Efling lýðræðisins og traust almennings gagnvart stjórnmálunum Guðmundur D. Haraldsson skrifar 9. september 2018 14:22 Svolítið um eflingu lýðræðisins og traust almennings gagnvart stjórnmálunum Starfshópur um eflingu trausts á lýðræðinu og stjórnsýslunni skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra í vikunni sem leið. Í þessari skýrslu eru allnokkrar úrbætur lagðar til, úrbætur sem myndu auka traust á lýðræðinu á Íslandi og gera það að verkum að lýðræðið og stjórnkerfið þjóni almenningi betur. Þessi skýrsla er vönduð í marga staði, en sjálfur lýðræðiskaflinn í henni ætti að vekja meiri athygli að því leytinu til, að í honum eru engar haldbærar tillögur um eflingu sjálfs lýðræðisins. Í lýðræðiskaflanum er fjallað um bæði slembival og rökræðukannanir á jákvæðan hátt, án þess þó að starfshópurinn mæli með að þessar aðferðir verði nýttar til að efla lýðræðið. Þetta hlýtur að vekja furðu, vegna þess að hér um að ræða aðferðir til að virkja almenna borgara til að taka ákvarðanir um stefnu hins opinbera. Þá er ekkert rætt um borgaraþing í kaflanum um lýðræði, jafnvel þótt borgaraþing hafi reynst vel til að taka á þeim lýðræðishalla sem er raunin í vestrænum samfélögum. Í lýðræðisumbótum framtíðarinnar eru það aðferðir eins og þessar sem ætti að nýta til að efla lýðræðið, og þess vegna vekur það furðu að starfshópurinn hafi ekki sérstaklega mælt með því að nýta þær.Svolítið um borgaraþing, rökræðukannanir og slembival Borgaraþing er í grundvallaratriðum samkoma þar sem venjulegt fólk -- fulltrúar almennings -- kemur saman til að ræða tiltekið mál með það að markmiði að taka ákvörðun um hvað skuli gera varðandi málið. Þegar málið hefur verið afgreitt er þinginu svo slitið. Borgaraþing var til dæmis sett á stofn í Bresku-Kólumbíu í Kanada árið 2003 til að semja ný kosningalög fyrir fylkið, með góðum árangri: Þingið skilaði af sér góðri tillögu og samstarfið var til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir því að borgaraþingið var kallað saman, var sú að kjörnir fulltrúar almennings – þing fylkisins – hafði svo árum skipti ekki getað komið sér saman um umbætur á kosningalögum fylkisins. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu hljómar kannski eins og stjórnlagaráðið sem starfaði á Íslandi árið 2011, en það er mikilvægur munur hér á: Persónukjör var notað til að skipa fulltrúa stjórnlagaráðsins á Íslandi á meðan í Bresku-Kólumbíu var slembivalið inn á þingið. Munurinn er sá að á Íslandi röðuðust inn í stjórnlagaráðið einstaklingar sem gátu kynnt sig og sín stefnumál vel, og voru í góðri aðstöðu til þess á einn eða annan hátt, á meðan að í Kanada voru valdir fulltrúar af handahófi úr öllum þeim hópi fólks sem hafði náð kosningarétti. Þetta er mikilvægt, vegna þess að slembival er mun líklegra til að beisla fjölbreytni mannlífsins og öll þau viðhorf sem úti í samfélaginu lifa, sem er svo aftur einn af grunnþáttum lýðræðisins. Á Íslandi mætti til dæmis innleiða borgaraþing á þann hátt, að átta prósent kjósenda þyrfti að undirrita yfirlýsingu, til að kallað yrði saman borgaraþing sem myndi ræða tiltekið mál. Nokkuð augljóslega yrði fljótlega kallað til borgaraþings um samningu nýrrar stjórnarskrár, auk þess sem borgaraþing yrði kallað saman til að koma á sanngjarnri hlutdeild almennings af auðlindanotkun sjávarútvegsins. Hafa ber í huga að átta prósent er há tala, en ef markið yrði sett þar, þá þyrfti um tuttugu þúsund undirskriftir til að kalla saman eitt borgaraþing. En það er ekki nóg að kalla saman borgaraþing, það þarf að búa vel að borgaraþingum þegar þau eru haldin. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu heppnaðist vel, vegna þess að vel var að því búið í formi starfsmanna sem hjálpuðu til við að reka það, vegna þess að ráðgjafar komu og hittu borgaraþingið, og vegna þess að þingið starfaði nógu lengi til að geta rætt málin í þaula. Þetta eru alger lykilatriði til að borgaraþing geti lukkast vel. Rökræðukannanir eru áþekk fyrirbæri og borgaraþing, en í þeim felst að slembivalinn hópur fólks er valinn til að ræða um tiltekið málefni, t.d. yfir helgi, en hópurinn hittist ásamt sérfræðingum um málið, og málið er rætt í þaula. Munurinn á þessu og borgaraþingi er að minna af gögnum liggur fyrir og tímaramminn er mun skemmri. Rökræðukannanir hafa sýnt að þátttakendur í þeim eru líklegir til að skipta um skoðun, sem byggist á gögnunum sem þeir fengu í hendurnar og vegna samskipta við sérfræðingana. Varðandi slembival, þá má nota það á fleiri vegu en bara til að skipa fulltrúa á borgaraþing eða í rökræðukannanir, því slembival má meðal annars nýta til að velja fulltrúa í nefndir og ráð sveitarfélaga, sem og sjálft Alþingi. Til dæmis væri kjörið að þriðjungur þingmanna á Alþingi yrði slembivalinn – það myndi hleypa nýju blóði í þessa stofnun, þar sem hlutirnir hreyfast hægt og gagnsæið er furðu lítið. Fulltrúar almennings myndu án efa taka til hendinni í þingstörfunum og breyta því hvernig þingið starfar. Þá myndu slembivaldir fulltrúar almennings í nefndum og ráðum sveitarfélaga nær örugglega hafa áhrif á forgangsröðun kjörinna fulltrúa í sveitastjórnumHugað að trausti og framtíðinni Hugmyndin um borgaraþing varð ekki til í tómarúmi, heldur var hún þróuð beinlínis vegna þess að lýðræðið er á köflum veikburða og sérlega erfitt getur reynst að taka á vissum vandamálum. Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er dæmi um slíkt vandamál, en hún hefur velkst um meðal ráðherra og þingmanna um sjötíu ára skeið. Annað dæmi eru sjálfsögð velferðarmál, eins og stytting vinnuvikunnar, sem sérhagsmunasamtök stöðva af við hvert tækifæri. Það að valdastofnanir landsins geti ekki tekist á við mál eins og þessi af festu, dregur úr trausti almennings gagnvart þeim, eðlilega. Slembivalin borgaraþing hins vegar geta tekist á við slík vandamál, eins og dæmin bera vott um. Þess vegna ættu slembivalin borgaraþing að teljast sjálfsögð viðbót við umbætur starfshópsins um traust. Alþingi og ráðuneyti landsins þurfa án tafar að innleiða lýðræðisumbætur, eins og slembival og borgaraþing. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Svolítið um eflingu lýðræðisins og traust almennings gagnvart stjórnmálunum Starfshópur um eflingu trausts á lýðræðinu og stjórnsýslunni skilaði skýrslu sinni til forsætisráðherra í vikunni sem leið. Í þessari skýrslu eru allnokkrar úrbætur lagðar til, úrbætur sem myndu auka traust á lýðræðinu á Íslandi og gera það að verkum að lýðræðið og stjórnkerfið þjóni almenningi betur. Þessi skýrsla er vönduð í marga staði, en sjálfur lýðræðiskaflinn í henni ætti að vekja meiri athygli að því leytinu til, að í honum eru engar haldbærar tillögur um eflingu sjálfs lýðræðisins. Í lýðræðiskaflanum er fjallað um bæði slembival og rökræðukannanir á jákvæðan hátt, án þess þó að starfshópurinn mæli með að þessar aðferðir verði nýttar til að efla lýðræðið. Þetta hlýtur að vekja furðu, vegna þess að hér um að ræða aðferðir til að virkja almenna borgara til að taka ákvarðanir um stefnu hins opinbera. Þá er ekkert rætt um borgaraþing í kaflanum um lýðræði, jafnvel þótt borgaraþing hafi reynst vel til að taka á þeim lýðræðishalla sem er raunin í vestrænum samfélögum. Í lýðræðisumbótum framtíðarinnar eru það aðferðir eins og þessar sem ætti að nýta til að efla lýðræðið, og þess vegna vekur það furðu að starfshópurinn hafi ekki sérstaklega mælt með því að nýta þær.Svolítið um borgaraþing, rökræðukannanir og slembival Borgaraþing er í grundvallaratriðum samkoma þar sem venjulegt fólk -- fulltrúar almennings -- kemur saman til að ræða tiltekið mál með það að markmiði að taka ákvörðun um hvað skuli gera varðandi málið. Þegar málið hefur verið afgreitt er þinginu svo slitið. Borgaraþing var til dæmis sett á stofn í Bresku-Kólumbíu í Kanada árið 2003 til að semja ný kosningalög fyrir fylkið, með góðum árangri: Þingið skilaði af sér góðri tillögu og samstarfið var til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir því að borgaraþingið var kallað saman, var sú að kjörnir fulltrúar almennings – þing fylkisins – hafði svo árum skipti ekki getað komið sér saman um umbætur á kosningalögum fylkisins. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu hljómar kannski eins og stjórnlagaráðið sem starfaði á Íslandi árið 2011, en það er mikilvægur munur hér á: Persónukjör var notað til að skipa fulltrúa stjórnlagaráðsins á Íslandi á meðan í Bresku-Kólumbíu var slembivalið inn á þingið. Munurinn er sá að á Íslandi röðuðust inn í stjórnlagaráðið einstaklingar sem gátu kynnt sig og sín stefnumál vel, og voru í góðri aðstöðu til þess á einn eða annan hátt, á meðan að í Kanada voru valdir fulltrúar af handahófi úr öllum þeim hópi fólks sem hafði náð kosningarétti. Þetta er mikilvægt, vegna þess að slembival er mun líklegra til að beisla fjölbreytni mannlífsins og öll þau viðhorf sem úti í samfélaginu lifa, sem er svo aftur einn af grunnþáttum lýðræðisins. Á Íslandi mætti til dæmis innleiða borgaraþing á þann hátt, að átta prósent kjósenda þyrfti að undirrita yfirlýsingu, til að kallað yrði saman borgaraþing sem myndi ræða tiltekið mál. Nokkuð augljóslega yrði fljótlega kallað til borgaraþings um samningu nýrrar stjórnarskrár, auk þess sem borgaraþing yrði kallað saman til að koma á sanngjarnri hlutdeild almennings af auðlindanotkun sjávarútvegsins. Hafa ber í huga að átta prósent er há tala, en ef markið yrði sett þar, þá þyrfti um tuttugu þúsund undirskriftir til að kalla saman eitt borgaraþing. En það er ekki nóg að kalla saman borgaraþing, það þarf að búa vel að borgaraþingum þegar þau eru haldin. Borgaraþingið í Bresku-Kólumbíu heppnaðist vel, vegna þess að vel var að því búið í formi starfsmanna sem hjálpuðu til við að reka það, vegna þess að ráðgjafar komu og hittu borgaraþingið, og vegna þess að þingið starfaði nógu lengi til að geta rætt málin í þaula. Þetta eru alger lykilatriði til að borgaraþing geti lukkast vel. Rökræðukannanir eru áþekk fyrirbæri og borgaraþing, en í þeim felst að slembivalinn hópur fólks er valinn til að ræða um tiltekið málefni, t.d. yfir helgi, en hópurinn hittist ásamt sérfræðingum um málið, og málið er rætt í þaula. Munurinn á þessu og borgaraþingi er að minna af gögnum liggur fyrir og tímaramminn er mun skemmri. Rökræðukannanir hafa sýnt að þátttakendur í þeim eru líklegir til að skipta um skoðun, sem byggist á gögnunum sem þeir fengu í hendurnar og vegna samskipta við sérfræðingana. Varðandi slembival, þá má nota það á fleiri vegu en bara til að skipa fulltrúa á borgaraþing eða í rökræðukannanir, því slembival má meðal annars nýta til að velja fulltrúa í nefndir og ráð sveitarfélaga, sem og sjálft Alþingi. Til dæmis væri kjörið að þriðjungur þingmanna á Alþingi yrði slembivalinn – það myndi hleypa nýju blóði í þessa stofnun, þar sem hlutirnir hreyfast hægt og gagnsæið er furðu lítið. Fulltrúar almennings myndu án efa taka til hendinni í þingstörfunum og breyta því hvernig þingið starfar. Þá myndu slembivaldir fulltrúar almennings í nefndum og ráðum sveitarfélaga nær örugglega hafa áhrif á forgangsröðun kjörinna fulltrúa í sveitastjórnumHugað að trausti og framtíðinni Hugmyndin um borgaraþing varð ekki til í tómarúmi, heldur var hún þróuð beinlínis vegna þess að lýðræðið er á köflum veikburða og sérlega erfitt getur reynst að taka á vissum vandamálum. Endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er dæmi um slíkt vandamál, en hún hefur velkst um meðal ráðherra og þingmanna um sjötíu ára skeið. Annað dæmi eru sjálfsögð velferðarmál, eins og stytting vinnuvikunnar, sem sérhagsmunasamtök stöðva af við hvert tækifæri. Það að valdastofnanir landsins geti ekki tekist á við mál eins og þessi af festu, dregur úr trausti almennings gagnvart þeim, eðlilega. Slembivalin borgaraþing hins vegar geta tekist á við slík vandamál, eins og dæmin bera vott um. Þess vegna ættu slembivalin borgaraþing að teljast sjálfsögð viðbót við umbætur starfshópsins um traust. Alþingi og ráðuneyti landsins þurfa án tafar að innleiða lýðræðisumbætur, eins og slembival og borgaraþing. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun