Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2018 20:30 W. Samúel Patten. Vísir/AP W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira