Verkefnum fjölgar – úr vörn í sókn Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Þörf fyrir dagdvalarrými hefur aukist á undanförnum árum en eftir efnahagshrunið hefur þeim því miður ekki fjölgað nægilega hratt. Ástandið er enn eitt dæmið um afleiðingar hrunsins á heilbrigðiskerfið, þar sem dregið var úr fjármagni sem rann til innviða og uppbygging í mörgum málaflokkum var stöðvuð. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað rísa réttmætar kröfur um endurbætur á nánast öllum sviðum samfélagsins, þar á meðal á þessu sviði. Því miður er ómögulegt að ætla sér að leysa öll vandamál í einu vetfangi en viðsnúningurinn er hafinn. Í heilbrigðisráðuneytinu er nú unnið að stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Í þeirri vinnu hefur ýmsum spurningum verið varpað fram; hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við veita, hvernig getum við tryggt að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og hvernig greiðum við fyrir hana, hvernig aukum við þátttöku sjúklinganna sjálfra í veitingu heilbrigðisþjónustu, hvaða gæðakröfur eru gerðar, hvernig stöndum við að menntun heilbrigðisstarfsfólks og hvernig tryggjum við nægilegan mannafla í heilbrigðiskerfinu, hvernig innleiðum við nýja tækni og ný lyf og hvernig stöndum við að vísindastarfi og nýsköpun? Öllum þessum spurningum og fleirum þarf að svara til þess að við getum forgangsraðað því fjármagni sem rennur til heilbrigðismála. Markmiðið er að gera tilraun til þess að svara þessum spurningum í haust, í samvinnu við heilbrigðisstofnanir og aðrar stofnanir heilbrigðisráðuneytisins, auk þess sem frekari umræða um þær mun fara fram á heilbrigðisþingi sem ég mun boða til í nóvember.Verkefni samfélagsins alls Umræðan undanfarið um skort á dagvistunarúrræðum fyrir heilabilaða endurspeglar hluta af aukinni þörf fyrir fjölbreytta þjónustu fyrir aldraða og ekki síst þá sem glíma við heilabilum. Þjónusta við þann hóp er verkefni samfélagsins alls og með framkvæmd þeirrar þjónustu fer heilbrigðiskerfið – þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu, félagsmálayfirvöld og sveitarfélögin þegar um er að ræða búsetu, t.a.m. sérstök búsetuúrræði og þegar um er að ræða dægradvöl og tómstundir. Stundum skarast þessi svið auk þess sem ólíkt kann að vera milli sveitarfélaga hvaða þjónusta er veitt og hvernig samstarfi við ríkið eða fyrirtæki í velferðarþjónustu er háttað í hverju tilviki. Nú er það svo að ríkið greiðir þeim daggjöld sem veita öldruðum hjúkrun eða aðra umönnun, hvort sem það er á hjúkrunarheimilum eða í dagvistun, en sú þjónusta er ýmist veitt af sveitarfélögum eða af einkaaðilum. Þessi mál þarf að skoða vel með það að markmiði að tryggja að öllum bjóðist viðeigandi þjónusta. Samtímis því að unnið er að stefnumótun í heilbrigðiskerfinu hefur fjölmargt verið gert til þess að bæta úr augljósum veikleikum í heilbrigðisþjónustunni. Greiðslukerfi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið breytt, geðheilbrigðisstefna hefur verið fullfjármögnuð, reglugerðarbreytingar hafa verið gerðar sem takmarka aðgengi að ávana- og fíknilyfjum og innflutning einstaklinga á þessum lyfjum og unnið er að aðgerðum sem auka fræðslu ungs fólks um þessi lyf og hvernig meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk í fíknivanda verði best fyrir komið. Stórsókn kynnt Stórsókn um uppbyggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt, skóflustunga að meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut verður tekin bráðlega og stjórn spítalans hefur í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið hafið undirbúning að því að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans, sem mun bæta aðgengi að þjónustu sérgreinalækna fyrir alla landsmenn. Síðast en ekki síst hefur greiðsluþátttaka sjúklinga verið endurskoðuð og kostnaður þeirra sem þurfa á mestri heilbrigðisþjónustu að halda hefur verið lækkaður verulega. Þolinmæði er ekki þjóðareinkenni Íslendinga en takist okkur að hrinda þeim verkefnum í framkvæmd sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru allar líkur á því að Íslendingar muni áfram búa við heilbrigðiskerfi í fremstu röð.Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þörf fyrir dagdvalarrými hefur aukist á undanförnum árum en eftir efnahagshrunið hefur þeim því miður ekki fjölgað nægilega hratt. Ástandið er enn eitt dæmið um afleiðingar hrunsins á heilbrigðiskerfið, þar sem dregið var úr fjármagni sem rann til innviða og uppbygging í mörgum málaflokkum var stöðvuð. Nú þegar efnahagsástandið hefur batnað rísa réttmætar kröfur um endurbætur á nánast öllum sviðum samfélagsins, þar á meðal á þessu sviði. Því miður er ómögulegt að ætla sér að leysa öll vandamál í einu vetfangi en viðsnúningurinn er hafinn. Í heilbrigðisráðuneytinu er nú unnið að stefnumótun fyrir heilbrigðiskerfið. Í þeirri vinnu hefur ýmsum spurningum verið varpað fram; hvernig heilbrigðisþjónustu viljum við veita, hvernig getum við tryggt að heilbrigðisþjónusta sé veitt á viðeigandi þjónustustigi og hvernig greiðum við fyrir hana, hvernig aukum við þátttöku sjúklinganna sjálfra í veitingu heilbrigðisþjónustu, hvaða gæðakröfur eru gerðar, hvernig stöndum við að menntun heilbrigðisstarfsfólks og hvernig tryggjum við nægilegan mannafla í heilbrigðiskerfinu, hvernig innleiðum við nýja tækni og ný lyf og hvernig stöndum við að vísindastarfi og nýsköpun? Öllum þessum spurningum og fleirum þarf að svara til þess að við getum forgangsraðað því fjármagni sem rennur til heilbrigðismála. Markmiðið er að gera tilraun til þess að svara þessum spurningum í haust, í samvinnu við heilbrigðisstofnanir og aðrar stofnanir heilbrigðisráðuneytisins, auk þess sem frekari umræða um þær mun fara fram á heilbrigðisþingi sem ég mun boða til í nóvember.Verkefni samfélagsins alls Umræðan undanfarið um skort á dagvistunarúrræðum fyrir heilabilaða endurspeglar hluta af aukinni þörf fyrir fjölbreytta þjónustu fyrir aldraða og ekki síst þá sem glíma við heilabilum. Þjónusta við þann hóp er verkefni samfélagsins alls og með framkvæmd þeirrar þjónustu fer heilbrigðiskerfið – þegar um er að ræða heilbrigðisþjónustu, félagsmálayfirvöld og sveitarfélögin þegar um er að ræða búsetu, t.a.m. sérstök búsetuúrræði og þegar um er að ræða dægradvöl og tómstundir. Stundum skarast þessi svið auk þess sem ólíkt kann að vera milli sveitarfélaga hvaða þjónusta er veitt og hvernig samstarfi við ríkið eða fyrirtæki í velferðarþjónustu er háttað í hverju tilviki. Nú er það svo að ríkið greiðir þeim daggjöld sem veita öldruðum hjúkrun eða aðra umönnun, hvort sem það er á hjúkrunarheimilum eða í dagvistun, en sú þjónusta er ýmist veitt af sveitarfélögum eða af einkaaðilum. Þessi mál þarf að skoða vel með það að markmiði að tryggja að öllum bjóðist viðeigandi þjónusta. Samtímis því að unnið er að stefnumótun í heilbrigðiskerfinu hefur fjölmargt verið gert til þess að bæta úr augljósum veikleikum í heilbrigðisþjónustunni. Greiðslukerfi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið breytt, geðheilbrigðisstefna hefur verið fullfjármögnuð, reglugerðarbreytingar hafa verið gerðar sem takmarka aðgengi að ávana- og fíknilyfjum og innflutning einstaklinga á þessum lyfjum og unnið er að aðgerðum sem auka fræðslu ungs fólks um þessi lyf og hvernig meðferðarúrræðum fyrir ungt fólk í fíknivanda verði best fyrir komið. Stórsókn kynnt Stórsókn um uppbyggingu hjúkrunarrýma hefur verið kynnt, skóflustunga að meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut verður tekin bráðlega og stjórn spítalans hefur í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið hafið undirbúning að því að auka dag- og göngudeildarstarfsemi spítalans, sem mun bæta aðgengi að þjónustu sérgreinalækna fyrir alla landsmenn. Síðast en ekki síst hefur greiðsluþátttaka sjúklinga verið endurskoðuð og kostnaður þeirra sem þurfa á mestri heilbrigðisþjónustu að halda hefur verið lækkaður verulega. Þolinmæði er ekki þjóðareinkenni Íslendinga en takist okkur að hrinda þeim verkefnum í framkvæmd sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru allar líkur á því að Íslendingar muni áfram búa við heilbrigðiskerfi í fremstu röð.Höfundur er heilbrigðisráðherra
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun