Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 07:15 Búist er við að nýir snjallsímar Apple verði kynntir til leiks þann 12. september næstkomandi. vísir/getty Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi eftir að fyrirtækið sendi frá sér kort þar sem velvöldum einstaklingum var boðið til viðburðar í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Sílíkondalnum. Talið er að fyrirtækið muni nýta tækifærið og kynna nýjar útgáfur af iPhone-símum. Háværir orðrómar hafa verið uppi um að Apple hyggist kynna til leiks þrjá nýja snjallsíma á þessu ári. Búist er við að ein útgáfan verði með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er talið að skjár símans verði „sparneytnari“ en skjárinn á iPhone X og ætti rafhlaða símans því að endast betur. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sjá einnig: Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhoneFyrrnefnt boðskort var gyllt og telja spekúlantar það til marks um að hægt verði að fá nýja símann í sambærilegum lit.The Guardian reifar einnig orðróma þess efnis að snjallúr fyrirtækisins, Apple Watch, gæti átt von á uppfærslu. Hún muni ekki síst felast í tölvert stærri skjá en á síðustu útgáfu. Öllum þessum orðrómum verður þó formlega svarað á viðburðinum sem Apple hefur boðað til, sem haldinn verður þann 12. september næstkomandi. Apple Tækni Tengdar fréttir Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi eftir að fyrirtækið sendi frá sér kort þar sem velvöldum einstaklingum var boðið til viðburðar í höfuðstöðvum Apple í Cupertino í Sílíkondalnum. Talið er að fyrirtækið muni nýta tækifærið og kynna nýjar útgáfur af iPhone-símum. Háværir orðrómar hafa verið uppi um að Apple hyggist kynna til leiks þrjá nýja snjallsíma á þessu ári. Búist er við að ein útgáfan verði með 6,5 tommu skjá sem yrði þá stærsti iPhone-síminn sem Apple hefur framleitt frá því að síminn var fyrst kynntur til leiks árið 2007. Þá er talið að skjár símans verði „sparneytnari“ en skjárinn á iPhone X og ætti rafhlaða símans því að endast betur. Þá er einnig von á uppfærslu á iPhone X símanum þar sem áhersla verður lögð á hraða sem og betri gæði myndavélarinnar. Athygli vekur að einnig er von á ódýrari útgáfu af iPhone X sem á að koma í stað iPhone 8.Sjá einnig: Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhoneFyrrnefnt boðskort var gyllt og telja spekúlantar það til marks um að hægt verði að fá nýja símann í sambærilegum lit.The Guardian reifar einnig orðróma þess efnis að snjallúr fyrirtækisins, Apple Watch, gæti átt von á uppfærslu. Hún muni ekki síst felast í tölvert stærri skjá en á síðustu útgáfu. Öllum þessum orðrómum verður þó formlega svarað á viðburðinum sem Apple hefur boðað til, sem haldinn verður þann 12. september næstkomandi.
Apple Tækni Tengdar fréttir Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Apple orðið billjón dala virði Apple er rúmlega 41 sinnum verðmætara en verg landsframleiðsla Íslands 2017, gróflega reiknað. 2. ágúst 2018 16:38
Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36
Fjárfestar kátir þrátt fyrir minni símasölu Apple Tæknirisinn Apple seldi færri iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi en búist var við. 1. ágúst 2018 06:58