Gróðahugsun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein hér á landi. Um leið á hún ekki bara að hrifsa til sín gróða, hún verður að skila sínu til samfélagsins, eins og er bæði sanngjarnt og sjálfsagt. Samt er áberandi tregða til þess innan greinarinnar. Þar er mikið kapp lagt á að koma sér undan gjaldtöku sé þess nokkur kostur. Því miður er eins og forsvarsmenn ferðaþjónustunnar séu staðráðnir í því að líta til forsvarsmanna stórútgerðarinnar sem fyrirmyndar. Þeir eru farnir að kvarta jafn mikið og útgerðin undan kröfum um að greinin greiði meira til samfélagsins en hún gerir nú. Þeir fullyrða að þegar sé greitt eðlilegt gjald og segja að atvinnugreinin sé auk þess svo viðkvæm að hún megi ekki við frekari álögum. Þegar ferðaþjónustan og stórútgerðin leggja saman í grátkór þá ná hljóðin vitanlega eyrum ráðamanna. Yfirleitt vill svo til að í ríkisstjórn er flokkur sem lætur sér sérlega annt um hag sérhagsmunaafla. Þá er segin saga að ráðamenn koma sér snarlega í hlutverk huggarans og sefa hina óhamingjusömu hópa sem elska gróða sinn svo mjög. Ákveðið er að ræða saman einhvern tíma seinna og jafnvel stofnaður starfshópur til að fara yfir málið, en vitanlega deyr hann drottni sínum hægt og hljóðlega. Hin áberandi gróðahugsun innan ferðaþjónustunnar tekur á sig ýmsar myndir. Allir þekkja raddirnar sem hljóma nánast eins og mantra frá greiningardeild Arion banka: „Við þurfum að fjölga efnuðum erlendum ferðamönnum. Við höfum ekkert að gera við þá sparsömu.“ Hvað eftir annað heyrist sagt að hingað til lands þurfi að laða ákjósanlega hópa erlendra ferðamanna. Þannig skiptir miklu máli hvaðan ferðamaðurinn kemur og hversu lengi hann dvelur á landinu, en höfuðatriðið er hversu miklu hann eyðir. Hinn erlendi ferðamaður er veginn og metinn og settur í flokk. Þeir efnuðu einstaklingar sem hingað koma lenda vitanlega í gæðaflokki. Þeir eru gangandi og ótæmandi gróðahít, fara í Bláa lónið, borða á fínni veitingastöðum og gista á hótelum í Reykjavík og úti á landi. Hinir, sem velja ódýrustu gistingu sem í boði er, versla í Bónus og álíka verslunum og vilja helst ferðast um landið á puttanum eru léttvægir fundnir. Þeir teljast ekki heppilegasta tegundin af ferðamanni og lenda í ruslflokki. Grátkór ferðaþjónustunnar hefur yfir ýmsu að kvarta. Hátt gengi krónunnar er meðal þess sem veldur henni hugarangri því fyrir vikið eyða erlendir ferðamenn ekki eins miklu og æskilegt er talið. Þeir eru samt ekki einir um að andvarpa. Íslendingar sem búa erlendis og koma heim í frí hafa líkt því við rán um miðjan dag að kaupa hér í matinn. Íslenskur almenningur þekkir það af eigin raun að það er enn meira rán að borða á flestum íslenskum veitingastöðum, sérstaklega á kvöldin. Mesta ránið er þó að fara með flugi innanlands og gista á hótelum. Á því hefur venjulegt fólk ekki efni. Skýringin á því er okur, þótt forsvarsmenn ferðaþjónustunnar vilji ekki viðurkenna það. Þeir eru uppteknir við annað.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar