Sagðist hafa orðið manni að bana Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2018 12:15 Valur Lýðsson, til hægri, í réttarsal á Selfossi. Vísir/Vilhelm Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira
Valur Lýðsson, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II, sagði björgunarsveitarfólki sem kallað var út að hann hefði „orðið manni að bana“. Sjálfur sagðist hann ekki muna eftir neinum átökum þeirra bræðra. Aðalmeðferð í máli Vals hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Ragnars bróður síns með því að ráðast á hann með ofbeldi. Valur sagðist ekkert muna eftir átökum þeirra á milli vegna ölvunar þegar hann bar vitni í morgun. Hann taldi þó miklar líkur á að komið hefði til átaka á milli þeirra en hafði engar skýringar á hvers vegna eða hvernig það bar til. Björgunarsveitarfólk frá Flúðum sem kallað var út þegar tilkynningin um dauða Ragnars barst kom fyrir dóminn í morgun. Óskar Rafn Emilsson bar að Valur hefði verið rólegur og í símanum þegar hann bar þar að garði. Hann hafi ekki séð áverka á Vali en blóð hafi verið á höfði hans og hnúa. Sagðist Óskar Rafn ekki muna orðrétt hvað Valur hefði sagt en að það hafi verið eitthvað háfleygt um að hann hefði „orðið manni að bana“. Halldóra Hjörleifsdóttir frá Björgunarfélaginu Eyvindi á Flúðum sagði að Valur hafi virst í uppnámi. Hún sagðist heldur ekki muna hvað Valur sagði orðrétt en taldi að hann hefði haft orð á því þeir bræðurnir hefðu eitthvað rifist og tekist á. Hún hafi einnig séð blóðslettur á enni Vals og hendi.Vel áttaður og samvinnufús Einar Þorfinnsson, lögreglumaður á Selfossi, sagði að Valur hefði verið sjáanlega ölvaður en þó vel áttaður þegar lögreglu bar að garði um morguninn. Valur hafi jafnframt verið samvinnufús en hann hafi strax verið færður í járn og út í lögregubíl. Bæði hann og Þórunn Þrastardóttir, lögreglumaður, báru um að Valur hefði verið blóðugur á höfði og á hendi. Sagði Þórunn að Valur hefði jafnframt virst vera með áverka á höfði sjálfur. Einar sagði að þriðji bróðirinn, sem gengið hafði til hvílu fyrr um kvöldið á meðan Valur og Ragnar héldu áfram drykkju, hefði verið í húsinu þegar hann kom inn í íbúðarhúsið þar sem Ragnar lá látinn. Bróðirinn, sem er fatlaður eftir heilablóðfall, hafi virst utan við sig og ekki áttað sig á því hvað væri að gerast. Hann kom fyrir dóminn í morgun en kaus að gefa ekki skýrslu.Lést líklega um nóttina Andri Kristinsson, læknir, fór að Gýgjarhóli sagði dómnum að dánartími Ragnars hafi verið að minnsta kosti sex klukkustundum áður en hann skoðaði líkið um klukkan ellefu morguninn eftir. Þórður Guðmundsson, læknir sem skoðaði Val, sagðist hafa fundið tvær rispur á höfði hans og mar og roða á hnúa hægri hendi handar hans. Áverkarnir gætu verið í samræmi við þá sem kæmu á hnúa ofbeldismanna. Taldi Þórður ólíklegt að áverki á hnúa Vals gæti hafa komið af handjárni eins og Valur hafði leitt líkur að þegar hann bar vitni.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28