Sjáðu Embiid reyna að láta yfirmenn sína hjá Philadelphia 76ers fá hjartaáfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 16:30 Joel Embiid er alltaf hress og skemmtilegur eins og hér þegar hann hitti Steve Nash. Vísir/Getty Joel Embiid er frábær körfuboltamaður og án efa þegar orðinn einn besti miðherjinn í NBA-deildinni. Hann hefur hinsvegar verið mikið meiddur og missti sem dæmi af tveimur fyrstu tímabilum sínum með Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Ef það er eitthvað sem yfirmenn hans hjá Philadelphia 76ers óttast þá er það að kappinn meiðist aftur. Það efast enginn um hæfileika hans ef hann helst inn á vellinum. Joel Embiid er frá Kamerún í Afríku en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var sextán ára gamall. Embiid er núna í heimsókn í Kamerún og ESPN birti myndband af honum leika sér með krökkum í fótbolta. Forráðamenn Philadelphia 76ers hafa örugglega verið nálægt því að fá hjartaáfall þegar þeir sáu þetta myndband hér fyrir neðan.Joel Embiid playing with the kids in Cameroon pic.twitter.com/r7CUnENpqF — ESPN FC (@ESPNFC) August 13, 2018 Joel Embiid er þarna að leika sér á ósléttum og lélegum fóboltavelli sem er auk þess í miðri brekku. Atvikið sem hneykslar örugglega marga er þegar Joel Embiid, sem er 213 sentímetrar á hæð, reynir hjólhestaspyrnu í miðjum leik. Hann stendur fljótt upp aftur og virtist ekki verða meint af. Joel Embiid var með 22,9 stig, 11,0 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Philadelphia 76er á sínu öðru tímabili og hækkaði sig þar á öllum sviðum (20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,1 stoðsendingar 2016-17). NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira
Joel Embiid er frábær körfuboltamaður og án efa þegar orðinn einn besti miðherjinn í NBA-deildinni. Hann hefur hinsvegar verið mikið meiddur og missti sem dæmi af tveimur fyrstu tímabilum sínum með Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Ef það er eitthvað sem yfirmenn hans hjá Philadelphia 76ers óttast þá er það að kappinn meiðist aftur. Það efast enginn um hæfileika hans ef hann helst inn á vellinum. Joel Embiid er frá Kamerún í Afríku en flutti til Bandaríkjanna þegar hann var sextán ára gamall. Embiid er núna í heimsókn í Kamerún og ESPN birti myndband af honum leika sér með krökkum í fótbolta. Forráðamenn Philadelphia 76ers hafa örugglega verið nálægt því að fá hjartaáfall þegar þeir sáu þetta myndband hér fyrir neðan.Joel Embiid playing with the kids in Cameroon pic.twitter.com/r7CUnENpqF — ESPN FC (@ESPNFC) August 13, 2018 Joel Embiid er þarna að leika sér á ósléttum og lélegum fóboltavelli sem er auk þess í miðri brekku. Atvikið sem hneykslar örugglega marga er þegar Joel Embiid, sem er 213 sentímetrar á hæð, reynir hjólhestaspyrnu í miðjum leik. Hann stendur fljótt upp aftur og virtist ekki verða meint af. Joel Embiid var með 22,9 stig, 11,0 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Philadelphia 76er á sínu öðru tímabili og hækkaði sig þar á öllum sviðum (20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,1 stoðsendingar 2016-17).
NBA Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Sjá meira