Stórveldin mætast í hundrað manna risaborðspili Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Tugir manna geta tekið þátt í Watch the Skies. Hópur spilaáhugamanna stefnir að því að spila risaspilið Watch the Skies á Íslandi á næstunni. Einn af stjórnendum spilsins segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á viðburðinum. „Ég held þetta sé eitthvað sem er að springa út. Ég heyrði af þessu í framhjáhlaupi síðustu helgi og varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn af forsprökkum hópsins. Til að spila Watch the Skies þarf minnst tugi leikmanna og geta þeir verið fleiri en hundrað þegar mest lætur. Hlynur Páll Pálsson. Í upphafi spilsins hafa geimverur birst á jörðinni og þurfa stórveldi heimsins að taka ákvörðun um hvernig best sé að taka á komu þeirra. Mögulegar útkomur leiksins eru gífurlega margar og veltur það allt á því hvaða ákvarðanir þjóðirnar taka. „Þjóðirnar geta unnið saman eða ekki. Þá vita leikmenn ekki hvort geimverurnar eru vinveittar eða óvinveittar og slíkt hefur áhrif á aðgerðir hvers og eins,“ segir Hlynur. Hver leikmaður hvers stórveldis hefur ákveðið hlutverk. Einn bregður sér í hlutverk forsætisráðherra, annar nokkurs konar utanríkisráðherra, enn annar er vísindamaður og þá er þar einnig að finna hernaðarmálaráðherra. Hvert og eitt hlutverk vinnur síðan með, eða á móti, starfsbræðrum sínum. Blaðamenn hafa síðan það hlutverk að fylgjast með öllu heila klabbinu og segja íbúum hins ímyndaða heims hvað er að gerast í veröldinni. „Þetta er í raun blanda af hinu gamla Diplomacy, „larpi“ og borðspili. Ekki er hægt að kaupa spilið í þar til gerðum kassa heldur kaupirðu teikningar sem síðan þarf að prenta út. Hlutirnir í spilinu eru fjölmargir, til að mynda er um þrjú þúsund spila stokkur sem fylgir með,“ segir Hlynur. Áhugasamir geta fylgst með framvindunni í Facebook-hópnum Borðspilaspjallið. Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Hópur spilaáhugamanna stefnir að því að spila risaspilið Watch the Skies á Íslandi á næstunni. Einn af stjórnendum spilsins segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á viðburðinum. „Ég held þetta sé eitthvað sem er að springa út. Ég heyrði af þessu í framhjáhlaupi síðustu helgi og varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn af forsprökkum hópsins. Til að spila Watch the Skies þarf minnst tugi leikmanna og geta þeir verið fleiri en hundrað þegar mest lætur. Hlynur Páll Pálsson. Í upphafi spilsins hafa geimverur birst á jörðinni og þurfa stórveldi heimsins að taka ákvörðun um hvernig best sé að taka á komu þeirra. Mögulegar útkomur leiksins eru gífurlega margar og veltur það allt á því hvaða ákvarðanir þjóðirnar taka. „Þjóðirnar geta unnið saman eða ekki. Þá vita leikmenn ekki hvort geimverurnar eru vinveittar eða óvinveittar og slíkt hefur áhrif á aðgerðir hvers og eins,“ segir Hlynur. Hver leikmaður hvers stórveldis hefur ákveðið hlutverk. Einn bregður sér í hlutverk forsætisráðherra, annar nokkurs konar utanríkisráðherra, enn annar er vísindamaður og þá er þar einnig að finna hernaðarmálaráðherra. Hvert og eitt hlutverk vinnur síðan með, eða á móti, starfsbræðrum sínum. Blaðamenn hafa síðan það hlutverk að fylgjast með öllu heila klabbinu og segja íbúum hins ímyndaða heims hvað er að gerast í veröldinni. „Þetta er í raun blanda af hinu gamla Diplomacy, „larpi“ og borðspili. Ekki er hægt að kaupa spilið í þar til gerðum kassa heldur kaupirðu teikningar sem síðan þarf að prenta út. Hlutirnir í spilinu eru fjölmargir, til að mynda er um þrjú þúsund spila stokkur sem fylgir með,“ segir Hlynur. Áhugasamir geta fylgst með framvindunni í Facebook-hópnum Borðspilaspjallið.
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira