Vin Diesel hrósaði Jóhannesi Hauki ítrekað Stefán Árni Pálsson skrifar 28. ágúst 2018 10:30 Vin Diesel og Jóhannes Haukur leika saman í kvikmynd sem kemur út árið 2020. „Þetta byrjaði allt haustið 2014, þá fékk ég símtal frá bandaríska umboðsmanninum sem ég var búinn að hafa í fjögur ár. Hann hringir í mig og spyr mig hvort ég komist til Marokkó eftir fjórar vikur,“ segir stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann mættur til að ræða uppgang hans í leiklistinni og í Hollywood. „Hann segir við mig að þetta sé sjónvarpssería fyrir NBC, tíu þættir og þú færð svona mikið borgað. Ég sagðist bara myndi græja það. Þá varð ég að fara niður í Þjóðleikhús daginn eftir og að ég þyrfti að losna þaðan. Þetta var sería um lærisveina Jesús eftir krossfestinguna. Ég lék þarna einn af lærisveinunum og eftir þetta fóru hlutirnir aðeins að rúlla.“ Jóhannes segir að í kjölfarið hafi hann fengið hlutverk í tveimur þáttum í Game of Thrones. „Yfirleitt þegar fjallað er um mig í erlendum fjölmiðlum stendur Game of Thrones actor Jóhannes Haukur, því það þekkja allir þessa þætti. Það hlutverk hefur opnað rosalega margar dyr inn í fleiri prufur. Muna ekki allir endilega að ég var í þáttunum, en vita það bara og það er bara nóg til þess að koma manni inn um dyrnar, en það veltur á sjálfum manni að standa sig eftir það,“ segir Jóhannes og rifjar upp góða sögu þegar einn samleikari bað um sojamjólk í eyðimörkinni í Marokkó.Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.„Það er oft vesen á þessum leikurum. Oft meira vesen á þeim sem eru ekki þekktir. Stórstjörnurnar eru oft auðmýkri, eða það er reyndar allur gangur á því.“ Jóhannes var að koma úr tökum í Suður-Afríku. „Ég var að leika í bíómynd með Vin Diesel, eða hann heitir reyndar Mark Sinclair. Ég vissi að Vin Diesel væri listamannsnafn og var spenntur að vita hvort allir kalli hann Vin eða segir hann við fólk: „ég heiti Mark“. Það er Vin, það kalla hann allir Vin. Hann er goðsögn en einstaklega ljúfur. Það er samt mesti íburðurinn í kringum hann sem ég hef orðið vitni að. Ég hef til að mynda unnið með Charlize Theron sem er ekki minni stjarna, James McAvay, Ian McKellen, Helen Mirren sem eru sko öðluð af bresku krúnunni en þau sátu bara með okkur græna herberginu og fengu sér niðursneidda banana á disk. Vin Diesel var aftur á móti með sér treileraþorp.“Ljúfur sem lamb Diesel mun hafa verði með þrjá húsvagna sem voru afgirtir. „Hann var með sérkokk sem var í sér húsvagni. Þegar maður hugsar þetta lengra þá kannski skilur maður þetta að vissu marki. Hann þarf að vera í brjálæðislega góðu formi og getur ekki verið að borða lasagna með okkur hinum. Hann þarf sýnar kjúklingabringur,“ segir Jóhannes og lýsir því þegar hann hitti Vin Diesel fyrst. „Hann mætir bara þegar allt er klárt, þegar búið er að undirbúa allt. Maður heyrði bara í kallkerfinu: „number one is coming“ og ég hugsaði bara hvaða skrímsli er að koma hingað. Svo var hann bara ljúfur sem lamb. Hann vissi að ég hefði tekið fjölskylduna mína með mér og mér fannst það ótrúlegt. Svo leikum við senuna og eftir hverja töku hrósaði hann mér ítrekað og sagði: „you are amazing man“. Kannski segir hann það við alla en það var rosalega peppandi. Hann sjarmeraði mig upp úr skónum.“ Umrædd mynd ber nafnið Bloodshot og verður frumsýnd árið 2020. Jóhannes lék í þremur senum með Vin Diesel. „Ég lék rússneskt illmenni og hann góða ofurhetjan. Ég er ekki aðalillmennið en einn af þeim sem eru ekki nægilega góðar manneskjur. Ég er ekki í aðalhlutverki en er nokkuð viss um að ég verði ekki klipptur út.“ Í dag fer fram sérstök forsýning á kvikmyndinni Alpha hér á landi en Jóhannes Haukur fer með eitt af aðalhlutverkunum. Myndin verður síðan frumsýnd á morgun en Jóhannes ræddi það hlutverk einnig við Gulla og Heimi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta byrjaði allt haustið 2014, þá fékk ég símtal frá bandaríska umboðsmanninum sem ég var búinn að hafa í fjögur ár. Hann hringir í mig og spyr mig hvort ég komist til Marokkó eftir fjórar vikur,“ segir stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann mættur til að ræða uppgang hans í leiklistinni og í Hollywood. „Hann segir við mig að þetta sé sjónvarpssería fyrir NBC, tíu þættir og þú færð svona mikið borgað. Ég sagðist bara myndi græja það. Þá varð ég að fara niður í Þjóðleikhús daginn eftir og að ég þyrfti að losna þaðan. Þetta var sería um lærisveina Jesús eftir krossfestinguna. Ég lék þarna einn af lærisveinunum og eftir þetta fóru hlutirnir aðeins að rúlla.“ Jóhannes segir að í kjölfarið hafi hann fengið hlutverk í tveimur þáttum í Game of Thrones. „Yfirleitt þegar fjallað er um mig í erlendum fjölmiðlum stendur Game of Thrones actor Jóhannes Haukur, því það þekkja allir þessa þætti. Það hlutverk hefur opnað rosalega margar dyr inn í fleiri prufur. Muna ekki allir endilega að ég var í þáttunum, en vita það bara og það er bara nóg til þess að koma manni inn um dyrnar, en það veltur á sjálfum manni að standa sig eftir það,“ segir Jóhannes og rifjar upp góða sögu þegar einn samleikari bað um sojamjólk í eyðimörkinni í Marokkó.Game of Thrones opnaði margar dyr fyrir Jóhannes.„Það er oft vesen á þessum leikurum. Oft meira vesen á þeim sem eru ekki þekktir. Stórstjörnurnar eru oft auðmýkri, eða það er reyndar allur gangur á því.“ Jóhannes var að koma úr tökum í Suður-Afríku. „Ég var að leika í bíómynd með Vin Diesel, eða hann heitir reyndar Mark Sinclair. Ég vissi að Vin Diesel væri listamannsnafn og var spenntur að vita hvort allir kalli hann Vin eða segir hann við fólk: „ég heiti Mark“. Það er Vin, það kalla hann allir Vin. Hann er goðsögn en einstaklega ljúfur. Það er samt mesti íburðurinn í kringum hann sem ég hef orðið vitni að. Ég hef til að mynda unnið með Charlize Theron sem er ekki minni stjarna, James McAvay, Ian McKellen, Helen Mirren sem eru sko öðluð af bresku krúnunni en þau sátu bara með okkur græna herberginu og fengu sér niðursneidda banana á disk. Vin Diesel var aftur á móti með sér treileraþorp.“Ljúfur sem lamb Diesel mun hafa verði með þrjá húsvagna sem voru afgirtir. „Hann var með sérkokk sem var í sér húsvagni. Þegar maður hugsar þetta lengra þá kannski skilur maður þetta að vissu marki. Hann þarf að vera í brjálæðislega góðu formi og getur ekki verið að borða lasagna með okkur hinum. Hann þarf sýnar kjúklingabringur,“ segir Jóhannes og lýsir því þegar hann hitti Vin Diesel fyrst. „Hann mætir bara þegar allt er klárt, þegar búið er að undirbúa allt. Maður heyrði bara í kallkerfinu: „number one is coming“ og ég hugsaði bara hvaða skrímsli er að koma hingað. Svo var hann bara ljúfur sem lamb. Hann vissi að ég hefði tekið fjölskylduna mína með mér og mér fannst það ótrúlegt. Svo leikum við senuna og eftir hverja töku hrósaði hann mér ítrekað og sagði: „you are amazing man“. Kannski segir hann það við alla en það var rosalega peppandi. Hann sjarmeraði mig upp úr skónum.“ Umrædd mynd ber nafnið Bloodshot og verður frumsýnd árið 2020. Jóhannes lék í þremur senum með Vin Diesel. „Ég lék rússneskt illmenni og hann góða ofurhetjan. Ég er ekki aðalillmennið en einn af þeim sem eru ekki nægilega góðar manneskjur. Ég er ekki í aðalhlutverki en er nokkuð viss um að ég verði ekki klipptur út.“ Í dag fer fram sérstök forsýning á kvikmyndinni Alpha hér á landi en Jóhannes Haukur fer með eitt af aðalhlutverkunum. Myndin verður síðan frumsýnd á morgun en Jóhannes ræddi það hlutverk einnig við Gulla og Heimi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira