Hundruð milljóna í veikindakostnað skólastarfsfólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 19:39 Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“ Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda starfsmanna á leikskólum, í grunnskólum og á frístundaheimilum er ríflega 350 milljónir króna á hálfu ári. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins vakti athygli á þessu á fundi borgarráðs þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins gagnrýnir hækkun á leiguverði félagsbústaða og lélegan aðbúnað láglaunafólks borgarinnar. Það var rætt á fundi þar sem árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins var afgreiddur. Rekstur A hluta borgarinnar er jákvæður um tæplega fjóra milljarða og segir borgarstjóri í tilkynningu að verið sé að sækja fram í borginni en einnig skila sterkri rekstrarniðurstöðu. Borgarfulltrúi sósíalistaflokksins segir að einmitt í ljósi þessa skilji hún ekki tillögu um að hækka leiguverð enn frekar hjá Félagsbústöðum. Leiguverðið hafi nú þegar hækkað um fimm prósent og lagt sé til tvö prósent í viðbót. „Þetta eru mjög viðkvæmir hópar. Þetta eru einstaklingar á örorku, lífeyrisþegar, fátækt fólk, einstæðir foreldrar. Fólk sem getur ekki mætt auka fjárútlátum. Þótt þetta séu nokkrir þúsund kallar þá er það gríðarlega mikill peningur fyrir fátækt fólk,“ segir Sanna magdalena. Hún segir einnig sláandi að sjá 357 milljón króna útgjöld vegna langtímaveikinda starfsfólks í grunnskólum, leikskólum og á frístundaheimilum, og það aðeins á sex mánaða tímabili. „Þó það standi ekki hverjar ástæðurnar séu þá er líklegt að þetta sé vegna álags sem fólk er að mæta. Það eru lág laun mikið álag, mannekla.“ Sanna segir að hækka þurfi launin og hlúa betur að fólki. „Náttúrulega stytting vinnuvikunnar, það er gríðarlega mikilvægt, og þetta er jafnvel ekki eina starfið sem fólk er í, mætir í aðra vinnu eftir fullan vinnudag þannig að þetta tengist líka húsnæðismarkaðnum og sérstaklega ef öll launin fara í leigu þannig að þetta er samspil margra þátt.“
Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira