Sport

Íslenska skíðalandsliðið æfir í skíðahúsi í flatasta landi í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Skíðasamband Íslands
Besta skíðafólk landsins leitar áfram allra leiða til að undirbúa sig fyrir keppnistímabilið en nýjasta æfingaaðstaðan er á sérstökum stað.

Það er ómögulegt að æfa skíðaíþróttina á sumrin á Íslandi og oft er snjórinn líka mjög lengi að koma á veturna.

Okkar besta fólk leitar því oft erlendis til að komast í góðar skíðaðastæður og svo er einnig nú.

Skíðasamband Íslands segir frá því á samfélagsmiðlum að fyrsta æfingaferð vetrarins hjá landsliðinu í alpagreinum sé nú hafin.

Hluti af skíðalandsliðinu er nú við æfingar í skíðahúsinu í Landgraaf í Hollandi.

Holland er flatasta land í Evrópu og stór hluti landsins er neðan sjávarmáls.  Landgraaf er í suðausuturhluta Hollands við landamæri Þýskalands. Snow World í Landgraaf er stærsta skíðahöllin í Evrópu.

Skíðasamband Íslands hafði valið í vor í A og B landslið í alpagreinum fyrir keppnistímabilið 2018/2019. Valið var eftir áður útgefinni valreglu. Heimsmeistaramótið í Åre (Svíþjóð) verður hápunktur næsta vetrar en auk þess verður farið í nokkrar æfinga- og keppnisferðir, ásamt því að Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er á dagskrá.

A-landslið



Konur

Freydís Halla Einarsdóttir

Helga María Vilhjálmsdóttir

Karlar

Sturla Snær Snorrason

B-landslið



Konur

Andrea Björk Birkisdóttir

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Katla Björg Dagbjartsdóttir

María Finnbogadóttir

Karlar

Bjarki Guðmundsson

Gísli Rafn Guðmundsson

Sigurður Hauksson

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá FIS-skíðamóti sem fór fram í skíðahöllinni í Landgraaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×