Ein slík kom í sjötta leik í áðurnefndu einvígi Miami og San Antonio þar sem hann jafnaði leikinn á lokasekúndunum. Karfa Allen er ein sú allra mikilvægasta í NBA körfuboltanum.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira