Gýgjarhólsbóndinn sér mikið eftir öllu saman Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Valur Lýðsson til hægri með lögmanni sínum í dómsal. Fréttablaðið/Eyþór „Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
„Vettvangurinn benti eindregið til þess að þarna hefði ég átt hlut að máli,“ sagði Valur Lýðsson, bóndi á Gýgjarhóli II í Biskupstungum, um það þegar hann vaknaði að morgni 31. mars og kom að bróður sínum, Ragnari Lýðssyni, látnum. Þétt var setið í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í gær á fyrri degi aðalmeðferðar í máli Vals, sem ákærður er fyrir að hafa banað bróður sínum. Fulltrúar fjölmiðla voru viðstaddir, auk fjölskyldumeðlima og vina Ragnars og Vals, þegar sá síðarnefndi settist andspænis dómaranum og lýsti með yfirveguðum hætti því sem hann ræki minni til. Valur greindi frá því að bræður hans, Ragnar og Örn, hefðu komið í heimsókn á Gýgjarhól umrætt kvöld, á föstudeginum langa, og að sá fyrrnefndi hefði komið færandi hendi, með tvær flöskur af sterku áfengi. Valur sagðist á þessum tíma ekki hafa bragðað áfengi í þrjá mánuði. eða allt frá þrettándanum í janúar. Það hafi hann hins vegar gert í tilefni heimsóknar bræðranna. Vel hafi farið á með þeim. Um klukkan tíu hafi Örn lagst til rekkju. Þeir Ragnar hafi hins vegar setið áfram að drykkju. Valur sagðist hafa greint Ragnari frá framtíðaráformum sínum með bæinn. Í þeim fólst að færa bæjarstæðið og koma upp kaldavatnsveitu. Sagði hann að þá hefði Ragnar sýnt ólundarviðbrögð.Geðlæknir fann engin merki um vitglöp eða geðræn vandamál sem gætu útskýrt minnisleysi Vals Lýðssonar sem er ákærður fyrir að hafa valdið dauða bróður síns í mars.Vísir/VilhelmAð sögn Vals mundi hann ekki eftir átökum. Það síðasta sem hann hefði séð hefði verið andlit sem svipaði til Ragnars. Hann væri þó ekki viss í þeim efnum. Morguninn eftir hefði hann rankað við sér og komið að líki bróður síns í þvottahúsinu. Skömmu síðar var hann handtekinn á vettvangi eftir að hafa gert Neyðarlínu viðvart. Valur kvaðst fyrir dómi ekki kunna neinar skýringar á því hvers vegna þeir Ragnar gætu hafa átt í átökum. „Hvorki fyrr né síðar,“ sagði Valur aðspurður hvort hann hefði borið þungan hug til bróður síns. „Hann tók mjög skýrt fram að hann sæi verulega eftir öllu,“ sagði Nanna Briem geðlæknir, sem átti fimm viðtalstíma með Vali. Þar bar hann allan tímann fyrir sig minnisleysi að sögn Nönnu sem metur Val sakhæfan. Sjálfur greindi Valur frá því fyrir dómi að hann hefði tekið ákvörðun í janúar um að hætta allri drykkju. Hann hefði átt það til að drekka sig til óminnis og þá hefði það gerst oftar en einu sinni að hann yrði ofbeldisfullur undir áhrifum. Lögreglufulltrúar sem mættu fyrir dóminn lýstu vettvangi í þvottahúsinu og áverkum á Ragnari. Hann hefði fengið högg og síðan hefði verið sparkað ítrekað í hægri síðu hans er hann var liggjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45 Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28 Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Fjölskylduharmleikur á Gýgjarhóli II í Biskupstungum Valur Lýðsson sem grunaður er um að hafa myrt Ragnar bróður sinni á bænum Gýgjarhóli tvö í Biskupstungum um síðustu páska man ekki eftir neinum átökum milli þeirra bræðra og hvað þá hvernig dauða Ragnars bar að sökum mikillar ölvunar. 27. ágúst 2018 19:45
Reiðilegt andlit síðasta minningin fyrir dauða bróðurins Maður sem ákærður er fyrir að hafa valdi dauða bróður síns á bænum Gýgjarhóli II gat litlar skýringar gefið á því hvernig hann bar að þegar hann gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 27. ágúst 2018 10:28
Sagðist hafa orðið manni að bana Björgunarsveitarfólk sem kom fyrst á Gýgjarhól II sá blóð á höfði hans og hendi. Hann sagðist hafa orðið manni að bana. 27. ágúst 2018 12:15