Erlent

Bítlabani áfram á bak við lás og slá

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Chapman verður á bak við lás og slá um sinn.
Chapman verður á bak við lás og slá um sinn. Vísir/AP
Manninum sem myrti John Lennon árið 1980, Mark David Chapman, var í dag neitað um reynslulausn í 10. skipti. Chapman kemur ekki til með að geta sótt um reynslulausn aftur fyrr en að tveimur árum liðnum.

Nefndin sem tók umsókn Chapmans til skoðunar rökstuddi niðurstöðu sína með því að Chapman hafi myrt Lennon af þeirri einu ástæðu að hann langaði til þess að öðlast heimsfrægð.

„Þrátt fyrir að ekkert mannslíf sé dýrmætara en annað, þá er staðreyndin sú að þú valdir heimsfræga manneskju sem elskuð var af milljónum, þrátt fyrir sársaukann sem þú vissir að þú myndir valda fjölskyldu hans, vinum og mörgum öðrum, þú sýndir af þér algjört skeytingarleysi gagnvart heilagleika mannslífs og gagnvart sársauka og þjáningum annarra,“ segir meðal annars í svari nefndarinnar til Chapmans.

Chapman myrti Bítilinn John Lennon árið 1980 fyrir utan íbúð hans á Manhattan. Hann hefur sótt 10 sinnum um reynslulausn síðan í desember árið 2000.


Tengdar fréttir

Morðingi Lennon sækir um reynslulausn í sjötta sinn

Mark David Chapman morðingi söngvarann John Lennon árið 1980, hefur sótt um reynslulausn úr fangelsi í sjötta sinn. Chapman sem orðinn er 55 ára gamall situr nú í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

Mark David Chapman synjað um reynslulausn

Skilorðsnefnd fangelsismálastofnunar í New York hafnaði í dag í sjöunda skiptið að sleppa Mark David Chapman lausum, en hann myrti tónlistarmanninn John Lennon í desember árið 1980.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×