Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 21:30 Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Vísir/AP Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira
Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, játaði í dag að hafa gerst sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik. Umfang svikanna nemur um 20 milljónir Bandaríkjadala að því er fram kemur á vef AP. Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa fylgt skipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. Trump á að hafa fyrirskipað Cohen að greiða tveimur konum, klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels, og Playboy fyrirsætunni Karen McDougal, háar fjárhæðir fyrir þagnarsamkomulag. Cohen segir að konurnar hefðu búið yfir upplýsingum sem kynnu að hafa slæm áhrif á kosningabaráttu Trumps og úrslit kosninganna.Michael Cohen fyrir framan dómshúsið í dag. Lögreglumenn stóðu vaktina og fréttamenn fjölmenntu.vísir/apCohen gengst við því að hafa, fyrir hönd Trumps, greitt Daniels 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016 svo hún segði ekki frá kynferðislegu sambandi hennar við Trump árið 2006. Með því að gangast við því að hafa brotið lög um fjármögnun kosningabaráttu bendlar Cohen Trump við fjármálamisferli. Í dag játaði Cohen sök í átta ákæruliðum sem snúa að skattsvikum og brotum á lögum um fjármögnun kosningabaráttu.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Fleiri fréttir Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Sjá meira