Almannaréttur og harmur hægri manna Ögmundur Jónasson skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar grein í viðskiptablað Fréttablaðsins, Markaðinn, miðvikudaginn 15. ágúst undir fyrirsögninni, Harmleikur almenninganna. Greinin er svargrein við nýlegu greinarkorni mínu þar sem ég beindi þeirri spurningu til SA hvort ekki væri ráð að sameinast um að auðlindir Íslands verði okkar allra. Og nákvæmlega þarna koma almenningarnir inn með tilheyrandi harmi. Samkvæmt kenningu frjálshyggjunnar hafi sagan nefnilega kennt hve illt sé að hafa verðmæti undir handarjaðri almennings, eða með orðlagi HBÞ, „þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það“. En alhæfingar eru til að forðast þær, bendir Halldór Benjamín okkur réttilega á, því „þótt auðlindir séu í eign einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum“. Illkvittinn maður gæti nú spurt, hvort þessa sé þörf ef sú staðhæfing á að standast að auðlindum sé best borgið i einkaeign því enginn hafi „meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar“, svo enn sé vitnað í greinarhöfund.Samfélag er ekki hugarburður Ein athugasemd hér: Samfélag er ekki óhlutbundinn aðili heldur raunverulegur og áþreifanlegur eins og Halldór Benjamín reyndar bendir á hvað varðar stýringu ríkisins á nýtingu auðlinda. Land í eigu allra er því raunverulega í eigu allra. Og sagan kennir að samfélagið er líklegra til að hugsa til lengri tíma en dauðlegir einstaklingar sem hættir einmitt til skammtímahugsunar þegar aflvakinn er gróðavon. Þá er ekki að sökum að spyrja. Þetta er hins vegar alls ekki einhlítt og tek ég undir með framkvæmdastjóra SA að þarna beri að varast alhæfingar. Aðhaldslaus alræðisríki hafa þannig sýnt sig vera haldin skammtímahugsun og hirða lítt um umhverfisvernd, nokkuð sem minnir okkur á hve mikilvægt það er að hlusta á gæslufólk náttúru og umhverfis og taka rökum þess. Framkvæmdastjóri SA segir að í ellefu hundruð ár, allar götur frá landnámi, hafi „auðlindir verið í eigu einstaklinga og nýttar af þeim“ og að þetta hafi gefið góða raun. Þarna erum við komin að kjarna málsins, nefnilega þeirri eðlisbreytingu sem nú er að verða á eignarhaldi á landi, hvaða þýðingu sú breyting hefur. Hverjar skyldu hafa verið auðlindir Íslands í ellefu hundruð ár? Það voru vissulega jarðvarmi og vatn sem framan af öldum var nýtt til neyslu og í einhverjum en takmörkuðum mæli þó til baða og þvotta. Síðan voru það veiðihlunnindi í ám og vötnum sem voru og eru á hendi jarðeigenda en í báðum tilvikum var almannaréttur til þessara gæða mikill samkvæmt lögum til forna og fram eftir öldum. Síðast en ekki síst var landið verðmætt sem ræktar- og beitarland. Hin miklu afréttarlönd snerust um nýtingu til beitar en síður um eignarhald í nútímamerkingu. Um allt þetta hafa verið skrifaðar lærðar greinar en mér þykir mikilvægt að menn láti samt þrönga sýn á ríkjandi lagabókstaf ekki villa um fyrir sér. Horfa þarf til heildarsamhengis og hvernig við viljum líta á rétt almennings til auðlinda jarðarinnar. Nú er allt annað uppi á teningnum en áður var hvað eignarhald áhrærir. Landið er farið að hafa þýðingu í ferðamennsku og tekist er á um hvort réttmætt sé að landeigandi geti selt aðgang að friðlýstum náttúruperlum. Þrátt fyrir stýringarlög ríkisins, sem Halldór vísar til, fara stöku menn sínu fram þvert á þessi lög. Síðan er það vatnið, heitt og kalt, og orkan sem tekist er á um og skýrir nýtilkominn áhuga fjárfesta á íslensku landi. Þetta hefur það í för með sér að eignarhald á landi þarfnast nýrra skilgreininga í ljósi gerbreytts umhverfis og gerbreyttra hagsmuna samfélagsins. En hér vil ég staldra við og fagna sérstaklega því viðhorfi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, þegar hann segir að sér hugnist ekki sú tilhugsun að erlendir fjárfestar eignist drjúgan hluta Íslands. „…nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu“, segir hann. Þá er spurningin hvað sé til ráða. Í mínum huga þarf að endurskoða auðlindalöggjöfina og vatnalögin og styrkja þar almannarétt og að sjálfsögðu breyta auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Þá þarf að setja lög sem banna samþjöppun í eignarhaldi jarðnæðis, krefjast búsetu á Íslandi vilji menn eiga hér land og síðan tryggja sveitarfélögum forkaupsrétt á landi með bakstuðningi ríkisins. Hvar skyldi þetta enda, kann einhver að spyrja, í Norður-Kóreu? Nei, frekar í Alaska þar sem nánast allt land er í samfélagseign, og hefur þó enginn komið auga á nokkurn harmleik þar. Þingeyjarsýslan öll Framkvæmdastjóri SA býður í kaffi til frekari umræðu um einkaeignarrétt og almannahag. Ég þigg það boð. Við gætum stytt okkur leið að umræðunni að því leyti að báðir erum við því hlynntir, gef ég mér, að íslenski bóndinn eigi sitt land og nýti það sér til hagsbóta. En spurning síðan hvernig sporna megi gegn því að fjárfestingarspekúlantar komist yfir umtalsvert land hér og auðlindir. Þar er við að eiga mannskap sem í ófáum tilvikum hagnast um heila Þingeyjarsýslu í kauphöllinni fyrir hádegi á góðum degi.Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Harmleikur almenninganna Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. 15. ágúst 2018 05:49 Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar grein í viðskiptablað Fréttablaðsins, Markaðinn, miðvikudaginn 15. ágúst undir fyrirsögninni, Harmleikur almenninganna. Greinin er svargrein við nýlegu greinarkorni mínu þar sem ég beindi þeirri spurningu til SA hvort ekki væri ráð að sameinast um að auðlindir Íslands verði okkar allra. Og nákvæmlega þarna koma almenningarnir inn með tilheyrandi harmi. Samkvæmt kenningu frjálshyggjunnar hafi sagan nefnilega kennt hve illt sé að hafa verðmæti undir handarjaðri almennings, eða með orðlagi HBÞ, „þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það“. En alhæfingar eru til að forðast þær, bendir Halldór Benjamín okkur réttilega á, því „þótt auðlindir séu í eign einstaklinga er ekki þar með sagt að þeir geti gert við þær það sem þeim sýnist. Ríkið stýrir nýtingu á landi og auðlindum með lögum“. Illkvittinn maður gæti nú spurt, hvort þessa sé þörf ef sú staðhæfing á að standast að auðlindum sé best borgið i einkaeign því enginn hafi „meiri hagsmuni af ábyrgri og sjálfbærri nýtingu auðlindar heldur en eigandi hennar“, svo enn sé vitnað í greinarhöfund.Samfélag er ekki hugarburður Ein athugasemd hér: Samfélag er ekki óhlutbundinn aðili heldur raunverulegur og áþreifanlegur eins og Halldór Benjamín reyndar bendir á hvað varðar stýringu ríkisins á nýtingu auðlinda. Land í eigu allra er því raunverulega í eigu allra. Og sagan kennir að samfélagið er líklegra til að hugsa til lengri tíma en dauðlegir einstaklingar sem hættir einmitt til skammtímahugsunar þegar aflvakinn er gróðavon. Þá er ekki að sökum að spyrja. Þetta er hins vegar alls ekki einhlítt og tek ég undir með framkvæmdastjóra SA að þarna beri að varast alhæfingar. Aðhaldslaus alræðisríki hafa þannig sýnt sig vera haldin skammtímahugsun og hirða lítt um umhverfisvernd, nokkuð sem minnir okkur á hve mikilvægt það er að hlusta á gæslufólk náttúru og umhverfis og taka rökum þess. Framkvæmdastjóri SA segir að í ellefu hundruð ár, allar götur frá landnámi, hafi „auðlindir verið í eigu einstaklinga og nýttar af þeim“ og að þetta hafi gefið góða raun. Þarna erum við komin að kjarna málsins, nefnilega þeirri eðlisbreytingu sem nú er að verða á eignarhaldi á landi, hvaða þýðingu sú breyting hefur. Hverjar skyldu hafa verið auðlindir Íslands í ellefu hundruð ár? Það voru vissulega jarðvarmi og vatn sem framan af öldum var nýtt til neyslu og í einhverjum en takmörkuðum mæli þó til baða og þvotta. Síðan voru það veiðihlunnindi í ám og vötnum sem voru og eru á hendi jarðeigenda en í báðum tilvikum var almannaréttur til þessara gæða mikill samkvæmt lögum til forna og fram eftir öldum. Síðast en ekki síst var landið verðmætt sem ræktar- og beitarland. Hin miklu afréttarlönd snerust um nýtingu til beitar en síður um eignarhald í nútímamerkingu. Um allt þetta hafa verið skrifaðar lærðar greinar en mér þykir mikilvægt að menn láti samt þrönga sýn á ríkjandi lagabókstaf ekki villa um fyrir sér. Horfa þarf til heildarsamhengis og hvernig við viljum líta á rétt almennings til auðlinda jarðarinnar. Nú er allt annað uppi á teningnum en áður var hvað eignarhald áhrærir. Landið er farið að hafa þýðingu í ferðamennsku og tekist er á um hvort réttmætt sé að landeigandi geti selt aðgang að friðlýstum náttúruperlum. Þrátt fyrir stýringarlög ríkisins, sem Halldór vísar til, fara stöku menn sínu fram þvert á þessi lög. Síðan er það vatnið, heitt og kalt, og orkan sem tekist er á um og skýrir nýtilkominn áhuga fjárfesta á íslensku landi. Þetta hefur það í för með sér að eignarhald á landi þarfnast nýrra skilgreininga í ljósi gerbreytts umhverfis og gerbreyttra hagsmuna samfélagsins. En hér vil ég staldra við og fagna sérstaklega því viðhorfi Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA, þegar hann segir að sér hugnist ekki sú tilhugsun að erlendir fjárfestar eignist drjúgan hluta Íslands. „…nokkra tugi prósenta. Ég get ekki sætt mig við að landið verði í erlendri eigu“, segir hann. Þá er spurningin hvað sé til ráða. Í mínum huga þarf að endurskoða auðlindalöggjöfina og vatnalögin og styrkja þar almannarétt og að sjálfsögðu breyta auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Þá þarf að setja lög sem banna samþjöppun í eignarhaldi jarðnæðis, krefjast búsetu á Íslandi vilji menn eiga hér land og síðan tryggja sveitarfélögum forkaupsrétt á landi með bakstuðningi ríkisins. Hvar skyldi þetta enda, kann einhver að spyrja, í Norður-Kóreu? Nei, frekar í Alaska þar sem nánast allt land er í samfélagseign, og hefur þó enginn komið auga á nokkurn harmleik þar. Þingeyjarsýslan öll Framkvæmdastjóri SA býður í kaffi til frekari umræðu um einkaeignarrétt og almannahag. Ég þigg það boð. Við gætum stytt okkur leið að umræðunni að því leyti að báðir erum við því hlynntir, gef ég mér, að íslenski bóndinn eigi sitt land og nýti það sér til hagsbóta. En spurning síðan hvernig sporna megi gegn því að fjárfestingarspekúlantar komist yfir umtalsvert land hér og auðlindir. Þar er við að eiga mannskap sem í ófáum tilvikum hagnast um heila Þingeyjarsýslu í kauphöllinni fyrir hádegi á góðum degi.Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra
Harmleikur almenninganna Ögmundur Jónasson stakk niður penna í Fréttablaðið hinn 8. ágúst síðastliðinn og fjallar um eignarhald á landi og Samtök atvinnulífsins. 15. ágúst 2018 05:49
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun