FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 18:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira