Sjálfstæðið og grunnskólarnir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 25. ágúst 2018 17:15 Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Samtök sjálfstæðra skóla fagnar þeim merku tíðindum í íslenskri menntasögu að sérskóli á grunnskólastigi, Arnarskóli, hafi fengið staðfest starfsleyfi frá Menntamálastofnun. Að stofna grunnskóla er ekki einfalt mál, eins og sagan staðfestir, en í dag starfa aðeins 10 sjálfstætt reknir grunnskólar. Allir þessir skólar búa yfir mikilli sérstöðu. Hver og einn ber vitni faglegri sýn og ástríðu frumkvöðla á sviði uppeldis og menntunar, sem hafa tekið þá ákvörðun að fylgja hugsjónum sínum eftir með því að starfa sjálfstætt og hrinda í framkvæmd úrbótum á ýmsum sviðum menntunar fyrir börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Um það snýst umhverfi sjálfstæðra grunnskóla.Á síðasta áratug hafa tveir sjálfstætt starfandi grunnskólar orðið að veruleika, hvor um sig með mikla faglega sérstöðu í þágu barna. Að baki liggur margra ára hugmyndavinna, faglegur undirbúningur og samtöl við menntakerfið, samtal þess efnis að tala í fólk kjarkinn og þorið til þess að gefa nýjum leiðum og nýrri nálgun í skólamálum rými. Sjálfstæðir skólar gefa færi á að byggja á gríðarlegri nýsköpun og þekkingu einstaklinga, sem hafa kosið að brjótast út úr viðjum vanans. Ekki vegna þess að það sem fyrir er sé ekki nógu gott, heldur vegna ástríðu þeirra til að koma til móts við ólíka hópa og ólíkar þarfir barna og foreldra.Sjálfstæðir skólar stuðla jafnframt að fjölbreyttara starfsumhverfi kennara og annars fagfólks. Þeir skapa nýjan veruleika fyrir kennarastéttina, þegar kemur að vali um starfsvettvang. Skóli er ekki bara skóli. Umhverfi sjálfstæðra skóla er eðli málsins samkvæmt frábrugðið því sem gerist í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Þess utan skapa sjálfstætt starfandi skólar valfrelsi foreldra um hvers konar skóla þeir vilja fyrir sitt barn. Sjálfstæðir skólar ýta undir vitund fólks um hvers konar skólar eru í boði og hvers vegna. Slíkt umhverfi hlýtur að teljast eftirsóknarvert fyrir alla sem koma að skólamálum.Við hjá sjálfstæðum skólum viljum meðvitund um það fjölbreytta og frábæra skólastarf sem börnum og ungmennum býðst í samfélaginu. Við viljum að hver skóli hugsi fyrst og fremst um velferð barnsins. Börn eru ekki öll eins og því þurfa skólarnir að vera fjölbreyttir. Þess vegna fögnum við hjá Samtökum sjálfstæðra skóla enn einu nýju stefi í menntun barna og ungmenna og óskum okkur öllum til hamingju með það framfaraskref sem slíkur skóli er hverju samfélagi.Höfundur er formaður Samtaka sjálfstæðra skóla
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun