Milljarðs króna gestastofa tekin í notkun á Þingvöllum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2018 19:30 Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Öll aðstaða fyrir gesti Þingvalla sem vilja fræðast um þjóðgarðinn hefur stórbatnað með nýrri gestastofu sem hefur verið tekið í notkun. Þar er meðal annars gagnvirk sýningu um sögu og náttúru Þingvalla, rúmgott anddyri fyrir upplýsingagjöf, verslun, veitingasala, skólastofa og skrifstofurými.Fjölmenni mætti við Hakið á Þingvöllum síðdegis í gær þegar nýja Gestastofan var opnuð formlega. Eftir ræðuhöld var komið af því að afhjúpa merki nýju gestastofunnar. Eftir það var gestum hleypt inn til að skoða nýju glæsilegu stofuna.Umhverfisráðherra og Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar við athöfnina á Þingvöllum í gær þegar nýja Gestastofan var formlega tekin í notkun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Hérna erum við að fá fyrsta flokks aðstöðu fyrir þjóðgarðinn. Við erum að fá sýningarsal með glæsilegr gagnvirkrisýningu sem mun miðla náttúru og sögu Þingvalla á nútímalegan og fallegan hátt. Svo erum við með mjög góða aðstöðu fyrir upplýsingagjöf landvarða, fyrirlestrasal og svo er gamla húsið tekið undir mingjagripasölu, veitingar, skólastofu og skrifstofurými, þannig að við erum að fá gríðarlega flotta aðstöðu fyrir miðlun til ferðamanna“, segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Ari Trausti Guðmundsson, alþingismaður og formaður Þingvallanefndar er mjög ánægður með nýju gestastofuna. „Hvernig sem á þetta er litið þá er þetta stórt skref fyrir þjóðgarðinn og þjóðina sjálfa. Á Þingvelli koma um ein og hálf milljón ferðamanna árlega og það mun vaxa áreiðanlega og þetta eru auðvitað bæði landsmenn og útlendingar“, segir Ari Trausti.En hvað kostaði nýja gestastofan? „Húsið stendur einhvers staðar í sex hundruð og fimmtíu milljónum króna og sýningin er einhvers staðar yfir þrjú hundruð milljónum, þannig að þetta er um einn milljarður“, segir Einar. Í tilefni opnunar Gestastofunnar verður ókeypis inn á sýninguna um helgina en gjaldtaka hefst á mánudaginn.Kostnaður við nýju Gestastofuna er um 1 milljarður króna.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira