NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2018 10:30 Frá leik New Orleans Saints og Miami Dolphins á Wembley. Vísir/Getty Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum. Enski boltinn NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum.
Enski boltinn NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira