Ástfangin oft á dag Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 08:00 Brynhildur hefur krassandi framkomu á sviði og talar tæpitungulaust í ögrandi textum sínum með Hórmónum. Fréttablaðið/Þórsteinn „Ég er einhleyp sem stendur, en verð mjög auðveldlega ástfangin og alveg oft á dag. Ég á þó enn eftir að finna þessa einu sönnu ást, en er ekkert að stressa mig á því. Núna vil ég fyrst og fremst einbeita mér að hljómsveitinni og trúi því og treysti að það gerist sem á að gerast,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Hórmóna sem vann Músíktilraunir 2016 og hefur gert garðinn frægan síðan. „Nafnið Hórmónar er orðaleikur og samanstendur af orðunum hóra og hormónar, sem stjórna okkur mikið og ekki síst konum,“ útskýrir Brynhildur. „Orðið hóra hefur svipaða merkingu og drusla; að mega vera graðar og druslulegar án fordóma og fyrirhyggju, og njóta kynlífs að vild. Öll okkar nálgun er pönkuð og við gefum skít í allt. Þannig heitir nýja platan okkar Nanananabúbú, sem getur vel útlagst sem „fokk it“ og við neitum að vera heftar. Við erum frjálsar og gerum það sem okkur sýnist.“Foreldrarnir fyrirmynd Brynhildur er dóttir Spaugstofumannsins Karls Ágústs Úlfssonar og Ásdísar Olsen, sem bæði eru landskunn fyrir að vera skapandi og skemmtilegt fólk. „Ætli útkoman með mig hafi nokkuð getað orðið önnur en hún er?“ veltir Brynhildur fyrir sér og hlær. „Þau mamma og pabbi eru ótrúlega góð blanda þótt þau séu ólík og ég vona að ég líkist þeim báðum. Mér þykir gaman að grínast og hef pólitískar skoðanir eins og pabbi, en hef lítið verið í að gantast eða fíflast mikið í því sem ég hef gert. Ég sé þó spaugilegu hliðarnar á tilverunni líkt og Spaugstofan gerði þegar hún stakk á þjóðfélagskýlunum á sinn hátt. Mamma er líka ótrúlega skapandi og með marga góða eiginleika. Hún er góður og skilningsríkur hlustandi og starfar sem kennari í núvitund. Að hafa innsýn í þann heim hefur nýst mér vel, því þegar gengur vel, eins og hjá hljómsveitinni, getur verið dálítið vandmeðfarið að halda sér á jörðinni. Ég lít því mikið upp til mömmu og tek hana mér til fyrirmyndar.“ Brynhildur stundar nám við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands og hefur sinnt fjölbreyttri listsköpun í gegnum tíðina. „Ég var pínulítil þegar það lá ljóst fyrir hvert leið mín lægi. Ég ólst upp á menningarheimili þar sem listrænt uppeldi var í hávegum haft, lærði á píanó í þrettán ár og æfði ballett og nútímadans í sextán ár, eða þar til ég útskrifaðist af listdansbraut. Ég er þakklát foreldrum mínum að hafa haldið þessu að mér. Auk þess las pabbi fyrir mig heilu bækurnar á hverju kvöldi barnæskunnar og mamma málaði með mér myndir,“ segir Brynhildur sem fylltist mótþróa gagnvart listnáminu á unglingsárunum. „Þá þótti mér ekki nógu smart að vera í ballett og æfa á píanó en með árunum hef ég komist yfir mótþróann og langar nú að verða meira en partífær á píanóið. Mig dreymir um tvöfalt líf í framtíðinni, þar sem ég get verið listakona sem gerir gjörninga og skrifar á virkum dögum en er rokkstjarna um helgar.“Með Brynhildi í Hórmónum eru þau Katrín Guðbjartsdóttir á gítar, Örn Gauti Jóhannsson á trommur, Hjalti Torfason á saxófón og Urður Bergsdóttir á bassa.Ian YoungEitruð reiði braust fram Tilraunapönkbandið Hórmónar einbeitir sér að niðurrifi feðraveldisins og almennri upplausn. Aðalsmerki þess er brjáluð framkoma á tónleikum, femínískir pönktextar og róttæk orka. Textarnir eru öfgafullir, pólitískir og byltingarkenndir, en þá semur Brynhildur ein og liggur mikið á hjarta. „Yrkisefnið er allt frá sameiginlegum skoðunum okkar í hljómsveitinni yfir í mína eigin þörf til að tjá mig. Ég yrki um eitruð ástarsambönd, fíkn, greddu, hræsni, pólitíska rétthugsun og femínisma, því öll erum við miklir femínistar,“ útskýrir Brynhildur sem uppgötvaði óvænta hlið á sjálfri sér í Hórmónum. „Ég komst að því að í mér blundaði mikil reiði og sterkar skoðanir. Reiðin braust fram af miklum krafti. Ég hafði aldrei öskrað á ævi minni fyrr en allt í einu var eins og mér væri ekkert eðlilegra en að öskra. Reiði er eitruð og það er erfitt að veita henni útrás án þess að bitni á fólkinu í kringum mann, en ég held að ég sé minna reið í dag. Tónlistin finnst mér því kjörin útrás fyrir reiðina; að spila hátt og öskra hana úr sér, bæði með hljóðum og tjáningu.“ Ýmislegt olli reiði Brynhildar. „Áður en hljómsveitin varð til hafði margt og misgott gengið á í lífi mínu, og það sama gildir um Urði og Katrínu. Við höfðum auk þess allar verið edrú í einhvern tíma og þetta var bæði persónuleg reiði í bland við samfélagslega reiði. Að alast upp sem kona í feðraveldi er gremjuvaldandi og vita að manni sé úthlutað minna plássi en strákum í sömu stöðu. Líka að vita hversu mikið sjálfsmynd manns mótast út frá því að alast upp í feðraveldi og skynja virði sitt út frá því hversu margir eru skotnir í manni eða hversu eftirsóttur maki maður er. Allt býr þetta í undirmeðvitundinni en svo þegar maður horfir á samfélagið og sér muninn á því hvernig komið er fram við stelpur og stráka getur virkilega fokið í mann.“ Flókin fullnæging kvenna Að sögn Brynhildar er lögum Hórmóna best líkt við fullnægingu kvenna. „Hún er flóknari en fullnæging karla og felur í sér fleiri ris en bara eitt og svo búið. Í hefðbundnu leikhúsi og tónlist er gjarnan einn hápunktur eða ris, en hjá okkur eru öll lögin með mörgum hápunktum og afar sterk upplifun.” Lögin semur hljómsveitin í sameiningu. „Oftast verða til töfrar þegar við komum saman. Urður prófar kannski bassalínu eða Katrín gítarlínu og við hin byggjum ofan á hana. Við erum einhuga og samstíga í lagasmíðunum enda í grunninn bestu vinir löngu áður en hljómsveitin varð til. Við höfum öll tónlistarlegan bakgrunn og gældum við að stofna hljómsveit og byrjuðum einn daginn að glamra handahófskennt á hljóðfærin og ég að öskra og góla. Skjótt urðu tvö lög til og um áramótin 2016 sátum við heima í stofu hjá Hjalta og strengdum áramótaheit. Þau voru meðal annars að hringja oftar í ömmu og taka oftar til, en einnig strengdum við þess öll heit að vinna Músíktilraunir á nýju ári,“ segir Brynhildur sem renndi ekki í grun að Hórmónar ættu eftir að koma, sjá og sigra í Músíktilraunum það árið. „Sigurinn var mögnuð upplifun og kom okkur öllum að óvörum. Allt í einu þurftum við að standa undir nafni sem hljómsveit en áttum þá bara þrjú lög til og skorti reynslu af því að koma fram. Í kjölfarið vorum við strax bókuð á Airwaves og fleiri tónleika og þurftum því fljótt að setja okkur í stellingar og hófumst fljótlega handa við gerð plötu í fullri lengd,“ segir Brynhildur en fyrsta plata Hórmóna kemur út 24. ágúst. „Hórmónar hafa orð á sér fyrir að vera skemmtilegt „live band“ og við gefum allt í hverja einustu tónleika. Við erum orkumikil og krassandi á sviði og göngum sífellt lengra í því hversu brjáluð við getum orðið og hversu miklu við getum dúndrað á áhorfendur.“„Ég er ófeimin á sviði og tala þar tæpitungulaust en sem manneskja get ég orðið óörugg og feimin eins og aðrir. Sú Brynhildur sem stendur á sviðinu leyfir sér hins vegar hvað sem er.“ Mikilvægustu skilaboð Brynhildar til kvenna er kvenleg samstaða. „Forsenda þess að maður geti þorað sem kona er að finna að konur standi saman, samþykki mann og styðji. Þegar konur hífa hver aðra upp verður auðveldara að þora að taka sitt pláss og segja það sem manni dettur í hug. Líka að finna að það er í lagi að vera ekki fullkominn og í lagi að ganga fram af fólki,“ segir Brynhildur af festu. Hún hvetur konur sem hafa áhuga á tónlist að láta vaða. „Við í Hórmónum höfðum enga reynslu áður en bandið var stofnað og það sýnir að hver sem er getur stofnað hljómsveit. Um leið og við finnum fyrir stuðningi annarra kvenna verðum við öruggar og þurfum ekki lengur samþykki frá strákunum. Það held ég að sé mesta frelsið.“ Djúp skilaboð um ástina Á dögunum gaf Brynhildur út bókina Bréf frá Bergstaðastræti 57 ásamt meðleigjanda sínum, Adolf Smára. „Við Adolf bjuggum í hálft annað ár í pínulítilli íbúð í Þingholtunum og var bókin liður í gjörningi sem markaði endalok sambúðarinnar. Við þekktumst ekki áður en við fluttum inn saman en urðum bekkjarfélagar í Listaháskólanum,“ útskýrir Brynhildur. Til að kynnast betur skrifuðu þau bréf á milli herbergja sinna. „Þau eru áhugaverð og hversdagsleg skilaboð á milli sambýlinga um eitt og annað, en oft djúpt um ástina. Hún virtist vera báðum ofarlega í huga þótt aldrei gerðist neitt rómantískt á milli okkar. Það var frekar að við studdum hvort annað í leit að ástinni. Það var ævintýraleg lífsreynsla að eyða svo nánum stundum með manneskju sem er jafn ólík mér og Adolf og tregafullt að lesa bréfin og kveðja tímann okkar saman,“ segir Brynhildur um dýrmæta reynslu. „Persóna mín skiptist í nokkur hólf og ég á mér víst mörg andlit. Eitt er hið róttæka, pólitíska og femíníska afl í Hórmónum en í mér blundar líka mýkri listamaður sem veltir mikið vöngum yfir ástinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
„Ég er einhleyp sem stendur, en verð mjög auðveldlega ástfangin og alveg oft á dag. Ég á þó enn eftir að finna þessa einu sönnu ást, en er ekkert að stressa mig á því. Núna vil ég fyrst og fremst einbeita mér að hljómsveitinni og trúi því og treysti að það gerist sem á að gerast,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Hórmóna sem vann Músíktilraunir 2016 og hefur gert garðinn frægan síðan. „Nafnið Hórmónar er orðaleikur og samanstendur af orðunum hóra og hormónar, sem stjórna okkur mikið og ekki síst konum,“ útskýrir Brynhildur. „Orðið hóra hefur svipaða merkingu og drusla; að mega vera graðar og druslulegar án fordóma og fyrirhyggju, og njóta kynlífs að vild. Öll okkar nálgun er pönkuð og við gefum skít í allt. Þannig heitir nýja platan okkar Nanananabúbú, sem getur vel útlagst sem „fokk it“ og við neitum að vera heftar. Við erum frjálsar og gerum það sem okkur sýnist.“Foreldrarnir fyrirmynd Brynhildur er dóttir Spaugstofumannsins Karls Ágústs Úlfssonar og Ásdísar Olsen, sem bæði eru landskunn fyrir að vera skapandi og skemmtilegt fólk. „Ætli útkoman með mig hafi nokkuð getað orðið önnur en hún er?“ veltir Brynhildur fyrir sér og hlær. „Þau mamma og pabbi eru ótrúlega góð blanda þótt þau séu ólík og ég vona að ég líkist þeim báðum. Mér þykir gaman að grínast og hef pólitískar skoðanir eins og pabbi, en hef lítið verið í að gantast eða fíflast mikið í því sem ég hef gert. Ég sé þó spaugilegu hliðarnar á tilverunni líkt og Spaugstofan gerði þegar hún stakk á þjóðfélagskýlunum á sinn hátt. Mamma er líka ótrúlega skapandi og með marga góða eiginleika. Hún er góður og skilningsríkur hlustandi og starfar sem kennari í núvitund. Að hafa innsýn í þann heim hefur nýst mér vel, því þegar gengur vel, eins og hjá hljómsveitinni, getur verið dálítið vandmeðfarið að halda sér á jörðinni. Ég lít því mikið upp til mömmu og tek hana mér til fyrirmyndar.“ Brynhildur stundar nám við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands og hefur sinnt fjölbreyttri listsköpun í gegnum tíðina. „Ég var pínulítil þegar það lá ljóst fyrir hvert leið mín lægi. Ég ólst upp á menningarheimili þar sem listrænt uppeldi var í hávegum haft, lærði á píanó í þrettán ár og æfði ballett og nútímadans í sextán ár, eða þar til ég útskrifaðist af listdansbraut. Ég er þakklát foreldrum mínum að hafa haldið þessu að mér. Auk þess las pabbi fyrir mig heilu bækurnar á hverju kvöldi barnæskunnar og mamma málaði með mér myndir,“ segir Brynhildur sem fylltist mótþróa gagnvart listnáminu á unglingsárunum. „Þá þótti mér ekki nógu smart að vera í ballett og æfa á píanó en með árunum hef ég komist yfir mótþróann og langar nú að verða meira en partífær á píanóið. Mig dreymir um tvöfalt líf í framtíðinni, þar sem ég get verið listakona sem gerir gjörninga og skrifar á virkum dögum en er rokkstjarna um helgar.“Með Brynhildi í Hórmónum eru þau Katrín Guðbjartsdóttir á gítar, Örn Gauti Jóhannsson á trommur, Hjalti Torfason á saxófón og Urður Bergsdóttir á bassa.Ian YoungEitruð reiði braust fram Tilraunapönkbandið Hórmónar einbeitir sér að niðurrifi feðraveldisins og almennri upplausn. Aðalsmerki þess er brjáluð framkoma á tónleikum, femínískir pönktextar og róttæk orka. Textarnir eru öfgafullir, pólitískir og byltingarkenndir, en þá semur Brynhildur ein og liggur mikið á hjarta. „Yrkisefnið er allt frá sameiginlegum skoðunum okkar í hljómsveitinni yfir í mína eigin þörf til að tjá mig. Ég yrki um eitruð ástarsambönd, fíkn, greddu, hræsni, pólitíska rétthugsun og femínisma, því öll erum við miklir femínistar,“ útskýrir Brynhildur sem uppgötvaði óvænta hlið á sjálfri sér í Hórmónum. „Ég komst að því að í mér blundaði mikil reiði og sterkar skoðanir. Reiðin braust fram af miklum krafti. Ég hafði aldrei öskrað á ævi minni fyrr en allt í einu var eins og mér væri ekkert eðlilegra en að öskra. Reiði er eitruð og það er erfitt að veita henni útrás án þess að bitni á fólkinu í kringum mann, en ég held að ég sé minna reið í dag. Tónlistin finnst mér því kjörin útrás fyrir reiðina; að spila hátt og öskra hana úr sér, bæði með hljóðum og tjáningu.“ Ýmislegt olli reiði Brynhildar. „Áður en hljómsveitin varð til hafði margt og misgott gengið á í lífi mínu, og það sama gildir um Urði og Katrínu. Við höfðum auk þess allar verið edrú í einhvern tíma og þetta var bæði persónuleg reiði í bland við samfélagslega reiði. Að alast upp sem kona í feðraveldi er gremjuvaldandi og vita að manni sé úthlutað minna plássi en strákum í sömu stöðu. Líka að vita hversu mikið sjálfsmynd manns mótast út frá því að alast upp í feðraveldi og skynja virði sitt út frá því hversu margir eru skotnir í manni eða hversu eftirsóttur maki maður er. Allt býr þetta í undirmeðvitundinni en svo þegar maður horfir á samfélagið og sér muninn á því hvernig komið er fram við stelpur og stráka getur virkilega fokið í mann.“ Flókin fullnæging kvenna Að sögn Brynhildar er lögum Hórmóna best líkt við fullnægingu kvenna. „Hún er flóknari en fullnæging karla og felur í sér fleiri ris en bara eitt og svo búið. Í hefðbundnu leikhúsi og tónlist er gjarnan einn hápunktur eða ris, en hjá okkur eru öll lögin með mörgum hápunktum og afar sterk upplifun.” Lögin semur hljómsveitin í sameiningu. „Oftast verða til töfrar þegar við komum saman. Urður prófar kannski bassalínu eða Katrín gítarlínu og við hin byggjum ofan á hana. Við erum einhuga og samstíga í lagasmíðunum enda í grunninn bestu vinir löngu áður en hljómsveitin varð til. Við höfum öll tónlistarlegan bakgrunn og gældum við að stofna hljómsveit og byrjuðum einn daginn að glamra handahófskennt á hljóðfærin og ég að öskra og góla. Skjótt urðu tvö lög til og um áramótin 2016 sátum við heima í stofu hjá Hjalta og strengdum áramótaheit. Þau voru meðal annars að hringja oftar í ömmu og taka oftar til, en einnig strengdum við þess öll heit að vinna Músíktilraunir á nýju ári,“ segir Brynhildur sem renndi ekki í grun að Hórmónar ættu eftir að koma, sjá og sigra í Músíktilraunum það árið. „Sigurinn var mögnuð upplifun og kom okkur öllum að óvörum. Allt í einu þurftum við að standa undir nafni sem hljómsveit en áttum þá bara þrjú lög til og skorti reynslu af því að koma fram. Í kjölfarið vorum við strax bókuð á Airwaves og fleiri tónleika og þurftum því fljótt að setja okkur í stellingar og hófumst fljótlega handa við gerð plötu í fullri lengd,“ segir Brynhildur en fyrsta plata Hórmóna kemur út 24. ágúst. „Hórmónar hafa orð á sér fyrir að vera skemmtilegt „live band“ og við gefum allt í hverja einustu tónleika. Við erum orkumikil og krassandi á sviði og göngum sífellt lengra í því hversu brjáluð við getum orðið og hversu miklu við getum dúndrað á áhorfendur.“„Ég er ófeimin á sviði og tala þar tæpitungulaust en sem manneskja get ég orðið óörugg og feimin eins og aðrir. Sú Brynhildur sem stendur á sviðinu leyfir sér hins vegar hvað sem er.“ Mikilvægustu skilaboð Brynhildar til kvenna er kvenleg samstaða. „Forsenda þess að maður geti þorað sem kona er að finna að konur standi saman, samþykki mann og styðji. Þegar konur hífa hver aðra upp verður auðveldara að þora að taka sitt pláss og segja það sem manni dettur í hug. Líka að finna að það er í lagi að vera ekki fullkominn og í lagi að ganga fram af fólki,“ segir Brynhildur af festu. Hún hvetur konur sem hafa áhuga á tónlist að láta vaða. „Við í Hórmónum höfðum enga reynslu áður en bandið var stofnað og það sýnir að hver sem er getur stofnað hljómsveit. Um leið og við finnum fyrir stuðningi annarra kvenna verðum við öruggar og þurfum ekki lengur samþykki frá strákunum. Það held ég að sé mesta frelsið.“ Djúp skilaboð um ástina Á dögunum gaf Brynhildur út bókina Bréf frá Bergstaðastræti 57 ásamt meðleigjanda sínum, Adolf Smára. „Við Adolf bjuggum í hálft annað ár í pínulítilli íbúð í Þingholtunum og var bókin liður í gjörningi sem markaði endalok sambúðarinnar. Við þekktumst ekki áður en við fluttum inn saman en urðum bekkjarfélagar í Listaháskólanum,“ útskýrir Brynhildur. Til að kynnast betur skrifuðu þau bréf á milli herbergja sinna. „Þau eru áhugaverð og hversdagsleg skilaboð á milli sambýlinga um eitt og annað, en oft djúpt um ástina. Hún virtist vera báðum ofarlega í huga þótt aldrei gerðist neitt rómantískt á milli okkar. Það var frekar að við studdum hvort annað í leit að ástinni. Það var ævintýraleg lífsreynsla að eyða svo nánum stundum með manneskju sem er jafn ólík mér og Adolf og tregafullt að lesa bréfin og kveðja tímann okkar saman,“ segir Brynhildur um dýrmæta reynslu. „Persóna mín skiptist í nokkur hólf og ég á mér víst mörg andlit. Eitt er hið róttæka, pólitíska og femíníska afl í Hórmónum en í mér blundar líka mýkri listamaður sem veltir mikið vöngum yfir ástinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira