Horfnar minningar Arnar Sveinn Geirsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Minning er eitthvað sem maður man úr fortíð. Minningar af ástvinum eru því mörgum, ef ekki öllum, mjög mikilvægar þegar þeir falla frá af því að þær gera okkur kleift og leyfa okkur að muna. Muna góða og slæma tíma, falleg augnablik, hlátur og grátur, svipbrigði og jafnvel lykt. En hvað ef minningarnar virðast vera horfnar? Ég varð talsvert hræddur þegar ég var spurður að því hvaða minningar ég ætti af mömmu. Hvernig ég hugsaði um mömmu. Hræðslan kom af því að þegar ég fór að hugsa út í það reyndist mér það mjög erfitt. Erfitt á þann hátt að ég mundi hreinlega mjög lítið. Minningarnar voru fáar. Hugsanirnar hlutlausar. Hvers konar sonur er ég, að muna ekki eftir eigin móður? Hvers konar sonur er ég, að geta ekki rifjað upp alls konar minningar um mömmu? Elskaði ég hana ekki nóg? Sakna ég hennar ekkert? Er ég búinn að gleyma henni? Allar þessar spurningar spruttu upp og talsvert fleiri til. Því fleiri sem spurningarnar urðu, því meiri sem sjálfsgagnrýnin varð, því skýrara varð þetta fyrir mér. Í mínum augum var ég hræðilegur sonur sem hélt ekki uppi minningu mömmu. Hélt ekki uppi heiðri hennar. Ég skammaði sjálfan mig fyrir það að hugsa ekki nóg til hennar. Ég fékk samviskubit yfir því að ég færi ekki að gráta alltaf þegar ég talaði um hana. Yfir því að ég saknaði hennar ekki öllum stundum. Yfir því að ég væri ekki nógu duglegur að hugsa um hana. Á sama tíma var ég að berjast við að vera jákvæður og glaður öllum stundum. Dæmið gekk ekki upp. Ég sá því ekki neitt annað í stöðunni en að hætta að sakna. Hætta að gráta. Hætta að hugsa. Þannig væri lang best að tækla þetta til þess að geta verið jákvæður og glaður og hamingjusamur. Og það gerði ég. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma. Þar til að ég var búinn að gleyma. Gleyma því hver dánardagurinn í raun og veru var. Gleyma því hvernig hún leit út. Orðinn hræddari við tilhugsunina að fara í kirkju, á spítala eða í kirkjugarðinn heldur en raunverulegu ástæðuna sem lá þar að baki. Búinn að gleyma því af hverju ég varð hræddur til að byrja með. Hver á minning mín af mömmu að vera? Á hún að vera á einhvern ákveðinn hátt? Á ég að hugsa um hana daglega? Á ég að sakna hennar öllum stundum? Á ég að gráta í hvert skipti sem ég tala um hana? Ég var búinn að gleyma því að það að minnast mömmu, hugsa um mömmu og sakna mömmu var ekki ástæða þess að mér leið illa. Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér. Minning mín af mömmu á að vera nákvæmlega eins og hún er. Hún á ekki að vera á neinn ákveðinn hátt. Minningin á bara að vera. Ég hugsa um hana þegar hún kemur til mín. Ég sakna hennar þegar söknuðurinn kviknar. Ég græt ef ég vil gráta. Ég gef henni rými til þess að fylgja mér. Ég leyfi henni og minningunum um hana að fylgja mér. Ég á að vera óhræddur við að sakna, hlæja, gráta og hugsa um hana. Hægt og rólega fer ég að muna. Hægt og rólega fer ég að muna. Muna hversu mikið hún gaf mér og hversu mikið ég gaf henni. Muna hvað hún skildi mikið eftir. Muna hvað ég elskaði hana og að ég mun alltaf elska hana. Muna að ég sakna hennar alveg ofboðslega. Muna að söknuðurinn mun aldrei fara. Muna að ég er svo langt í frá búinn að gleyma henni. Þar til ég man. Man að ég man hana.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun